Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 45

Vikan - 11.07.1991, Page 45
Áhrif í húsum JÓNA RÚNA KVARAN SVARAR LÓU, 19 ÁRA Kæra Jóna Rúna! Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á aö byrja þetta bréf en ætla samt að reyna að segja þér frá því sem veldur mér hugarangri. Málið er að ég er nýtrúlofuð og fór að búa fyrir nokkrum mánuðum. Kærastinn minn er sjómaður og ég því heilu vik- urnar ein heima. Við leigjum litla kjallaraíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Mér finnst eins og ég finni eitthvað sem ég get ekki fyllilega skýrt svo vel fari. Ég verð oft óróleg og vil helst komast eitt- hvað út. Þegar við erum bæði heima finn ég þetta ekki eins mikið sem betur fer. Við höfum verið saman í þrjú ár og mjög sjald- an rifist. Núna er engu líkara en við séum miklu oftar ósammála og rífumst oft heiftarlega nánast út af engu. Mér finnst þetta mjög skrýtið og er næstum viss um að það er eitthvað hérna í íbúð- inni sem ýtir undir þessa erfiðleika hjá okkur. Peningamálin eru í lagi eða hér um bil. Við elsk- um hvort annað. Við erum á margan hátt mjög lík og viljum bæði lifa friðsömu lífi. Ég man eftir því að þegar við fluttum hingað sagði frænka mín, sem býr ofar í götunni, að það hefðu fáir tollað hér í húsinu, flestir flutt innan árs. Eins sagði hún að það væri altalað að fólk sliti oftast sambúð, að því er virtist, þegar það flytti í einmitt þessa íbúð sem við leigjum. Hún er mjög kunnug fólkinu sem á húsið og kemur oft bæði til okkar og svo þeirra á efri hæðinni. Kæra Jóna Rúna, hvað getur valdið þessu? Ég vildi óska að þú gætir svarað þessu og veit að ef þú getur það ekki þá getur það enginn. Ef þú finn- ur hvernig ég er þætti mér mjög vænt um að heyra umsögn þina um manngerð mína og kannski eitthvað fleira sem í mér kann að búa en ég sé ekki sjálf. Mér finnst ég ekki vera á neinn hátt sérstök, því miður. Hafðu kærar þakkir fyrir bæði allar uppbyggilegu greinarnar í Vikunni og eins hvað þú ert hreinskilin og ráðagóð. Með fyrirfram þökkum og von um svar. Lóa Kæra Lóa! Innilegar þakkir fyrir bréfið. Eins og þú sérð varð ég að stytta það töluvert vegna möguleika á að þú kynnir að þekkjast. Ég minni þig eins og aðra á að svör mín byggjast á innsæi mínu, reynslu- þekkingu og hyggjuviti en engri faglegri þekk- ingu. Við veltum okkur upp úr þessum þáttum til- verunnar sem trufla sálarró þína hvað mest þessa dagana og reynum að leita mögulegra skýringa. Mundu að íhuga vel svör mín áður en þú notfærir þér nokkurt þeirra. Ekkert gleypa hrátt. EINVERA HENTAR EKKI ÖLLUM Við íhugum til að byrja með einveruna sem slíka. Það er ágætt vegna þess að okkur gengur mjög misvel að lifa sjálf okkur af í einveru. Það þarf yfirleitt töluverðan sálarstyrk og innra öryggi til að vera einn. Sumum okkar fellur miður að vera ein á nóttunum og finnst eins og við getum ekki lifað þann þart sólarhringsins af nema í sam- félagi við einhvern. Myrkur getur aukið ótta sumra við einsemd. I sjálfu sér er kannski enginn grundvallarmunur á örðugleikum við að vera einn yfirleitt ef við á annað borð eigum í erfiðleikum með einveru. Hitt er svo annað mál að ef við eigum nóg hugðarefni og gerum hugann upptekinn fremur en einbeita okkur að einverunni, þá eru mun minni líkur á ótta og óöryggi af völdum einveru þó tilhneigingin sé til staðar. Ef þú finnur mikinn óróleika gríþa þig þegar þú ert ein heima er vitan- lega rétt hjá þér að drífa þig eitthvað út og jafnvel gista hjá ættingjum eða vinum, ef þig langar ekki heim í einveruna. Verra er að láta óöryggið, sem óttinn við einveruna veldur, þróast heldur en að gera eitthvað í málunum. Við verðum fyrst að sjá hvar skórinn krepþir, fremur en að þvinga okkur til að vera í aðstæðum sem eru okkur ofraun sál- arlega eins og þessar virðast þér stundum. Það þarf ekki að vera nein sérstök dulræn skýring á óróleika þeim sem grípur þig heima, jafnvel þótt þú teljir þig finna eitthvað. Það er mjög auðvelt að tengja slíkan ótta við óöryggi almennt sem fær svo ímyndunaraflið