Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 64

Vikan - 11.07.1991, Síða 64
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER EVMPSKU KVIKMYNMR Að undanförnu höfum viö aðallega fjallað um ameríska kvikmynda- framleiðslu. Hvernig væri nú að forvitnast svolítið um evr- ópska kvikmyndagerð: Sænski leikstjórinn Lasse Hallström gerði hér um árið hjartnæma mynd sem bar titil- inn Mit Liv som Hund. Svíinn hefur nú gert nýja mynd sem heitir Once Around og er með úrvals leikaraliði eins og Richard Dreyfuss (Moon over Parador), Holly Hunter (Broadcast News), Danny Aiello (Do the Right Thing), Gena Rowlands (Another Woman) og Griffin Dunne (After Hours). sen. Nú er hann að gera nýja mynd sem er í anda Hitch- cocks og heitir Shattered og hefur myndin á að skipa stór- stjörnum eins og Tom Ber- enger (Platoon, Someone to Watch over Me, Love at Large), Greta Scacchi (Pre- sumed Innocent), Bob Hosk- ins (Mermaids), Joanne Whalley-Kilmer (Scandal og Navy Seals) og Corbin Bern- sen (Major League og LA sjónvarpsþættirnir). Þetta er sálfræðilegur spennutryllir. Tom Berenger leikur mann sem lendir í hræðilegu bílslysi. Andlit hans skaddast og hann missir minnið. En smátt og smátt ▲ Mel Gibson ríðandi sem Hamlet. Rómantískur kvöldverður og lokkandi hlátur. Svipmynd úr myndinni Once Around. Söguþráðurinn er raunsær og í takt við það sem gæti gerst i sambúð tveggja per- sóna. Holly Hunter leikur unga konu, einlæga og barnalega. Hún kynnist eldri manni og verður ástfangin upp fyrir haus. Richard Dreyfuss leikur eldri manninn. Hins vegar geta foreldrar stúlkunnar, sem eru leikin af Danny Aiello og Gena Rowlands, ekki sætt sig við þetta samband vegna mikils aldursmunar. Þetta er fjöl- skyldudrama eins og best ger- ist eða verst. Man einhver eftir stórmynd- unum Das Boot, Neverend- ing Story I og Enemy Mine? Sá sem stýrði myndunum og sat í leikstjórasætinu var þýski leikstjórinn Wolfgang Peter- kemur minnið aftur og þá kem- ur ýmislegt í Ijós. Myndin er byggð á sögu Richards Neely sem heitir The Plastic Night- mare. ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli gerði kvikmyndina Hamlet í fyrra. Hún er byggð á því sígilda verki Williams Shakespeare. Og hver leikur Hamlet? Haldið ykkur! Harð- jaxlinn Mel Gibson. Engin áhætta var tekin með því að velja þennan „hasarmynda- leikara". Mel Gibson hefur nefnilega áður leikið í leikriti sem byggt er á verki eftir William Shakespeare, Rómeó og Júlíu. Háskólabíó mun sýna myndina þegar haust- rökkrið skellur yfir landsmenn. Þýðverski leikstjórinn Volk- er Schlöndorff er nýbúinn að kvikmynda skáldsögu Max Frisch sem heitir Homo Faber. Myndin heitir á frum- málinu Passagier Faber eða Farþeginn Faber. í henni leik- ur ameríska leikritaskáldið Sam Shephard og þýska öndvegisleikkonan Barbara Sukowa sem meðal annars lék í myndinni Lola undir leik- stjórn Rainers Werner Fass- binder. Myndin er þrungin tilfinningu og persónur eru margbrotnar. Hún fjallar um verkfræðing sem leikinn er af Sam Shephard. Hann sér heiminn í fastmótuðu samhengi, er raunsæismaður og því enginn draumóramaður. Verkfræð- ingurinn telur sig hafa taum- hald á tilfinningum sínum en reiknaði aldrei með ástinni. Þetta er manneskjuleg mynd og vonandi sjá bíóstjórar sér fært að taka hana til sýninga því hún á erindi til allra. Ekki bara verkfræðinga. Þýski leikstjórinn Wim ◄ Rómantík- in liggur í loftinu hjá þeim Sam Shephard og Barbara Sukowa. Svipmynd úr Passagier Faber. Wenders (Paris, Texas) lumar líka á góðri kvikmynd. Hann leikstýrir nú mynd sem hlotið hefur titilinn Bis ans Ende der Welt eða Að endamörkum heimsins í íslenskri þýðingu. í þessari mynd leikur líka amer- ísk stórstjarna, William Hurt (The Big Chill, Accidental Tourist, Broadcast News, I love You to Death). Auk hans leika alþjóðlegir leikarar á borð við Sam Neill (Dead Calm, The Hunt for Red October), Max Von Sydow (Pelle sigur- vegari), Solveig Dommartin (Himmel uber Berlin) og Jeanne Moreau. Söguþráðurinn er marg- slunginn. Myndin er í senn framtíðartryllir og ástarmynd. Hún gerist árið 1999 og fjallar um vansæla franska eigin- konu sem hittir leyndardóms- fullan Ameríkana á ferðalagi. Frh. á bls. 66 A Foreldrar Holly Hunter funda á veröndinni i myndinni Once Around. ◄ Wolfgang Petersen og lelkkonan Greta Scacchi við tökur myndarinnar Shattered. 64 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.