Vikan


Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 50

Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 50
BITUR REYNSLA HJÁKONU Jafnvel ekki mínum versta óvini myndi ég óska slíkrar reynsíu Eg er 35 ára gömul og hef í fjögur ár verið við- hald gifts manns. Mig langar til að segja sögu mína öörum til varnaðar og lærdóms. Jafnvel ekki mínum versta óvini myndi ég óska slíkrar reynslu. Því þessi reynsla er hörð og hún er dýr- keypt. Maður borgar fyrir hana með þeim eina gjaldmiðli sem fyrir hendi er, sjálfri sér. Þessi fjögur ár hafa sett sitt mark á mig, sjálfstraustið er horfið og mér finnst ég nánast einskis virði. Við kynntumst á vinnustað og urðum strax mjög ástfangin. Þó reyndum við að berjast gegn tilfinningum okkar. Það gekk í hálft ár en þá gáfumst við upp og fórum að vera saman. Ég hafði þá verið gift í tíu ár. Hjónabandið var ekki gott og höfðum við hjónin oft rætt um skilnað en ekki látið til skarar skríða. Ég hafði aldrei haldið framhjá manninum mín- um og gat ekki hugsað mér að gera það, jafnvel þótt ég elsk- aði hann ekki. Þegar við Sig- urður, en svo ætla ég að nefna elskhuga minn, ræddum þessi mál kom í Ijós að hjónaband hans var síst betra en mitt. Við ákváðum því aðskiljaviðmaka okkar og eyöa framtíðinni saman. Þannig hélt ég að minnsta kosti að það ætti að verða. Þar hafði ég rangt fyrir mér. Skilnaði fylgja alltaf erfið- leikar, jafnvel þó hjónabandið hafi ekki verið hamingjusamt. Þegar ég hugsa til baka veit ég ekki hvort ég hefði komist í gegnum þá erfiðleika sem skilnaði mínum fylgdu hefði Sigurðar ekki notið við. Hann studdi mig með ráöum og dáð og var alltaf til staðar fyrir mig þyrfti ég á honum að halda. Ég var of upptekin af mínum mál- um þá til að gefa því gaum að hann var ekkert á leið að skilja viðeiginkonusína. Þegar allt var um garð geng- ið hjá mér og ég var tilbúin aö hefja nýtt líf með honum sagði hann mér að hann teldi sig verða að reyna að „lappa upp á“ hjónabandið. Kona sín ætti það inni hjá sér. Fljótlega varð mér Ijóst hver mín staða yrði í lífi hans. Hann hringdi í mig á hverjum degi, stundum oft á dag. Hann vildi vita allt um hvað ég hafði fyrir stafni, hverja ég hitti og um hvað ég væri að hugsa. Svona er þetta enn þann dag í dag. Oft hringir hann og segist ekki mega vera að því að tala við mig en muni hringja aftur eftir ákveðinn tíma. Og ég bíð, jafnvel þó ég þurfi að gera eitthvað annað bíð ég og get ekki annað. Mér finnst ég verða að vera til stað- ar fyrirhann. Ég hitti hann ekki oft, svona að meðaltali einu sinni til tvisv- ar í mánuði. Þær stundir eru mér heilagar og fyrir þær lifi ég. Þá vinnum við upp þann tíma sem við höfum verið aðskilin og njótum þess að vera saman. Þaðeinasemskyggirá þessar samverustundir er kvíðinn fyrir því að senn yfirgefi hann mig enn einu sinni og að ég fái ekki að sjá hann aftur fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Þeg- ar hann fer græt ég því ég sakna hans svo mikið og þarfn- ast þess svo mjög að hafa hann hjá mér. Ég hef margoft reynt að slfta mig lausa en það hefur aldrei tekist. Ég elska þennan mann heitar en ég hef nokkru sinni elskað fyrr. Hérna áður fyrr hélt ég að ekki væri hægt að elska ein- hvern sem stöðugt niðurlægir mann eins og hann gerir. En það hefur sýnt sig að slíkt