Vikan


Vikan - 11.07.1991, Side 27

Vikan - 11.07.1991, Side 27
Hvernig tekst þér að halda áætlun sem fyrirsæta á toppnum? Það er mjög einfalt. Þegar ég er ekki í myndatöku fyrir Helenu Rubinstein eða eitt- hvert glanstímarit lifi ég eins eðlilegu lífi og ég get. Ég byrj- aði að sitja fyrir þegar ég var 19 ára og síðan hef ég gert allt sem ég hef getað til að halda innra jafnvægi, jafnvel í enn meira mæli þegar ég ferðast milli Parísar, New York og Flórída. Hvaða kosti meturðu mest í fari karlmanna? Alla! En til að mér finnist karlmaður aðlaðandi þarf hann að vera sterkur, hrein- skilinn, heiðarlegur, greindur og samtímis með góða kímni- gáfu! Þar að auki þarf hann að vera mikill persónuleiki og mjög þróttmikill! En í fari konu? Mér finnst vinátta milli kvenna skipta miklu máli. Þetta byggist á samkennd. Við getum sagt hvor annarri hvað sem er og fíflast mikið saman. Það er mjög örvandi. Þar að auki kann ég vel að meta opin- skáar konur sem ganga hreint til verks. Hverjir eru bestu eigin- leikar þínir? Ég er að eðlisfari örlát og mannblendin, algerlega hrein- skilin líka. Fólk sem ég um- gengst getur treyst mér. Ég held að ég sé einföld, vanda- málalaus manneskja með fág- aðan lífsstíl. Hvað um vinnuna? Góður andi er nauðsynleg- ur. Ef hann vantar verða myndirnar kaldar og óper- sónulegar. Þess vegna reyni ég, á minn hátt, að skapa gott andrúmsloft meðan á mynda- tökum stendur með þvi að vera mjög fagmannleg, alltaf á réttum tíma, laus við alla duttl- unga og vakandi fyrir Ijós- myndaranum og því sem hann vill ná fram. Hefurðu einhverja galla? Stundum heldur fólk að ég sé harðskeytt vegna þess að ég er mjög afdráttarlaus. Ef hegðun einhvers kemur mér í uppnám forðast ég að hafa samskipti við hann og afneita honum umsvifalaust. Ég er ## Til þess að mér finnist karlmaður aðlaðandi þarf hann að vera sterkur, hreinskilinn, heiðarlegur, greindur og samtímis með góða kímnigófu. Þar að auki þarf hann að vera mikill persónuleiki og mjög þróttmikill... líka feimin og sumt fólk túlkar það þannig að ég sé snobbuð. Hvaða konur dáirðu mest? Katherine Hepburn vegna þess að hún er sterk. Juliu Ro- berts í Pretty Woman vegna þess að hún er glaðlynd, já- kvæð og mjög kvenleg. Mari- lyn Monroe fyrir nautnalega og viðkvæma kosti hennar. Övu Gardner fyrir leyndardómsfulla fegurð hennar. Hvað hefði þig langað að leggja fyrir þig fyrir utan fyrirsætustörfin? Ég hef alltaf haft áhuga á fegurð. En til að byrja með langaði mig til að skapa liti, framleiðslulínur, og hanna snyrtivörur sem samsvara sér vel. Að vísu hef ég aldrei feng- ist við neitt af þessu en þetta hefur vakið áhuga minn á öllu sem varðar snyrtiv örur. Áttu þér eitthvert tóm- stundagaman? Mér finnst gaman að mála litlar, vinalegar myndir; her- bergismyndir, húsgögn sem mér þykir vænt um, vasa, blóm. Allt sem vekur upp hlý- lega heimilistilfinningu fyllir mig innblæstri. Mér finnst gaman að versla en ekki bara til að kaupa föt. Hvar sem ég er heimsæki ég forn- gripaverslanir og fer á flóamarkaði. Sem betur fer finnst mér líka gam- an að ferð- ast og gráum eða bláum, víðri, vel sniðinni skyrtu, vatteruðum jakka eða reiðjakka en þó sér- staklega peysum úr kasmírull sem ég dái mjög og safna í öll- um hugsanlegum litum. Kvöld- fatnaðurinn er allt öðruvísi. Smekkur minn fyrir frábærum en látlausum munaði fer alveg meö mig! Ég læt sauma á mig föt í Frakklandi og Flórída. Ég hreinlega dýrka föt sem um- faðma líkama minn og líta út eins og önnur húð. Þetta eru föt sem hafa aðlagast mér en þar að auki nýt ég þess að klæðast einhverju sem er al- veg einstakt. Hvernig bókmenntir höfða mest til þín? Ég er sólgin í söguleg verk en mér finnst líka gaman að lesa Truman Capote og Tenn- essee Williams, auk þess sem ég fæ mikið út úr metsölubók- um sem ég get skemmt mér við. Hvar gætirðu helst hugs- að þér að eiga heima? Fyrst og fremst í Frakklandi, á Ítalíu vegna Rómar, írlandi vegna uppruna míns og í Jap- an vegna þess að það er svo skemmtilegt... Hvers konar ferðalög, jafnvel Maður hefur á tilfinningunni að erilsamt líf þitt ætti, þvert á móti, að gera þig tauga- trekkta og óskipulagða. Ég reyni framar öllu ööru að vera jákvæð, trú sjálfri mér og sterk gagnvart lífinu. Stundum finnst mér lífið vera óvægið svo að ég verð aö verja mig fyrir neikvæðum hlutum til að geta verið ánægð með sjálfa mig. Ég held að þrautseigjan, aö sjá hlutina í jákvæðu Ijósi en hafa samt tíma fyrir mitt innra sjálf, til dæmis með jóga- iðkunum, hafi haft úrslitaáhrif á jafnvægi mitt. Fegurð og góð heilsa hafa líka hjálpað mérað halda sjálfstraustinu og innri heiðríkju. □ stutt’ finnst þér skemmtilegust? Til aö byrja með finnst mér gaman að ferðast um sjálfa mig. Það er oft mjög spenn- andi og ævintýralegt. En án gríns, ég hefði gaman af að fara til Tíbet og Kina en þang- að hef ég ekki komið ennþá. Hvaðan kemur þessi heiðríkja sem geislar af þér? kynrv y ast menn- wjw' ingu hvers ' |ands- 'WT>Jr Hverju viltu helst klæðast? Einhverju einföldu að degin- um til; snjáðum gallabuxum,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.