Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 23

Vikan - 11.07.1991, Page 23
TEXTI: GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR / LJÓSMBINNI hlutinn er settur í hreina grisju og í plastpoka. Plastpokinn er síöan settur í annan plastpoka með ísmolum (. Læknishjálp er nauðsynleg eins fljótt og auðið er. Þess misskilnings hefur gætt að það eigi að setja afklippta hluta, til dæmis fingur, í munn sér og geyma þannig þar til læknishjálp fæst en það er alrangt. Slíkt má aldrei gerast. Fær opið sár á höfuðið? Svar: Setja hreina grisju á sárið og þrýsta þétt að. Hraða sér á slysamóttöku eða til næsta læknis. Kastar upp eftir að hafa fengið höfuðhögg? Svar: Rétt er að fara strax með barnið til læknis og fylgj- ast vel með meðvitundarstigi á leið þangað. Nær ekki að anda vegna þess að aðskotahlutur stendur fastur t hálsi þess? Svar: Fyrst skal slá hressi- lega í bak barnsins en ef það dugar ekki þá leggja barnið yfir stólbak og halla því fram. Ung- barni á að snúa við og banka í bak þess. Ef ekkert af þessu dugar er ekki um annað að ræða en aö fara með fingur ofan í kok og sækja aðskota- hlutinn þannig. Fær krampa? Svar: Hlúa að barninu og setja eitthvað upp ( þaö svo það bíti ekki í tunguna. Gott er að nota einhvers konar vefn- aðarvöru eða svamp en varast skal að nota harða hluti. Handleggs- eða fótbrotnar? Svar: Það er mjög gott að setja spelkur við brotið því hversu einföld sem spelkunin er þá minnkar hún sársaukann þegar búið er að koma henni á. Það má nota ýmislegt sem spelkur, til dæmis fjöl eða ann- að álíka. Spelkun er nauðsyn- leg ef flytja þarf barnið ein- hverja vegalengd. Ef barn fót- brotnar á skíðum er ágætt að nota skíðin sem spelkur. Ef ekkert er við höndina á að binda saman fæturna. Allt hnjask er mjög sársaukafullt og því mikilvægt að búa um barnið þannig að það verði fyr- ir sem minnstu hnjaski á leið til læknis. Missir meðvitund, til dæmis eftir fail? Svar: Þá er nauðsynlegt að koma barninu til læknis eins fljótt og unnt er. Ef flytja þarf barnið einhverja vegalengd til læknis er rétt að láta það liggja í læstri hliðarlegu. Þá liggur barnið á hliðinni með annan fótinn beinan en hinn boginn. Gott er að fylgjast með púlsi og öndun á leiðinni og skrifa niður til að afhenda lækninum þegar til hans er komið. (Þá er talið hversu oft púls slær á mínútu og hversu oft er andað á mínútu.) Kvartar um eymsli í kviði eftir fall? Svar: Slíkt krefst samstund- is læknisskoöunar vegna hættu á innvortis blæðingu. Innri blæðingar, svo sem frá milta eða lifur, geta verið mjög lúmskar og byrja oft sem smávægilegur verkur sem síð- an eykst. Kvartar um stirðleika og sársauka í hálsi eftirfall eða högg? Svar: Þá þarf barnið að komast strax til læknis. Gott er aö vefja handklæði um hálsinn og halda honum stööugum með því. Handklæðinu skal vefja undir kjálkabörð og niður á brjóst. Það er mikilvægt að hálsinn sé vafinn (þeirri stöðu sem hann er í jafnvel þó hann sé skakkur. Utan um hand- klæðið á síðan að hnýta teygjubindi svo handklæðið haldist stöðugt meðan á flutn- ingi stendur. Sker sig? Hvernig er hægt að vita hvenær er nauðsyn- legt að sauma skrurð? Svar: Ef um er að ræða skurð á höfði þarf í flestum til- fellum að sauma hann. Strangt tiltekið þarf að sauma flest þau sár sem gapa, eink- um ef þau eru stór og ekki er hægt að plástra þau. Það fer einnig eftir því hvar sárið er hvort þarf að sauma. Sem dæmi má nefna að eins og hálfs sentímetra skurð á höfði þarf að sauma en svipaðan skurð á fingri handarbaksmeg- in er hægt að plástra saman og vefja utan um. Slík sár er ekki nauðsynlegt að sauma. Snýr sig um ökkla? Svar: Setja þrýstingsum- búðir á sem allra fyrst. Halda síðan fætinum í hálegu með þvi að setja eitthvað undir hann en með því minnkar blæöing og bólgumyndun. Vikan þakkar Gunnari Þór Jónssyni greinargóð svör og vonar að þau komi lesendum að gagni. VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: SvARTA RANNAIN Hraðrétta veitingastaður í hjarta borgarinnar , O Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 16480 /slenskir sjéverréttir kjöt- og focistciréttir p>izzur og ex/oressokoffi S 13340 Það er margt Kveðja frá gómsœtt í pottunum ^Meitingahus'ó^ hjá okhur Laugarásvegi 1 Simi 31620 REYKJAVIKURVEGI 64 - HAFNARFIRÐI • SIMI 652620 • HEIMASIMI 52030 Höfum opnað nýja fatahreinsun með öllum nýjustu og bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Hreinsum allan venjulegan fatnað. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, sængur, kodda, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. S 676330 HVERAFOLD 1-3 GRAFARVOGI * HOFU DLAUSNIR HÁRSNYRTISTOFA 14. TBL. 1991 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.