Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 46

Vikan - 11.07.1991, Síða 46
Áhrif í húsum gert. í kirkjum er líka töluvert sungiö og spilað á hljóöfæri. Tónlistin þar er oftast upplyftandi og á annan hátt göfgandi. Óhætt er að fullyrða að tón- list hefur áhrif bæði til þæginda og óþæginda á okkur sem á hana hlýðum. Hún myndar líka ósýnilega orku í andrúmslofti þeirra húsa sem hún er leikin í og það virkar að sjálfsögðu misvel á okkur. NEIKVÆÐ ÁHRIF Einmitt þessi viðhorf geta skýrt til dæmis af hverju fólk, sem kemur í fangelsi eða dýflissur, telur sig verða fyrir mjög óþægilegum áhrifum og vill helst komast út sem fyrst. Þeir sem gista í þannig vistarverum eru kannski sumir hverjir fullir af biturð og óánægju af hinum ýmsu ástæðum. Auðvitað hafa slíkar hugsanir áhrif á andrúms- loftið og eru alls ekki til uppörvunar andlega, fremur hið gagnstæða. Á þessum vangaveltum sérðu að það sem frænka þín bendir á, þegar hún segir að í þessari íbúð hafi verið mikið um skilnaði og flutninga, er kannski ekki neins konar tilviljun. Það má auðveldlega leiða getur að því að and- rúmsloft hússins segi nokkuð til um fyrrverandi íbúa þess, þó furðulegt sé að upplýsa svona nokkuð. Vitanlega hafa safnast í íbúðina, þar sem þið leigið, áhrif þeirra hugsana sem íbúun- um voru eðlilegar og myndað þessi andlegu hugsanagervi sem ég kallaði áðan ský. Þau eru óvirk nema við sköpum skilyrði fyrir að þau virki. Ef þið svo eruð á einhvern hátt pirruð eða nei- kvæð falla slikar hugsanir eins og flís við rass að tilteknum hugsanagervum, þau magnast og áhrif þeirra fá endurkast, mögulega í ykkur og pirring- urinn getur aukist. Með þessum getgátum er ekki verið að segja að þessi skilyrði myndist sjálf- krafa, svo langt því frá. VÍXLVERKUN OG TILFÆRSLA ANDLEGRA ÁHRIFA Málið er bara að engu er líkara en ef þessi áhrif eru mögnuð og kraftmikil í íbúðinni að rifrildi, sem þið eigið frumkvæðið að, geti mögulega magnast vegna þessara skýja eins og um ein- hvers konar víxlverkun á orku sé að ræða. Þessu er erfitt að lýsa fullkomlega nema meö þessum fátæklegu orðum. Skilyrðin eru sem sagt hag- stæð alveg eins og ef við erum á skóm með nælonsólum og göngum í hálku. Þá eru meiri líkur á að við dettum en ef sólarnir væru grófari. Af fallinu geta svo hlotist einhvers konar af- leiðingar sem geta reynst misgóðar. Ég er nokkuð viss um það líka að oftar en ekki verðið þið undrandi á eftir á hvað rifrildið, sem var kannski út af smáatviki, gat orðið óþægilegt og jafnvel neikvætt. Auðvitað má svo leiða ákveðnar getur að því, ef þannig ástand ríkir oft á milli para, að sundrung myndist og af hljótist við- skilnaður eins og frænka þín benti á að hefði gerst undarlega oft einmitt í þessari íbúð. Einhvern tíma heyrði ég um íbúð sem fólk flutt- ist úr æ ofan í æ. Það undarlega var að ef ein- hver úr fjölskyldunni átti eða hafði átt við áfengis- vandamál að stríða varð sá hinn sami eins og umskiptingur við að flytja í þessa íbúð. Áfengis- neysla jókst að mun eða byrjaði sem vandamál aftur eftir langt hlé áður. A þessari uppljóstrun sést að það getur verið orsakasamband á milli heðgunar og breytni fyrrverandi íbúa og þeirra sem koma í vistarveru seinna - ef grannt er skoðað og reiknað með áhrifum sem ekki eru beint skýranleg nema í