í gang og þá magnast sá ótti sem var fyrir. Hitt er svo vitanlega til í dæminu að þú sért næm á áhrif sem geta tengst því dulda í tilverunni og orðið óörugg af. Flest sem við höfum ekki fulla stjórn á og þekkjum ekki getur gert okkur óttaslegin. NÁIN VIÐKYNNING GETUR LEITT ÝMISLEGT í UÓS Þú segir að þið séuð tiltölulega nýbyrjuð að búa saman og fátt hafi truflað samvistir ykkar fram að þeim tíma að búskapur hófst. ( sjálfu sér er ekk- ert dularfullt við það þó þið rífist af og til og séuð ósammála. Eins og þú bendir á eru tilefnin aftur á móti kannski ekki á trjánum í kringum ykkur eins og virðist í sumum samböndum. Peningamál í lagi, þið nokkuð lík og fleira jákvætt. Ég vil þó benda á, áður en við íhugum dulrænu möguleikana, að það er ekkert smámál að deila sjálfum sér með annarri manneskju allan sólar- hringinn. Við förum náttúrlega úr sparifötunum í þannig nánd og þá geta komið undan þeim hin og þessi fötin sem í eru klædd hegðunarvanda- mál ýmiss konar. Föt sem alls ekki sjást svo auð- veldlega þess á milli og allra síst við takmarkaðri viðkynningu. Það er margsannað mál að jafnvel besta fólk hefur tilhneigingu til að breytast á umtalsverðan hátt þegar það hefur sambúð. Þess vegna er ein- mitt mjög gott að prófa sig áfram í þannig sambúð, þó ekki væri nema til að kynnast hvort öðru ögn betur áður en að til dæmis hjónabandi kemur. Eins og oftar en ekki kemur í Ijós getur verið erfitt að deila áhyggjum sem tengjast pen- ingamálum og atvinnuörðugleikum eins og flestir finna fyrir, sérílagi á yngri árum. Þér finnst mál þau sem þið rífist út af greinilega mjög léttvæg og vonandi er þar ekki nein sjálfsaf- neitun á ferðinni. Þess vegna er hentugt að gaumgæfa einmitt það sem þú talar um, það er hvort einhver þau skilyrði séu í húsinu sem fram- kallað geti möguleika á hinum ýmsu vandræðum, ef þið verðið sjálf til að koma þeim af stað með einhvers konar neikvæðni. HUGSANAGERVI í HÚSUM Hugurinn er lifandi tæki sem stýrir öllum okkar hugsunum. Þessu tæki þarf að stjórna vegna þess að það getur ekki valið og hafnað góðum eða slæmum hugsunum. Við getum fyllt þetta tæki af jákvæðum hugsunum og þær hafa eins og neikvæðar hugsanir ákveðin áhrif. Hugsunum okkar fylgja sem sagt ákveðin áhrif og þær eru lif- andi andlegur kraftur sem er flestum nema dul- rænum ósýnilegur. Margir finna þessi misjöfnu áhrif hugsana. Okkur getur hreinlega liðið vel eða illa eftir því hvernig við skynjum þessi áhrif, þar sem við erum eða komum. Þessi kraftur hugsananna tekur á sig andlegar myndir, reyndar það sem kalla mætti hugsana- gen/i. Það safnast síðan saman þar sem hugsun- in varð til og myndar nokkurs konar andleg ský sem sjáanleg geta verið þeim sem eru skyggnir. Ef við íhugum þetta með rökum er ekki ósenni- legt að í húsum, sem eru við aldur, séu marg- breytileg hugsanagervi fyrir hendi þegar íbúar þeirra yfirgefa þau. Þeir sem flytja síðan í við- komandi hús geta á einhvern hátt fundið fyrir þessum lifandi hugsanagervum. Sumir finna óróleika grípa sig og vilja helst ekki vera í viðkomandi húsi mínútu lengur en þeir þurfa. Aðrir tala um að þeim líði svo undur vel í viðkomandi húsi en skilja bara ekki af hverju. Við sem erum ofurnæm og skyggn í þokkabót vitum vel að það er engin ímyndun þegar fólk finnur þennan augljósa mismun. JÁKVÆÐ ÁHRIF Það er til dæmis ekki tilviljun að flestir finna til friðar og innri kyrrðar þegar þeir koma í kirkjur. I þeim er venjulegast það besta að gerast í hugum kirkjugesta. Þeir eru jákvæðir og finna vellíðan streyma um sig. Bænahald er umtalsverður þátt- ur í kirkjuhaldi og þess vegna er ekkert skrýtið að okkur geti liðið vel í þeim. Bænir eru góðar hugs- anir og við finnum afleiðingar þannig hugsana streyma á móti okkur þegar inn er komið. Þeir sem eru mjög næmir á hugsanagervi og koma í kirkju geta jafnvel fundið á áhrifunum, sem streyma á móti þeim, hvort nýlega hefur ver- ið jarðsungið í kirkjunni eða eitthvað annað veriö 14. TBL. 1991 VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.