Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 37

Vikan - 11.07.1991, Síða 37
„Dóttir mín heitir Katrina,“ sagöi Bannerman lágt. „Hún er líka níu ára. Hún var í bekk meö Mary Kate.“ „Ég er að reyna aö segja að...vitneskjan er stundum fremur takmörkuð. Vegna dauða svæðisins." „Dauða svæðisins?" „Ég næ aldrei götum né heimilisföngum," sagði Johnny. „Tölur eru erfiðar en þær koma stundum." Gengilbeinan kom aftur með chilibaun- ir og te handa Johnny. Þeir voru þögulir um hríð. Johnny borðaði baunirnar og Bannerman horfði á hann af forvitni. Fyrir utan æsti vindurinn sig upp þar til virtist hrikta í stoðum litla hússins sem þeir sátu í. „Þetta á víst að vera svona í alla nótt," sagði Bannerman. „Ekki segja mér að veturnir séu að mildast." „Ertu með eitthvað?" sþurði Johnny. „Eitthvað sem hann átti, sá sem þú ert að leita að?“ „Hugsanlega," sagði Bannerman og hristi svo höfuðið. „En það er veigal ítið.“ „Segðu mér það.“ Bannerman útskýrði mál sitt. Skólinn og skóla- bókasafnið voru sitt hvorum megin við almenning- inn. Nemendur voru ávallt sendir yfir þegar þá vantaði bók vegna verkefnis eða ritgerðar. Landið lækkaði lauslega nálægt miðju garðsins. Vestan megin við hallann var hljómsveitarpallur bæjarins. I hallanum sjálfum voru tuttugu bekkir sem fólk sat á meðan á hljómleikum stóð og á fótboltaleikj- um á haustin. „Við höldum að hann hafi sest niður og beðið eftir að einhver krakki kæmi. Hann hefði ekki sést frá garðjaðrinum." „En heldurðu að hann hafi beðið á einum þess- ara bekkja?" Bannerman hélt það. Þeir höfðu fundið tólf síg- arettustubba við endann á einum bekkjanna og fjóra í viðbót fyrir aftan sjálfan hljómsveitarþallinn, ásamt tómum sígarettupakka. Því miður var það Marlboroþakki - önnur eða þriðja mest selda sígarettutegund landsins. Búið var að leita fingra- fara á sellófaninu utan á pakkanum með engum árangri. „Svo ef morðinginn og sá sem reykti þær var einn og sami maðurinn..." sagði Johnny hugs- andi. Bannerman yþpti öxlum. „Það er tæknilegur möguleiki að svo hafi ekki verið. En ég hef reynt að gera mér í hugarlund hver annar myndi vilja ■ „Þið náið mér aldrei af því ég er of sleipur fyrir ykkur.“ Hlátursgusa slapp upp úr honum, sjálfsörugg, hæðandi. „Ég fer í hann í hvert einasta sinn og ef þær klóra ... eða bíta... ná þær engu taki á mér... af því að ég er svo SLEIPUR!“ sitja á bekk í almenningsgarði á köldum vetrar- morgni nægilega lengi til að reykja tólf eða sextán sígarettur og finn ekkert svar við því." Johnny saup á teinu sínu. „Sáu hin börnin sem fóru yfir garðinn ekkert?'1 „Ekkert,“ sagði Bannerman. „Ég er búinn að tala við öll börnin sem fóru á bókasafnið í morgun.“ „Það er stórfurðulegt. Finnst þér það ekki?“ „Mér finnst það óhugnanlegt. Hann situr þarna og er að bíða eftir krakka - telpu sem er ein á ferð. Hann heyrir til þeirra þegar þau nálgast. Og felur sig á bak við hijómsveitarþallinn í hvert ein- asta sinn...“ „Fótspor," sagði Johnny. „Ekki í morgun. Það var enginn snjór á jörðu í morgun, bara frost. Svo þetta ógeð sem ætti að skera undan, hann er þarna í felum á bak við hljómsveitarpallinn. Klukkan 8:50 koma Peter Harrington og Melissa Loggins. Þá hefur skólinn verið opinn í um það bil tuttugu mínútur. Þegar þau eru farin fer hann aftur á bekkinn sinn. Klukk- an 9:15 laumar hann sér bak við þallinn aftur. ( þetta sinn eru það tvær litlar stúlkur, Susan Fla- herty og Katrina Bannerman.'1 Johnny skellti tekrúsinni á borðið. „Fór dóttir þín yfir í morgun? Jesús rninn!" Andlit Bannermans var myrkt af reiði. Og hann er hræddur, sá Johnny. Ekki hræddur um meiri blaðaskrif um hve heimskar löggurnar í Maine væru, heldur hræddur vegna þess, að ef dóttir hans hefði farið ein á bókasafnið í morgun - „Dóttir mín,“ samsinnti Bannerman. „Ég held að hún hafi verið í innan við tólf metra fjarlægð frá þessu ... þessari skepnu. Veistu hvað það gerir mér?