Vikan


Vikan - 11.07.1991, Side 34

Vikan - 11.07.1991, Side 34
„Hann þorði ekki einu sinni að setja sitt eigið nafn undir þessa lygi,“ sagði Herb. „Sjáðu þetta ’heimildamaður’. Hvaða heimildamaður? Farðu fram á að hann nafngreini hann.“ „Það þýðir ekkert,” sagði Johnny glottandi. „Þá verður þessu umsvifalaust snúið upp í strið og sett á forsíðuna. Nei takk. Mér finnst þeir hafa gert mér greiða. Ekki langar mig að gera það að ævi- starfi að segja fólki hvar afi hafi falið verðbréfin eða hver vinni fjórða hlaupið í Scarborough. Eða þá lottótölurnar! Undanfarnar fjórar vikur hef ég fengið sextán bréf frá fólki sem vill að ég segi því hvaða tölur komi upp.“ „Ég sé ekki hvað það kemur þessari grein við.“ „Fólk lætur mig kannski í friði ef það heldur að ég villi á mér heimildir." „Ó,“ sagði Herb. Hann kveikti sér í pípu. „Þetta hefur alltaf verið þér til hálfgerðs ama, er það ekki?“ „Jú,“ sagði Johnny. „Við tölum ekki mikið um það, og það er léttir að því. Þetta virðist vera það eina sem aðrir vilja ræða.” Það hefði þó ekki trufl- að hann svo mikið ef fólk hefði viljað ræða um það. En hann tók eftir því úti í búð að stúlkan reyndi að taka við peningum hans án þess að snerta hendur hans og fælnisvipurinn í augum hennar var augljós. Vinir föður hans veifuðu til hans í stað þess að taka í hönd hans. Svo virtist sem á móti hverjum einum sem vildi ólmur láta snerta sig og segja sér til, væri annar sem liti á hann eins og holdsveikan. „Nei, við ræðum það ekki,“ samsinnti Herb. „En móðir þín var svo viss um að þér hefði verið gefið þetta...hvað-sem-það-er af einhverri ástæðu. Stundum hallast ég að því að hún hafi haft réttfyr- ir sér.“ Johnny yþpti öxlum. „Ég vil bara geta lifað eðli- legu lífi. Ég vil helst jarða þetta. Og ef þessi níð- skrif hjálpa mér til þess, þá er það bara betra.” „En þú getur það ennþá, er það ekki?“ spurði Herb. Hann horfði rannsakandi á son sinn. Johnny hugsaði til kvölds fyrir tæpri viku. Þeir höfðu farið út að borða, sem gerðist sjaldan í þeirri fjárþröng sem þeir voru í. Þeir höfðu farið á besta veitingahúsið á svæðinu, stað sem alltaf var fullur. Johnny hafði farið með frakka föður síns og sinn í fatahengið. Meðan hann var að leita að herðatrjám hafði hann komið við svartan frakka, sem gerði það að verkum að honum kólnaði af hryllingi og það rændi hann matarlystinni. Maður- inn sem átti þennan frakka var að missa vitið. Fram að þessu hafði hann ekki látið á neinu bera -jafnvel konu hans grunaði ekki neitt-en heims- mynd hans var smátt og smátt að dökkna af ofs- óknarkenndum ímyndunum. Að koma við þennan frakka hafði verið eins og að koma við iðandi snákakös. „Jú, ég get það ennþá,” sagði Johnny stuttlega. „Þó ég vildi óska þess að ég gæti það ekki.” „Meinarðu það í alvöru?” Johnny hugsaði um svarta frakkann. Hann hafði aðeins nartað í matinn sinn, svipast um í all- ar áttir, reynt að þekkja manninn úr hópnum en ekki getað það. „Já,“ sagði hann. „Ég meina það.