Vikan


Vikan - 11.07.1991, Side 36

Vikan - 11.07.1991, Side 36
„Ég sagði að sumt væri betur komið týnt en fundið. En það á ekki alltaf við. Þessi maður, hver sem hann er, hefur hrikalega brenglaðan per- sónuleika. Hann fyrirfer sér kannski. En geðhvarfasjúkt fólk á oft löng jafnlyndistímabil og fer svo aftur í sömu geðsveiflurnar. Hann gæti hafa fyrirfarið sér eftir að hann myrti kennarann í síðasta mánuði. En hafi hann ekki gert það, hvað þá? Hann gæti myrt aðra. Eða tvær. Eða fjórar eða..." „Hættu þessu.“ „Mér þykir fyrir því að hafa hringt til hans og að þetta skyldi koma þér svona úr jafnvægi. Ég hafði rangt fyrir mér. Guð veit að þú átt rétt á að lifa þínu lífi í friði og ró.“ Honum leið ekkert betur að heyra hugsanir sín- ar bergmálaöar. Þess í stað leið honum ömurlega og fannst hann sekari en nokkru sinni fyrr. „Þetta er allt í lagi, Sam,“ sagði hann. „Gott. Og ég bið þig enn og aftur innilega af- sökunar, John.“ Viltu hætta að segja þetta! Þeir kvöddust og Johnny lagði á. Hann óskaði þess að hann hefði alls ekki hringt. Hann reikaði yfir að glugganum og leit út í másandi myrkrið. Troðið inn í ræsi undir vegi eins og ruslapoka. Guð minn góður, hvað hann verkjaði í höfuðið. * 5 * Herb kom heim hálftíma síðar, leit á hvítt andlit Johnnys og sagði: „Höfuðverkur?“ „Já.“ „Slæmur?" „Ekki svo.“ „Horfum á fréttirnar," sagði Herb. „Gott að ég kom tímanlega heim. Það var fréttafólk frá NBC í Castle Rock í dag. Fréttakonan sem þér finnst svo falleg var þar. Cassie Mackin." Viðbragð Johnnys skaut honum skelk í bringu. Andartak virtist andlit Johnnys ekkert nema aug- un sem störðu á hann, full af nánast ómennskum sársauka. „Castle Rock? Annað morð?“ „Já. Þeir fundu litla stúlku á almenningnum í morgun. Sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt...Það er hræðilegt að sjá þig, drengur." „Hvað var hún gömul?" „Bara níu ára," sagði Herb. „Það ætti að hengja mann sem gerir svona upp á eistunum." „Níu ára,“ sagði Johnny og settist þunglama- lega. „Ertu viss um að það sé allt í lagi með þig? Þú ert hvítur eins og krít.“ „Ekkert mál. Kveiktu á fréttunum." Stuttu síðar var John Chancellor fyrir framan þá með kvöldskammtinn. Eftir það nýjasta frá rikis- stjórninni og alþjóðlega atburði sagði Chancellor: I vesturhluta Maine er fullur bær af hræddu og reiðu fólki í kvöld. Bærinn heitir Castle Rock og undanfarin fimm ár hafa verið framin þar fimm við- bjóðsleg morð - fimm konum á aldrinum sjötíu og eins til fjórtán ára hefur verið nauðgað og þær kyrktar. í dag átti sjötta morðið sér stað í Castle Rock og fórnarlambið var níu ára stúlka. Cather- ine Mackin er í Castle Rock.“ Og þarna var hún með fyrsta síðdegissnjóinn á kápuöxlunum og Ijósu hárinu. Hún ræddi um að órói bæjarbúa vegna nóvembermorðingjans hefði breyst í skelfingu þegar lík Mary Kate Hendrasen fannst stutt frá hljómsveitarpallinum þar sem fyrsta fórnarlamb morðingjans, Alma Frechette, fannst. Nú var almenningurinn sýndur, eyðilegur og dauður í fallandi snjónum. Næst kom skólamynd af Mary Kate, brosandi hvatvísu brosi gegnum þykkar spangir. Hár hennar var fínt og næstum hvítt. Kjóll hennarvar skærblár. Trúlega sparikjóll- inn hennar, hugsaði Johnny. Mamma hennar hef- ur sett hana í sparikjólinn áður en skólamyndin var tekin. Fréttakonan hélt áfram en Johnny var kominn í símann að hringja á borgarskrifstofur Castle Rock. „Lögreglustjóraembættið í Castle-sýslu.“ „Má ég tala við Bannerman lögreglustjóra." „Hvert er nafnið?