Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 48

Vikan - 11.07.1991, Page 48
TVÖ AÐSEND BRÉF FRÁ HJÁKONUM NEISTIVARD AÐ BÁLI w w w w -AÞVIBALIEREG NÚ AD BRENNA UPP... Að undanförnu hafa birst í Vikunni greinar um framhjáhald. Reynt hefur verið að koma á framfæri flestum hliðum fram- hjáhalds ásamt viðhorfum þeirra sem hlut eiga að máli. ít- rekað hefur verið lýst eftir reynslu karlmanna í þessum efn- um en þeir ekki látið í sér heyra. Enn einu sinni eru þeir hvattir til þess. Margar konur hafa aftur á móti haft samband við blaðið, ýmist til að þakka tímabæra umfjöllun um mikið vandamál eða til að segja frá eigin reynslu af framhjáhaldi. Vikunni hefur borist nokkur fjöldi bréfa frá lesendum og ákveðið var að birta tvö þeirra nú. Þessum tveimur bréfum fylgdu full nöfn sendenda svo hægt var að hafa samband við bréfritara og kanna frekar frásagnir þeirra. í báðum til- fellum er um að ræða ógiftar konur sem halda við kvænta menn. Báðir eru bréfritarar konur á besta aldri, huggulegar og koma vel fyrir. Fjárhagslega hefur þeim vegnað vel í líf- inu og báðar eru í góðum störfum. Þær sögðu samböndin vera mjög dýru verði keypt og önnur þeirra hefur oft velt fyrir sér að binda enda á líf sitt. Ástæður þess að þær skrif- uðu eftirfarandi bréf sögðu þær vera viðbrögð við fyrstu greinum Vikunnar um framhjáhald. Einnig töldu þær mikils virði að opnuð væri umræða um þessi mál öðrum til varnað- ar og lærdóms. Þess skal getið að reynt var að fá þann karlmann sem um er rætt í fyrra bréfinu til að skýra frá sinni hlið en hann neitaði þeirri bón staðfastlega. Það hefði verið mikils virði að fá hans hlið á málinu því að samband hans við eiginkonuna virðist allsérstætt þar sem henni hefur lengi verið kunnugt um framhjáhald manns síns. Viðhaldið og eiginkonan hafa einnig rætt saman um manninn eins og fram kemur í bréfinu og verður það einnig að teljast óvenju- legt. Eg er ein af þeim. Ein af þeim ógæfusömu kon- um sem sitja fastar í neti vonlausrar ástar. Ást í meinum á skáldlegu máli. Hjákona, frilla, hjónadjöfull í munni flestra. Maöurinn, sem ég elska, er bundinn annarri konu meö pappírum, eignum, af gömlum vana og eflaust væntumþykju eöa kannski ást. Hann segir mér aö hann elski enga nema mig og þyki vænna um mig en nokkurn annan. Samt kvelur hann mig, hann lýgur aö mér og svíkur mig. Hann lofar og hann svíkur. Ég segi honum að hann megi ekki fara svo illa með manneskju sem honum þyki vænt um en hann virðist ekki skilja það. Skilur ekki hvað hann er aö gera mér illt. Þó ég sé honum mjög reið vil ég ekki trúa því enn að hann sé slíkt illmenni að hann sé vísvitandi að leggja lif mitt í rúst. Enginn hefur verið mér eins góður. Enginn hefur verið mér eins vondur. En nú er sá tími kom- inn að ég hef misst alla von um að hann verði minn. Eftir þriggja ára samband trúi ég því ekki lengur, jafnvel þó hann segi það. Þess vegna ætla ég að reyna að skrifa mig frá þessu niðurlægjandi ömur- lega ástandi. Ég hlýt að eiga rétt á betra lífi. Ég er á besta aldri og lífið ætti að brosa við mér. Ég hef alvarlega íhugað að taka mitt eigið líf, ég á það sjálf og svona vil ég ekki lifa. Ég hef beðið til Guðs um hjálp en ekki fengið svo nú tala ég til þín sem ég elska: Ég hef margoft beðið þig að binda enda á þetta ógæfusama þríhyrnda ástand. Ég hef sjálf reynt það en ekki getað. Það ert þú sem verður aö gera það. Það eru mörg ár síðan við kynntumst fyrst. Árin liðu og við drógumst sífellt meir og meir hvort að öðru. Við vorum bæði lífsglöð og kát og þá var lífið grin og gaman. Auðvitaö vissi ég að þú varst giftur og mér datt ekki í hug að ég myndi nokkurn tíma taka upp á þeim ósóma að vera með giftum manni. Allt laumuspil hefur alltaf verið víðs fjarri eðli mínu. En það myndaðist milli okkar lítill neisti og svo fór sem fór. Neistinn varð að báli. Á því báli er ég nú að brenna upp. I upphafi sagðirðu mér að hjónaband þitt væri svo sem ekkert hjónaband, það væri ástlaust og óhamingjusamt. Gamla klisjan sem allir karlar nota þegar þeir fara að halda framhjá. Ég trúði þér. Orðin svo ástfangin af þér, blind og heyrnarlaus. ( næstum ár var þetta mjög spennandi sam- band. Að laumast til að hittast í skjóli nætur. Tala saman í síma þegar það var mögulegt og stelast í bæinn og gista á hótelum. Fyrir mér var þetta strax full alvara, þú varst sá sem ég hafði beðið eftir allt mitt Iff. Eitthvað svipað sagðir þú og varst mjög sannfærandi. Ég, sem áður hafði hlegið að ástinni og fullyrt að hún væri bara della, var orðin altekin af þessum tilfinningum sem höfðu mig gjörsamlega á valdi sínu. Ég réð engan veginn við þetta afl sem stjórnaði mér. Svo komst konan þín að þessu. Ég varð því fegin. Þú sagðist líka vera feginn því nú yrði tekið á málinu. Konan fór frá þér. Við hittumst oftar, ým- ist heima hjá þér eða mér. Þú lést mig halda að þú værir að skilja við konuna. En svo fórstu að þjást af samviskubiti. Þér fannst þú vera vondur maður að hrekja frá þér kon- una sem hafði „fórnað“ sínum bestu árum og staðið við hlið þér í blíðu og stríðu. Ég fann hvað var að gerast. Samt sagðistu alltaf elska mig, það hefði ekki breyst. 48 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.