“ „Það er þá best að gleyma því,“ sagði Herb og klappaði syni sínum á öxlina. * 3 * Og næsta mánuðinn eða svo virtist sem það myndi falla í gleymskunnar dá. Johnny ók norður til að sitja fund með nýjum kennurum skólans og fara með persónulega muni í íbúðina sem Dave Pelsen hafði fundið fyrir hann. Gamlir starfsfélagar hans sem enn voru að kenna við skólann heilsuðu upp á hann og óskuðu honum velfarnaðar. En hann gat ekki annað en tekið eftir því hve fáir tóku í hönd hans og honum fannst hann finna visst tómlæti frá þeim. A leiðinni heim fullvissaði hann sjálfan sig um að þetta væri ímyndun. Og ef ekki, nú jæja...jafnvel það var svolítið skondið. Ef þeir lásu Inside Weivþá vissu þeir að hann var svindlari og þá þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Persónulegu munirnir voru hættir að koma en í stað þeirra komu nú nafnlaus bréf og kort frá bál- reiðu fólki. „Þú ættir að brenna í VIÍITIII," var upphafið á einu dæmigerðu. Þau bárust fyrstu þrjár vikurnar eftir að sagan í Inside View birtist en svo hættu þau að koma eins og pakkarnir fyrrum. Dag einn seint í nóvember, þegar Johnny hafði komið að póstkassanum tómum þriðja daginn í röð, mundi hann að Andy Warhol hafði spáð því að sá dagur kæmi að allir í Ameríku yrðu frægir í fimmtán mín- útur. Það var greinilegt að hans fimmtán mínútur voru komnar og farnar og enginn var ánægðari með það en hann sjálfur. En þessu var nú reyndar ekki lokið enn. ■ Ef hann nú hitti þennan lögreglustjóra? Segjum að hann gæti rétt honum morðingjann á silfurfati? Það yrði endurtekning á blaða- mannafundinum á sjúkrahúsinu, hring- leikahús í æðra veldi. * 4 * „Er þetta John Smith?” spurði röddin I símann. „Já.“ Þetta var ekki rödd sem hann þekkti né heldur skakkt númer. Það var furðulegt því faðir hans hafði fengið leyninúmer fyrir um þremur mánuðum. Þetta var 17. desember og tréð þeirra var komið í hornið á stofunni. Það snjóaði fyrir utan. „Ég heiti George Bannerman, lögreglustjóri frá Castle Rock.“ Hann ræskti sig. „Ég er með ... ja, það má líklega segja að ég sé með tilboð þér til handa.” „Hvernig fékkstu þetta númer?" Bannerman ræskti sig aftur. „Sem lögreglustjóri hefði ég getað fengið það hjá símanum. En ég fékk það hjá vini þínum, lækni að nafni Weizak.” „Lét Sam Weizak þig hafa númerið mitt?” „Rétt er það.“ Johnny settist í símakrókinn og skildi hvorki upp né niður. Nafnið Bannerman sagði honum eitthvað. Hann hafði rekist á það í sunnudags- blaði nýlega. Hann var lögreglustjóri Castle- sýslu, sem var þó nokkuð fyrir vestan Pownal. „Lögreglumál?" endurtók hann. „Já, ætli það ekki. Mér datt í hug að við gætum hist og fengið okkur kaffi...” „Snertir þetta Sam?“ „Nei. Þetta snertir ekki Weizak á nokkurn hátt,“ sagði Bannerman. „Hann hringdi í mig og minntist á þig. Það var fyrir að minnsta kosti mánuði. I hreinskilni sagt hélt ég að hann væri klikkaður. En nú erum við orðnir alveg ráðþrota.” „Með hvað? Ég skil ekki hvað þú ert að fara, Bannerman.” „Það væri miklu betra ef við gætum hist í kaffi,“ sagði Bannerman. „Kannski í kvöld?” „Nei, því miður,” sagði Johnny. „Ég yrði að vita um hvað málið snýst.” Bannerman andvarpaði. „Þú lest líklega ekki blöðin,” sagði hann. En það var ekki rétt. Síðan hann fékk meðvit- und aftur hafði hann lesið blöðin af ástríðu, til að reyna að ná því upp sem hann hafði misst úr. Og hann hafði séð nafn Bannermans nýverið. Vegna þess að Bannerman stóð í ströngu. Hann varyfir- maður- Johnny hélt símanum frá eyranu og leit á hann með nýjum skilningi. Hann horfði á hann á sama hátt og maður myndi horfa á slöngu eftir að uppgötva að hún væri eitruð. „Er það vegna þessara kyrkinga?” Bannerman hikaði lengi. Svo sagði hann: „Gætum við rætt saman?" „Nei. Kemur ekki til mála.