“ „John Smith, frá Pownal." Johnny leit upp á sjónvarpið og sá Bannerman eins og hann hafði verið síðdegis, í þykkri úlpu og virtist líða illa undir spurningum fréttakonunnar. Hann var herðabreiður maður með dökkt liðað hár. „Smith? Ertu þarna?“ „Já, hér er ég.“ Hann kyngdi. „Ég er búinn að skipta um skoðun." „Góður drengur! Ég er fjári feginn að frétta það.“ „Það er þó ekkert vist að ég geti hjálpað þér.“ „Ég veit það. En...vogun vinnur, vogun tapar.“ Bannerman ræskti sig. „Ég yrði rekinn úr bænum ef þeir vissu að ég væri svo djúpt sokkinn að vera farinn að leita til miðils." Vofa af glotti leið yfir andlit Johnnys. Og þarað auki miðils sem búið er að koma óorði á. Þeir ákváðu að hittast klukkan átta í Bridgton, hálfa leið milli Castle Rock og Pownal. Herb fylgd- ist náið með honum þegar hann lagði frá sér símann. Fyrir aftan hann var fréttatímanum að Ijúka. „Hringdi hann í þig fyrr í dag?“ „Já. Sam Weizak sagði honum að ég gæti kannski aðstoðað hann.“ „Heldurðu að þú getir það?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Johnny, „en höfuð- verkurinn er að skána." * 6 * John sá lögreglubílinn fyrir utan veitingastaðinn á aðalgötunni í Bridgton. Hann lagði fyrir aftan hann og fór inn. Bannerman sat við borð með kaffibolla og chili- baunaskál fyrir framan sig. Sjónvarpið hafði villt á honum heimildir. Hann var ekki stór maður; hann var risavaxinn. Johnny gekktil hans og kynnti sig. Bannerman stóð upp og tók í hönd hans. Fyrsta hugsun hans, þegar hann leit á fölt, toginleitt and- lit Johnnys og hvernig grannur líkami hans virtist fljóta innan í bláa sjóliðajakkanum, var: Þessi maður er veikur - kannski á hann ekki langt eftir ólifað. Aðeins augu Johnnys virtust búa yfir raun- verulegu lífi - þau voru beinskeytt og hvassblá og horfðu staðfastlega í augu Bannermans með skarpri, heiðarlegri forvitni. Þegar hendur þeirra mættust fann Bannerman til furðulegrar tilfinning- ar, sem hann síðar lýsti sem þurrausun. Það var ekki ósvipað og að fá stuð úr nöktum rafmagnsvír. Svo var hún liðin hjá. „Gott að þú gast komið," sagði Bannerman. „Hvað fékk þig til að skipta um skoðun?“ „Það voru fréttirnar. Litla stúlkan. Ertu viss um að það hafi verið sami maðurinn?" „Það var sami maðurinn. Sama aðferð. Og sams konar sæði.“ Hann fylgdist með andliti Johnnys. Þegar þjón- ustustúlkan hafði tekið við pöntun þeirra sagði hann: „Læknirinn sagði að þú fengir stundum hugboð þegar þú snertir hluti, um hver hefði átt þá og þannig." Johnny brosti. „Nú,“ sagði hann, „ég heilsaði þér með handabandi og ég veit að þú átt írskan veiðihund sem heitir Rusty. Og ég veit að hann er gamall og að verða blindur og þér finnst tími til kominn að láta svæfa hann en þú veist ekki hvernig þú átt að fara að því að útskýra það fyrir dóttur þinni.“ Bannerman starði á Johnny með opinn munninn. „Hjálpi mér,“ sagði hann. „Náðirðu þessu? Núna áðan?“ Johnny kinkaði kolli. Bannerman hristi höfuðið og muldraði, „Eitt er að heyra af einhverju svona og annað að...þreytir þetta þig ekki?“ Johnny leit á Bannerman, undrandi. Þetta var spurning sem enginn hafði spurt áður. „Jú. Jú, það gerir það.“ „En þú vissir þetta. Fjandinn fjarri mér.“ „En sjáðu til, lögreglustjóri." „George. Kallaðu mig George." „Allt í lagi, ég er Johnny. Það sem ég ekki veit um þig, George, væri efni í um það bil fimm bækur. Ég veit að þú átt dóttur og að hún heitir nafni sem svipar til Cathy. Ég veit ekki hvað þú gerðir í síðustu viku eða hvaða bjór þú drekkur eða hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt.“ 36 VIKAN 14.TBL.1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.