“ „Ég get getið mér þess til," sagði Johnny. „Nei, það held ég ekki að þú getir. Mér finnst ég hafa næstum stigið inn í tómt lyftugat. Að ég hafi hafnað sveppunum við kvöldverðinn og einhver annar dáið af sveppaeitrun. Mér finnst ég vera óhreinn. Mér finnst ég vera saurugur. Það er lík- lega líka skýringin á því hvers vegna ég loksins hringdi til þín. Ég myndi gera hvað sem væri núna til að ná náunganum. Hvað sem væri." Johnny lauk við teið sitt. Hann langaði ekki lengur í baunirnar. STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21.mars-19. apríl Haltu þig við gefnar áætlanir. Skipulagsgáfa þín kemur að góðum notum eftir 16. júlí en þú þarft að huga að hagnýti hugmynda þinna. Eftir 20. júlí fara málin svolítið að snúast og þú ættir að búa þig undir meiri alvöru í lífinu. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Eftir miðjan júlímánuð fer alvara lífsins að blasa við og þú þarft að rýna í ýmis smá- atriði. Réttlætiskennd þín gæti komið þér í hörkurifrildi um 19. júlí. Þú enduruppgötvar góðan hæfileika sem þú hefur í raun- inni haft árum saman. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júnf Frestaðu nýjum aðgerð- um og gakktu í staðinn frá óklár- uðum málum. Satt að segja eru stjörnurnar þér ekki hagstæðar frá 11. til 14. júlí. Láttu þvi hverj- um degi nægja sína þjáningu. Eftir 22. júlí fer að verða mun bjartara fram undan. KRABBINN "ÍTJF’ 22. júní - 22. júlí ® Sambönd, fundir, snatt og annað í þeim dúr einkennir seinni helming júlímánaðar. Þú verður því að skipuleggja allt sem þú gerir niður í minnstu smáatriði og slaka á þegar þú getur. Eftir 20. júli fer að rofa til en aðeins um stundarsakir. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Fjármálin þarfnast at- hugunar um miðjan mánuðinn þegar þú ferð að skipuleggja eitthvað nýtt. Þú ert í góðu formi fyrir skemmtanir en farðu var- lega í fjárútlát. Það kemur að því síðar að þú þarft að nota það sem þú aflar um þessar mundir. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú fyllist nýrri orku 16. júlí. Reyndu þó að halda eld- móði þínum í skefjum því að nú er tími til að vinna á bak við tjöldin og leggja grunninn að uppskeru erfiðis þíns. Eftir 20. júlí verður erfitt að velja og hafna freistandi tilboðum. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þegar líður á mánuðinn þarftu svolítinn tíma út af fyrir þig vegna breyttra aðstæðna. Ýmsar plánetur, sem hafa áhrif á tólfta hús þitt, benda til þess að þú þurfir að skipuleggja þig betur til að ná settu marki. Það hefst með jafnvæginu. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Rólegir dagar fara í hönd. Þótt þú stefnir hátt kemur lítið út úr því í bili. Sýndu samt hvað í þér býr og sýndu lipurð. Það kemur þér til góða seinna. Seinni hluti júlí einkennist svo af þægilegum samverustundum í góðra vina hópi. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Fram að 16. júlí róastu niður til að horfast i augu við raunveruleikann. Athyglin bein- ist að hagstæðum atvinnutæki- færum og þú færð þitt í gegn ef þú sýnir lipurð. Tíminn frá 17. - 20. júlí verður ekki eins við- burðaríkur og þú ætlast til. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Andleg lægð fram að 16. júlí gerir það að verkum að þú átt erfitt með að koma sjón- armiðum þínum á framfæri og því gæti fólk orðið þér ósam- mála. Þig skortir athygli annarra en eftir 17. júlí tekurðu þig á og býrð þig undir betri tíma. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Sannfæringarkraftur þinn er með besta móti um þessar mundir svo að fólk er móttækilegt fyrir hugmyndum þínum og gæti jafnvel reynst þér hjálplegt. Eignamál þín taka þó óvissa stefnu um miðjan mánuð en þú ferð með sigur af hólmi í vissu máli. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Nú er tími til að blanda geði við fólk. Þú þarft meira á því að halda en þig grunar. Þú ferð að sjá fyrir endann á lang- tímamarkmiði sem þú hefur bundið miklar vonir við. Gæfan virðist leika við þig eftir 16. júlí og þú ert með pálmann í hönd- unum. 14. TBL. 1991 VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.