Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 33

Vikan - 11.07.1991, Síða 33
KYNNGIMÖGNUÐ FRAMHALDSSAGA EFTIR MEISTARA SPENNUSAGNA - STEPHEN KING ÁÐUR BIRT: Johnny Smith reynir að hefja líf sitt að nýju eftir tæpra fimm ára dauðadá. Hann hefur vaknað úr dáinu með hæfi- leikann til að vita ýmislegt um fólk og atburði með því einu að snerta við- komandi. Eftir dauða móður hans sest hann að á heimili föður síns í smábæ í Maine-fylki. Skyggnigáfa hans er orðin umtöluð og til hans streyma bögglar og bréf frá fólki á öllum stigum vanlíðunar. Einn- ig leitar til hans blaðamaður frá tíma- riti sem vill fá hann til að skrifa sig fyrir spádómum sem aðrir semja út í loftið. Greg Stillson er borgarstjóri í lítilli borg í New Hampshire. Hann beitir fjárkúgunum og ógnunum til að fá sínu framgengt. Næsta skref hans er að bjóða sig fram á löggjafarþing Bandaríkjanna. Leiðir hans og Johnn- ys eiga eftir að liggja saman og það verður þeim báðum afdrifaríkt. ÁTTUNDI HLUTI 16. KAFLI * 1 * Snjórinn kom snemma þetta árið. Fimmtán sentí- metra lag var komið á jörðina sjöunda nóvember og Johnny var farinn að klæða sig í gömlu úlpuna sina fyrir ferðalagið í póstkassann. Tveimur vik- um fyrr hafði Dave Pelsen sent honum pakka með því námsefni sem hann myndi nota í janúar. Johnny var farinn að hlakka tii að byrja aftur að kenna. I dag var varla hægt að segja að Johnny haltr- aði og honum leið vel. Hann hafði ekki fengið höfuðverk í tvær vikur eða meira. Pósturinn hafði komið með Newsweek og lítið umslag stílað á John Smith, enginn sendandi skráður. Johnny opnaði það á leiðinni til baka, dró upp staka fréttablaðsíðu, sá orðin Inside Wewefst og snarstansaði áður en hann var hálfnaður að húsinu. Þetta var blaðsíða þrjú úr blaði síðustu viku. Búið var að slá hring um frétt neðst á síðunni. „MIÐILL“ í MAINE VIÐURKENNIR BLEKKINGU, sagði fyrirsögnin. Það var enginn skrifaður fyrir fréttinni. ÞAÐ HEFUR ÁVALLT VERIÐ Á STEFNUSKRÁ Inside View að segja lesendum í sem gleggstu máli frá þeim miðlum sem hin svokölluðu „lands- málablöð" láta eins og séu ekki til en um leið að fletta ofan af þeim þragðarefum sem staðið hafa í vegi fyrir viðurkenningu sannra miðla. Einn þessara bragðarefa viðurkenndi sín eigin bellibrögð fyrir heimildamanni Inside V/eivnýlega. Þessi svokallaði „miðill", John Smith frá Pownal í Maine, viðurkenndi fyrir heimildamanni okkar að „þetta væri aðeins bragð til að geta borgað sjúkrahúsreikningana. Ef það er bók í þessu gæti ég fengið nóg út úr henni til að borga upp það sem ég skulda og taka mér frí í tvö ár í þokkabót," sagði Smith glottandi. „Fólk trúir hverju sem er þessa dagana - hvers vegna ætti ég ekki að nota mér það?“ Það er Inside View að þakka að John Smith getur ekki notað sér auðtrúa fólk úr þessu. Og viö endurtökum standandi tilboð okkar að greiða hverjum þeim þúsund dollara sem getur sannað að landsþekktur miðill sé falsari. Þetta þer að skiljast sem aðvörun, bragðarefir! Johnny las greinina tvisvar meðan snjórinn féll af meiri þunga. Dræmt bros breiddi sig yfir andlit hans. Hin síárvökula pressa kærði sig ekki um að láta einhvern sveitalurg fleygja sér út, hugsaði hann. Hann setti síðuna aftur í umslagið og setti það í rassvasann. „Dees,“ sagði hann upphátt, „ég vona að þú sért enn blár og marinn." * 2 * Föður hans var ekki skemmt. „Þú ættir að fara í mál við þennan hóruson. Þetta eru ekkert annað en meiðyrði. Siðlaus níðskrif." „Öldungis sammála," sagði Johnny. Það var dimmt fyrir utan. Innkeyrslan var horfin undir skafl. „En það var enginn þriðji aðili til staðar og Dees veit það. Það eru hans orð gegn mínum." 14. TBL. 1991 VIKAN 33 ÞORDIS BACHMANN ÞÝDDI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.