tengslum við það yfir- skilvitlega. HVERNIG ER HÆGT AÐ VINNA Á HUGSANAGERVUM? Það er sem betur fer mögulegt að vinna á þess- um hugsanagervum með til þess gerðum að- gerðum. Það ætti að vera nokkuð forvitnilegt fyrir okkur sem viljum láta okkur líða vel í þeirri íbúð sem við þrífumst í. Jafnvel þó við þurfum að beita til þess aðgerðum sem eru ( eðli sínu óhefð- bundnar en hafa samt sem áður sannað gildi sitt margoft og geta sem betur fer engan skaðað. Við þessar aðstæður, elskuleg, sem þú virðist í er náttúrlega númer eitt að temja sér sem já- kvæðastan hugsanagang. Gott er að biðjast fyrir reglulega og óska eftir guðlegri vernd fyrir sjálfan sig. Kertaljós og tónlist virka líka mjög vel við að- stæður sem þessar. Það er ekki tilviljun að öldum saman hefur kertaljós sett svip sinn á guðsþjón- ustur. Kerti eru og hafa verið taiin verndandi og geta með logum sínum auðveldlega ýtt frá þeim öflum sem eru ekki í Ijósinu og þar af leiðandi þola ekki loga þá sem af kertaljósi myndast. Þannig má ætla að einhvers konar jákvæð vörn myndist þar sem logar á kerti. Tónlist, sem er nokkuð takt- mikil eins og popptónlist er gjarna, getur verið hentug til notkunar og þá til að eyða þessum hugsanagervum. Hún getur nefnilega haft eyð- andi áhrif á þessi svokölluðu hugsanagervi og því afar hentugt, ef grunur er um að slík gervi sitji í húsum, að spila af og til þannig tónlist til að eyða þessum gervum eins og áður sagði. Hins ber þó að gæta að kærleiksríkar hugsanir eru þau vopn sem endanlega eru sterkust í öllum þeim tilvikum sem grunur leikur á að neikvæðni af hvaða toga sem er sitji í húsum. Elskulegar jákvæðar hugsanir, sem í eðli sínu eru kristileg- ar, eru vopn þeirra sem vilja veg sinn sem bestan á vegi þess guðlega. Öruggt er að þannig hugar- þel virkar mjög vel á hvers kyns neikvæðni, þó vissulega verði að viðurkennast að það vinnur oftast á löngum tíma. Það er nefnilega hægur vandi að tortíma hvers kyns hlutum á tiltölulega stuttum tíma. Aftur á móti er venjulega mun flóknara og fyrirhafnar- meira að byggja upp það góða og gegna í okkur sjálfum og aðstæðum okkar. Það má segja að húsbygging geti tekið mörg ár en niðurrif þess með til þess gerðum hlutum tekur örskot. MANNGERÐ OG MÖGULEIKAR Ef við að lokum íhugum, eins og þig langar til, manngerð þína og hugsanlega möguleika er kannski rétt að byrja á skaphöfninni eins og oft- ast áður. Þú virðist frekar jafnlynd og sennilega sein til reiði. Sennilegt er þó að það geti verið lífs- reynsla út af fyrir sig að lenda í þér ef reiði þín fær líf. Þú virðist sterkur og stöðuglyndur ein- staklingur, ert ekki hringlandi til og frá í skoðun- um og ákvörðunum. Þú gætir verið erfið ef þér sárnar við fólk og finnst það ganga yfir þig á einhvern hátt. Við þannig skilyrði er sennilegt að þú bregðist við með oddi og egg. Þú virðist stolt, metnaðarfull og forvitin um flest það sem viðkemur því dulda í til- verunni, án þess þó að tapa góðu jarðsambandi. Tilfinningalíf þitt gæti verið svolítið fjötrað, kannski vegna of mikillar stjórnunar sterks per- sónuleika í æsku. Þar má sennilega losa um fjötra og farg einhvers konar. Yfirsýn virðist þú hafa góða og sérlega ef upp koma mál sem krefjast yfirlegu og raunsæis, sem þú virðist eiga nokkuð af. Hæfileikar þínir virðast