Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 19

Vikan - 11.07.1991, Page 19
■ „Sí&an líða tíu ár og þá ákváðum við að endurtaka giftinguna og töluðum um það í marga mánuði áður en við þorðum að bera erindið upp." ■ „Hann heillaðist af hæfileikum mínum í hugarreikningi." ■ „Þegar við vorum komin vel frá landi opnaði ég pappírssnifsið og þar stóð: „Viltu verða mín?" I „Ég þakkaði ffyrir og lokaði dyrunum. Stuttu seinna bankaði hann aftur og var þá mættur með hvrtvínsflösku og tvö staup." Mér líkaöi þaö hreint ekki illa þar sem viö vorum ein svona ung að aldri í hópnum. Viö fór- um í langar gönguferðir og töluöum um heima og geima og vissum allt um fjölskyldu hvors annars áöur en langt um leiö. Þó vorum viö hvorugt visst um hitt, hvort þetta var bara svona á „vinarnótum“ eöa áhugi fyrir einhverju meira. Eftir rúmar tvær vikur var kominn tími til aö halda heim á leið aftur og var fyrsta stopp á leiðinni á Patreksfirði. Þar hrepptum við aftur leiöinda- veður en samt var ákveöiö að reyna aö leggja af stað heim á leið. Þegar verið var aö leysa bátana frá bryggju var hann um borö í bátnum sem hann kom meö og þegar hann leysti okkar bát frá sínum rétti hann mér pappírssnifsi og sagði: „Lestu þetta þegar þú ert kom- in út á fjörð.“ Ég varð auðvitað mjög hissa, haföi ekki búist við neinu slíku frá honum. Þegar viö vorum komin vel frá landi opnaöi ég pappírs- snifsiö og þar stóð: „Viltu veröa mín?“ Ég fékk nokkra klukkutíma til umhugsunar, þann tíma sem þaö tók að fara út fyrir Patreksfjörö, sjá aö veörið var ekki upp á marga fiska og snúa aftur inn í höfn- ina. Þá fór ég yfir til hans og sagði: „Ég skal verða þín.“ Þar meö var samband okkar hafið og þá var þaö náttúrlega sjálfgefiö aö hann yrði háseti hjá okkur. ■ Okkar fyrstu kynni voru þegar viö sigldum á sama skipi út úr úfnu Atlantshafinu i febrúar 1961 inn í lygnt og yndislegt Miöjaröarhafiö og lit- um hvort annað hýru auga. Tveim árum seinna vorum við gefin saman og síöan höfum viö siglt saman i ólgusjó lífsins og gælum oft í huganum viö unaössemdir Miðjarðarhafs- ins. BRENNANDI ÁST OG BRÉF AF HANDAHÓFI ■ Ég og vinkona mín vorum í bíl með kærastanum mínum og þá sá hún strák, sem hún kannaðist viö, í öörum bíl. Við fórum þangað og hún kynnti okkur og fór svo. Við vorum kyrr og við töluðum saman. Síðan bauð hann mér aö setj- ast inn i bílinn og síðan stal hann mér bara, keyrði bílinn í burtu. Mér var alveg sama þvi hann er voðalegt krútt. ■ Vorið 1978 flutti ég á milli bæja. Ég fékk mann vinkonu minnar til aö flytja dótið mitt. Allt gekk vel þar til komið var að húsi sem piltur nokkur bjó í. En þá stóð sófasettið á pallin- um í björtu báli. Hafði bílstjór- inn hent sígarettu út um glugg- ann á bílnum og hún lent aftur á palli og kveikt f. Nokkrum dögum seinna var veisla hjá vinkonunni. Þar kynntist ég piltinum og eldur- inn blossaði upp aftur en í annarri mynd - ást. Það hefur alltaf verið sagt síðan að ástin hafi blossað upp þarna fyrir framan húsið hans. Ári seinna giftum við okkur og búum hamingjusöm saman enn þann dag í dag. ■ í góðri vísu segir: „Fyrir sunnan Fríkirkjuna fórum við á stefnumótin." Á dansleik í Kennaraskólanum, sem var haldinn í Glaumbæ, tókst mér að krækja í manninn minn vet- urinn '59. ■ Við erum fermingarsystkini, fermd árið 1942 en kynntumst 17. júní 1944. Þó ekki hafi það verið ást við fyrstu sýn erum við búin að vera gift í næstum 39 ár. ■ Við giftum