Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 58

Vikan - 11.07.1991, Page 58
NÝTT TYGGIGÚMMÍ C-VÍTAMÍNI Þaö er löngu orðin þekkt staöreynd aö C-vítamín er eitt af þeim efnum sem eru líkamanum nauðsyn- leg. Meginhlutverk þess er aö taka þátt f myndun ýmissa efna innan frumanna, þar á meðal collagens, eins af þátt- um bandvefs sem finnst á flestum stöðum í líkamanum, í beinum, sinum, húö, æöum og vöðvum svo einhverjir séu nefndir. Alþjóða heilbrigöisstofnanir mæla meö því að fullorðnir fái aö minnsta kosti 60 mg af C- vítamfni daglega. Innbyrði þeir meira en líkaminn hefur þörf fyrir skilst það út með þvagi. Áhrif C-vítamfns á nær alla starfsemi líkamans hafa verið rannsökuð og má nefna nokkra þætti: Skortur á C-vítamíni getur haft víðtæk áhrif á ónæmis- kerfið, sérstaklega þann hluta þess sem fæst við smitsjúk- dóma. Næg C-vítamíninntaka minnkar Ifkurnar á að fá kvef, styttir þann tíma sem fólk hef- ur þann krankleika ef það á annað borð hefur fengið hann og minnkar einkenni hans verulega. Rannsóknarniðurstöður hafa sýnt að þörf reykingafólks fyrir þetta ákveðna vítamín er mun meira en annarra því það hefur töluvert minna af C-víta- míni í blóðvökva og einnig minna af hvítum blóðkornum en þeir sem ekki reykja. Hlut- verk hvítu blóðkornanna er meðal annars að vinna gegn smitsjúkdómum. Járn er einnig nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi líkam- ans. Það er meðal annars staðsett í rauðu blóðkornun- um og tekur þar þátt í að binda súrefni við þau. Flestir ná ekki að vinna nægjanlegt magn járns úr fæðunni. Vísinda- menn halda því fram að sé C- vítamíni bætt í fæðuna aukist upptaka líkamans á járni tífalt. C-vítamín gegnir sömuleið- is mikilvægu hlutverki í með- ferð sjúklinga eftir aðgerðir. Það á að minnka líkurnar á að fólk fái blóðtappa og er einnig mikilvægt í krabbameinsmeð- ferð. C-vítamín er vanalega tekið inn sem töflur og eru þær ann- aðhvort gleyptar eða tuggðar eða það er drukkið í saft. Öll þessi meðalaform eru bragð- bætt með einhvers konar sykurefnum til að vega upp á móti sýrueiginleikum C-víta- mínsins sem er sýruafbrigði O cn co o ji co C' 2 eins og erlenda heitið ber með sér, „Ascorbic sýra“. En eins og alkunna er auka sykurefni verulega hættuna á tann- skemmdum. VANDI LEYSTUR MEÐ TYGGIGÚMMÍI Með því að koma C-vítamíni fyrir í tyggigúmmii .vinnst margt. Tyggigúmmí er vinsælt meðal fólks og það tekur ekki nema um fimm mínútur að tyggja 90 prósent af vítamín- inu úr því og segir bragðið til um hvernær það er búið. Þegar vítamínið kemur í munninn lækkar sýrustigið þar nokkuð, sem er slæmt fyrir tennurnar, en við tygginguna myndast mikið munnvatn sem kemur sýrustiginu í samt lag á skammri stundu. Vítamínið er því oröið sýrulega hlutlaust þegar það kemur í magann og er það mikill kostur fyrir þá sem þjást af of háum magasýr- um, jafnvel magabólgum eða sári. Samkvæmt rannsóknum hefur einnig komið í Ijós að C- vítamínið í tyggjóinu nær mun fyrr og betur til frumanna en það sem er fengið með til dæmis tuggutöflum. Aðrir kostir eru að með tyggigúmmíinu getur fólk tekið vítamínið sitt á ánægjulegan hátt, ekkert þarf aö drekka með því og engra afsakana er þörf, hvorki fyrir börn né full- orðna, að vera með tyggi- gúmmí. Þarna er komin góð lausn fyrir foreldra að gefa börnum sínum vítamín og þeir sem eru mikið fyrir sælgæti slá tvær flugur í einu höggi. Þaö er því full ástæða fyrir fólk að prófa nýja C-vítamín tyggigúmmíið. NEPAL Frh. af bls. 57 tepptir vegna mikillar snjó- komu og ekki um annað aö ræða en að gleyma sér með nepalska hernum í söng og spilamennsku. Að morgni næsta dags glampaði sólin á heiðskírum himni og voru menn því fegnir að geta haldið á tind Kalapatar. Gangan upp sóttist seint sökum hæðarveiki en við komumst þó á tindinn eftir rúmlega tíu tíma erfiða göngu. Var þá sem allt erfiðið væri margfalt launað því allt um kring blöstu við okkur tindar, snjóþungir og töfrandi í hrikaleika sínum. Hæst bar tind hinnar heilögu móður sem skartaði sínu ægifegursta í þunnu en tæru háfjallaloftinu. Þarna vorum við félagarnir staddir í sex þúsund og tvö hundruð metra hæð, eitt þús- und og fjögur hundruð metrum ofar Everest Base búðunum. Að loknum nepölskum gleði- söng okkar til lotningar hæsta tindi veraldar, Everest, var haldið niður enda farið að rökkva. Sólin gekk niður fyrir tind- ana og algjört myrkur skall skyndilega á. Vlð hinkruðum í skamma stund meðan fullt tungl gekk upp í stað sólar. Um miðnætti náðum við til „Vfir skýja kofans“ og var ánægjulegt að sjá glaðleg andlit hermannanna eftir fjór- tán tíma erfiða göngu. Hvildin var kærkominn en við sólar- upprás næsta morgun kvödd- um við hermennina og héldum niður í Tengboche. Það er siður fjallamanna að kasta kveðju á serbana. Nam- aste þýðir komdu heill, vinur. Því er svarað með breiðu brosi sem yljar manni um hjartaræt- ur. Á fertugasta og fyrsta degi yfirgáfum við Namche Bazar í annað sinn og var stefnan tek- in á Lukla. Það tók okkur viku að komast til Lukla en þaðan ætluðum við að fljúga yfir Him- alaja til Katmandu. Lukla er í brattri fjallshlíð og malarflug- völlurinn þar í bæ er í brattara og styttra lagi. Þegar vélar koma inn til lendingar verða þær að steypa sér niður á völl- inn á töluverðum hraða og láta brattann þar draga úr ferðinni þangað til komið er á móts við flöt í fjallshlíðinni. Þá verður flugmaðurinn að snarbeygja vélinni af bröttum vellinum inn á flötina. Ljúft var að komast í bað og hrein föt í Katmandu eftir svo langa útiveru. 58 VIKAN 14. TBL1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.