“ Hann var orðinn ævareiður. Reiður og eitthvað annað. Hann var hræddur. „Weizak læknir sagði...” „Hann átti ekkert með að segja neitt!" öskraði Johnny. Hann nötraði. „Vertu blessaður!” Hann skellti tólinu á og flýtti sér út úr símakróknum eins og það myndi hindra símann í að hringja aftur. Hann fann fyrir byrjandi höfuðverk við gagnaug- un. Hvers vegna hafði Sam gert honum þetta? Andskotinn hafi það, hvers vegna? En sá máttur sem Guð hefur gefið þér, Johnny. Já, svo sannarlega, Guð er alveg frábær. Hann kýldi mér gegnum framrúðuna á leigubíl og ég braut á mér fæturna og eyddi fimm árum eða svo í dauðadái og þrjár manneskjur létust. Stúlkan sem ég elskaði gifti sig. Hún átti soninn sem hefði átt að vera minn með lögmanni sem er að streða við að komast til Washington svo hann geti hjálp- að til við að láta stóru járnbrautina ganga. Standi ég I meira en tvo tíma í einu þá er eins og einhver hafi tekið langa flís og stungið henni beint upp fót- legginn upp að eistum. Heimurinn er sniðugur og þetta er fyrsta flokks Guð sem stjórnar honum. Hann hlýtur að hafa verið okkar megin í Víetnam- stríðinu því þannig hefur hann stjórnað alveg frá upphafi vega. Hann ætlar þér visst hlutskipti, Johnny. Að bjarga einhverri sveitalöggu úr vandræðum svo hún verði endurkjörin næsta ár? Ekki hlaupast á brott, Johnny. Ekki fela þig í helli. Johnny stóð á fætur og fór í þykka peysu. Fyrir utan var að hvessa. Hann fór út I skúr og sá andardrátt sinn frysta loftið framundan. Við hliðina á snyrtilegri eldiviðarhrúgunni var stafli af gömlum dagblöðum. Þegar hann fann rétta blaðið fór hann með það inn og settist við að lesa greinina upp á nýtt. Fyrir- sögnin var: LEITIN AÐ CASTLE ROCK MORÐ- INGJANUM HELDUR ENN ÁFRAM Fyrir fimm árum, samkvæmt greininni, hafði ungri konu að nafni Alma Frechette, verið nauðg- að og hún kyrkt á leiðinni frá vinnu. Árangur ná- kvæmrar rannsóknar á glæpnum hafði verið al- gert núll. Ári síðar hafði eldri kona, sem einnig var búið að nauðga og kyrkja, fundist í lítilli íbúð sinni á Carbine- götu í Castle Rock. Mánuði síðar hafði morðinginn ráðist aftur til atlögu; í það skipti hafði fórnarlambið verið ung og greind framhaldsskóla- stúlka. Enn öflugri rannsóknir áttu sér stað. Rann- sóknaraðstaða Alríkislögreglunnar hafði verið nýtt, en allt kom fyrir ekki. Tvö ár liðu. Morðinginn hafði ekki náðst en eng- in fleiri morð áttu sér stað heldur. Svo höfðu tveir litlir drengir fundið líkið af hinni sautján ára gömlu Caroi Dunbarger í janúar. Dánardómstjórinn sagði að hún hefði dáið tveimur mánuðum fyrr. Svo hafði enn eitt morð verið framið í byrjun nóvember. Fórnarlambið var vinsæll framhalds- skólakennari í Castle Rock, Etta Ringgold að nafni. Hún tilheyrði meþódistakirkjunni á staðnum, hafði almenna kennslugráðu og vann að mannúðarmálum I sjálfboðavinnu. Hún hafði dáð verk Roberts Browning og lík hennar hafði 34 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.