liggja mjög í höndum þínum og gætu við réttar aðstæður og frekari skoðun reynst listrænir og skapandi. Það verða sýnilega kaflaskil hjá þér um þrítugt og sennilegt að á þeim tímamótum breytist afstaða þín svo um munar til sjálfrar þín og annarra og þá til góðs. Allt sem fellur að vímuefnum einhvers konar gæti reynst þér fjötur um fót ef þú létir glepjast af slíkum fáránleika. Mikil tryggð virðist einkenna tengsl þín við þá sem þú dregst að og vafalaust ertu líka þægileg heim að sækja. Mjög grófir ein- staklingar með neikvæða nærveru geta trúlega komið þér í uppnám og því um að gera að losa um tengsl við þannig fólk, jafnvel þó um ættingja sé að ræða í einhverju tilviki. Þú ert sennilega bókhneigð og dregst frekar að því sem fella mætti undir lífsreynslusögur ein- hvers konar, þó hæpið sé að fullyrða slíkt. Þú gætir verið með of lágt sjálfsmat og þess vegna sótt ráð til annarra, jafnvel í tilvikum þar sem þín eigin skynsemi gæti verið þér happadrýgri en önnur og kannski ófullkomnari. Seinni partur ævinnar gæti litast af lengri eða skemmri dvöl erlendis. Þér er, að því er virðist, nauðsynlegt að hafa markmið með öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Það ætti að gera þér kleift að fylgja sem flestum hlutum eftir, þeim sem þú trúir að séu raunhæfir og líklegir til ríkulegs árangurs fyrir hamingju þína. (myndunaraflið getur í einstaka tilvikum hlaup- ið með þig í gönur, trúlega sérstaklega þegar þú ert að kljást við aðstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á. Sl íkt gerist náttúrlega hjá öllum af og til. Að lokum má benda þér á að þú ert sennilega nokkuð fúl rétt eftir að þú losar svefn á morgn- ana. Best væri sennilega fyrir þá sem kunna að verða á vegi þínum við þannig aðstæður að tala sem minnst við þig, ef þeir eiga ekki að fá gæsa- húð vegna luntans sem getur gripið þig svona rétt í morgunsárið, elskuleg. Hvað um það, þú ert greinilega áhugaverður einstaklingur með tölu- verðan persónulegan metnað. Þú mættir samt að skaðlausu efla sjálfstraustið, til dæmis með lestri sjálfsstyrkjandi bóka af ýmsum toga. Eða eins og skemmtilega sveitastelpan sagði einu sinni sem oftar í góðra vina hópi: „Elskurn- ar mínar, það er ekkert mál að vera til síðan ég hætti að hafa flétturnar að staðaldri. Málið var nefnilega að þessi fastheldni á fortíðina og íhaidssemi á það sem ég þekkti var mér fjötur um fót. Núna er ég með hárið flaksandi niður með herðunum og sé hvað það getur verið ósköp gott að breyta ögn til. Enda er alveg Ijóst að það er ekkert að ótt- ast ne:na óttann sjálfan. Ég geri í dag það sem ég gat ekki í gær vegna þess að það gerði mig óörugga og óttaslegna. Leyndar- málið á bak við breytinguna á mér er aukið sjálfstraust. Það fékk ég við að efla þekkingu mína á kostum mínum og göllum. Eg sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa lesið um tima sjálfsstyrkjandi bækur eftir þroskaða höfunda og góða sáifræðinga og hana nú.“ Guö gefi þér aukiö innra öryggi og vissu um aö vandamá! eru fá en lexíur, sem viö eigum að læra af og þroskast í gegnum, eru margar og sí- breytilegar í lifinu. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt aö fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. 46 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.