Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 44

Vikan - 11.07.1991, Síða 44
taldi hann sig ná þessum sér- staka stíl með því að hafa ein- staklega gott samband við myndefnið, hvort sem þaö voru dauðir hlutir eða lifandi; samband sem enginn annar náði. Mapplethorpe starfaði við Ijósmyndun alveg fram til dauöadags en hann lést úr al- næmi i mars 1989, þá 42 ára gamall. Það má segja að næmi Mapplethorpes á samspil Ijóss og skugga komi skýrt fram í öllum verkum hans, hvort sem um er að ræða ávexti, mannslíkamann eða blóm. I myndum hans er mannslíkam- inn oft fullkominn; manni verð- ur ósjálfrátt hugsað til grískrar höggmyndalistar. Ljósmyndir hans einkennast af fáguðum formum og persónulegri myndbyggingu. Það reyndist Mapplethorpe eðlilegt og jafn- vel óhjákvæmilegt að takast á við viðfangsefni sem þóttu - og þykja enn - tabú. Sem dæmi um myndefni í þessa átt eru karlmenn að kyssast og naktir menn í faðmlögum. í myndunum má finna miklar andstæður. Hann lýsir sam- félagi kynhverfra oft á spaugi- legan og opinskáan hátt þar sem fegurð og Ijótleiki virðast eiga vel saman. Flestar mynda hans bera með sér þokka sem erfitt er að lýsa og vekja þær hinar ólíklegustu til- finningar. Verk Mapplethorpes hafa verið sýnd víða um heim og hvarvetna hlotið mikla at- hygli. Myndir eftir hann má víða finna á listasöfnum, svo sem í Þýskalandi, Ástralíu, Englandi og Bandaríkjunum. \ 44 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.