er ekki erfitt þótt mörgum kunni að finnast það ótrúlegt. Oft spyr ég sjálfa mig að því hvers konar kona ég sé fyrst ég lendi í þessari aðstöðu. Svarið, sem ég gef sjálfri mér, er að ég sé kona sem hægt er að Ijúga stöðugt að, kona sem einungis sé hægt að njóta og vera sam- vistum við í felum, kona sem einfaldlega er ekki nógu mikils virði. Þrátt fyrir þetta veit ég aö hann elskar mig og að hann þarfnast mín. Hjá mér fær hann eitthvað sem hann fær hvergi annars staðar. Ég er hluti af lífi hans, jafnmikilvægur hluti og konan hans og börnin. Enda vill hann ekki sleppa mér og beitir öllum brögðum til að halda mér. Honum tekst það því þótt ég vilji losna út úr þessu sambandi get ég það ekki. Sá grunur hefur fylgt mér lengi að ég eigi aldrei eftir að losna við þennan mann, hvar sem ég verö og hvert sem ég fer. Stundum hefur hvarflað að mér að hringja í konuna hans og segja henni frá þessu en ég veit að ég get það ekki. Ég gæti aldrei sært hana svo mikið. Annars er ég þess fullviss að ef hún vildi vita um framferði i •'annsins síns gæti hún það. Hún lokar augunum og sér bara það sem hún vill sjá. Svona hefur líf mitt gengið í þessi fjögur ár frá því að sam- band okkar Sigurðar hófst. Hér sit ég ein og bíð eftir að hann komi til mín og gæti þess að vera til staðar þegar hann kemur. Ég fer aldrei neitt út að skemmta mér og hef engan áhuga á öðrum karlmönnum en honum. Vinir mínir og ætt- ingjar skilja ekkert hvað amar að mér, hvers vegna ég sem var svo hress og kát hangi allt- af alein heima. Engum hef ég sagt neitt um samband okkar nema tveimur vinkonum mín- um sem eru í sams konar sam- böndum og ég. Við leitum huggunar og styrks hver hjá annarri. Það er mjög mikið um fram- hjáhald hérna á Islandi og mun meira en fólk rennir grun í. Kannski væri réttast að konur í minni aðstöðu tækju sig saman og stofnuðu samtök sem hefðu að meginmarkmiði að styðja hver aðra. Annars veit ég svo sem ekkert hvað er til ráða. Ekki hef ég getað slitið mig lausa úr þessu vonlausa sambandi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og sé ekki fram á að mér takist það. Það er eins og ég sé heltekin af sjúkdómi sem enginn getur læknað nema ég sjálf. Samt stend ég ráðþrota og veit ekkert hvað ég á til bragðs að taka. Ég vona að þessi skrif mín gagnist einhverri annarri konu sem stendur í svipuðum spor- um og ég. Ég vona að hún geti slitið sig lausa þó að ég geti það ekki. Ekki enn alla vega en innst inni blundar sú þrá að mér takist það og að á næsta ári verði ég ekki ein og að þær sterku tilfinningar sem ég ber f hjarta mínu fái útrás og að þeirra verði notið. Auðvitað vona ég að Sigurður skilji og komi til mín en innst í hjarta mér er ég hrædd um að svo verði aldrei. Ég held samt í vonina og fyrir hana lifi ég.“ □ ■ Við kynntumst á vinnustað og urðum strax mjög ástfangin ■ Þegar við ræddum þessi mál kom i Ijós að hjónaband hans var sist betra en mitt. Við ákváðum því að skilja við maka okkar og eyða framtíðinni saman. ■ Þegar allt var um garð gengið hjá mér og ég var tilbúin að hefja nýtt líf með honum sagði hann mér að hann teldi sig verða að reyna að lappa upp á hjónabandið. ■ Ég hef margoft reynt að slíta mig lausa en það hefur aldrei tekist. 50 VIKAN 14. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.