Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 54

Vikan - 11.07.1991, Page 54
C3srasíMkn7 Pétur Valgeirsson segir f máli og myndum frá ferð sinni á tind Kalapatar í Nepal Reynsla mín af ferðalög- um og ferðamennsku hefur kennt mér að því meira sem ég ferðast þeim mun meiri verður ferðaþráin og löngunin til að kynnast framandi og ólíkri menningu og staðháttum. Það má segja að fimm mánaða ferðalag um Afríku hafi kveikt í mér bál og lagt grunninn að áframhald- andi ævintýra- og ferða- mennsku um heim allan. HANDTEKINN Á FLUG- VELLINUM í DELHÍ Þegar frá Afríku kom dvaldi ég heima í um það bil tvo mánuði við skipulagningu og greinaskrif. Síðan var flogið til Amsterdam og lest tekin það- an til hinnar rómantísku París- ar. Þar dvöldum við unnusta mín í vellystingum um tíma þangað til ég hélt einn míns liðs til Delhí á Indlandi. Þar átti ég að skipta um vél og fljúga beint til Katmandu, höfuðborg- ar Nepal. Ég hafði þar af leið- andi ekki vegabréfsáritun fyrir Indland og var handtekinn á flugvellinum i Delhí þess vegna. Ilia gekk að útskýra fyr- ir flugvallarlögreglunni að í þetta skipti ætlaði ég ekki inn í Indland heldur beint til Katm- andu en enskukunnátta ind- verskra embættismanni virtist hvergi nærri nógu góð. Þeir ætluðu að senda mig aftur til Parísar en eftir að mér tókst að finna Indverja sem talaði sæmilega ensku tókst mér að koma þeim í skilning um að ég ætlaði beint til Katmandu. Þá var settur lögreglumaður í að gæta mín meðan beðið var í fimmtíu og átta stundir eftir að ég kæmist í flug með flugfélagi Nepals til Katmandu. ÞRIÐJA FÁTÆKASTA ÞJÓÐ VERALDAR ( Nepal býr þriðja fátækasta þjóð veraldar og Katmandu er heldur hrörleg borg og frekar ódýr. Eftir fimm daga dvöl þar var ég orðinn allþreyttur á óþolandi dirfsku götusölu- manna sem reyndu að selja ferðamönnum allt frá eiturlyfj- um til leiðsögumanna. Á gisti-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.