okkur 1975 en ég get ekki sagt ykkur hvernig við kynntumst þvi að það man ég ekki. Málið er nefnilega það að mæður okkar hafa verið vinkonur frá því fyrir mína tíð og við nánast heimagangar hjá hvort öðru alla tíð. Hitt er annað mál að við byrjuðum að vera saman þeg- ar ég bauð honum meö mér á árshátíð í april 1974. ■ Kynni okkar hófust á þenn- an algenga, órómantíska hátt á skemmtistaö. Ég hafði þó gefið honum auga þegar ég var stödd á hársnyrtistofu þar sem hann vann. Svona án þess að hann vissi af því. ■ Við kynntumst þegar við vorum í skóla, 15 ára gömul í landsprófi. Hann féll en ég náði. Samt var ég skotin í honum! Og er enn! ■ Við höfum þekkst síðan 1. des 1984 en þá vorum við kynnt af sameiginlegum vinum á árshátíð fjölbrautaskólans. Við byrjuðum að vera saman fljótlega upp úr því þangað til hann fór til Bandaríkjanna í eitt ár sem skiptinemi. Við vild- um láta það koma í Ijós hvern hug við bærum hvorttil annars þegar hann kæmi aftur heim. Við skrifuðumst á og er mjög gaman að eiga þau bréf til að lesa í ellinni. Svo þegar hann loksins kom aftur heim fannst okkur ekkert koma annað til greina en að vera saman. ■ Ég og maðurinn minn kynntumst þegar við vorum að vinna hjá SAAB i Svíþjóð. Þann 2. júní 1987 trúlofuðum við okkur í Flugleiðaþotu mitt á milli Svíþjóðar og íslands þeg- ar við vorum að fara í sumarfrí hér á Islandi. ■ Kynntumst þannig að hún leigði herbergi hjá frænku sinni sem er seinni kona föður míns. ■ Við kynntumst í USA þegar hann (Islendingur) var við nám. Vinkona mín (við erum innfæddar) hafði gleymt lyklin- um sínum að heimili sínu þeg- ar hann bar að. Hann setti stiga upp á bílinn sinn og klifr- aði inn um glugga á annarri hæð og hleypti okkur síðan inn. Tveim vikum seinna bank- aði hann upp á heima hjá mér og bauð mér út. Við giftum okkur skömmu síðar og höfum haldið saman síðan hér á ís- landi. ■ Við kynntumst á dansleik í Hótel Hveragerði. Bæði fórum við þangað fyrir tilviljun. Ég beint af körfuboltaæfingu en hann til að verða sér úti um tóbak. Hann fékk að smeygja sér inn til að versla vegna kunningsskapar við dyravörð- inn. Síðan þá hefur ástin blómstrað og gefið af sér tvö börn og mikla ánægju. ■ Kynni okkar hófust með því að við bjuggum í sömu blokk, hann á fyrstu hæðinni en ég beint fyrir ofan. Sumarið ’87 var lóðin við blokkina stand- sett og kom það í hlut íbúanna að framkvæma það. Meðal annars var smíðaður grillpall- ur. Við smíðina þurfti að nota hamra og átti ég einn slíkan sem ég lagði til. Einhverra hluta vegna gleymdi ég hamr- inum úti í garði og saknaði hans ekki fyrr en pilturinn af fyrstu hæð bankaði upp á eitt kvöldið og sagðist vera aö skila hamrinum. Ég þakkaði fyrir og lokaði dyrunum. Stuttu seinna bankaði hann aftur og var þá mættur með hvítvíns- flösku og tvö staup. Viö eydd- um kvöldinu saman við spjall og drukkum úr flöskunni. Hálfum mánuði seinna bauð hann mér út en þá átti hann 25 ára afmæli og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur. Siðan þá höfum við verið saman - þökk sé hamrinum. Þetta var útdráttur úr um það bil einum tólfta hluta þeirra bréfa sem okkur bárust. Það væri freistandi að biðja um fleiri bréf af svipuðum toga því að í hnotskurn segja þau okkur svolítið um fólkið í land- inu og kannski kemur sumt af því á óvart. Vonandi fáum við einhver viðbrögð við þessu og svo sjáum við hvað setur. 14. TBL. 1991 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.