Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 23
■ „Mig hafði alltaf langað
að koma hingað, alveg síð-
an ég var barn. Ég veit ekki
hvers vegna. Kannski hefur
mér alltaf fundist þetta vera
sá staður á jörðinni sem
kemst næst hugmyndum
rnínum um sköpun heims-
ins. Þetta er í þriðja skiptið
sem ég kem hingað og
þessi skoðun mín hefur
ekkert breyst.“
■ „... og þegar ég sný
heim til Englands aftur held
ég svolitla fyrirlestra um ís-
land og sýni litskyggnur í
leiðinni.“
saman fyrir næstu ferö og tveim árum síöar fór
ég í fjögurra vikna ferö.
Ég hafði kynnst konu aö nafni Phyllis Hooper.
Hún hefur líka ódrepandi áhuga á (slandi og
kom hingaö fyrst fyrir fimmtán árum og á hverju
ári síðan. Þegar hún hafði komið tvisvar fékk
hún vinnu hérna á kaffihúsi til aö geta verið svo-
lítiö lengur. Svo fór hún aö ráöa sig sem mat-
ráðskonu í íslandsferðum og fór aö læra eins
mikið og hún gat um landið. Hún er mjög fróð-
leiksfús. Nú starfar hún sem einn af þrem ensk-
um leiðsögumönnum hér á landi. Hún verður að
láta endurnýja leyfi sitt til þess á hverju ári. Hún
hefur bæði starfað á vegum Explorer, Guð-
mundar Jónssonar og líka upp á eigin spýtur.
Árið 1989 vildi hún fara svolítið fyrr en venjulega
og spurði hvort ég vildi koma meö henni sem
matráðskona. Ég fengi smávegis vasapeninga
ásamt fríu fæði og tjaldnæði. Ég féllst á þetta
þótt það væri nú svolítið erfitt að vera ein í
tveggja manna tjaldi. Ég hafði aldrei á ævinni
tjaldað áður og svo saknaði ég auðvitað manns-
ins míns.
- Hefur hann aldrei komið með þér?
Nei. Ég hef heimsótt pennavini mína hérnaog
í þetta sinn tók ég vinkonu mína, sem hefur allt-
af langað að koma hingað, með mér til að sýna
henni ísland eins og ég sé það. Ég hef gert ná-
kvæma ferðaáætlun sem er byggð út frá síðustu
ferð. Ég sá til dæmis Dettifoss síðast þegar ég
var hérna en náði ekki að sjá Ásbyrgi sem mig
hefur alltaf langað að sjá. Ég hef alltaf verið of
snemma á ferðinni svo að ég hef aldrei getað
skoðað miðhálendið. Auk þess hefur mig alltaf
langað að heimsækja Landmannalaugar og
loksins er ég búin að því. Veðrið var yndislegt og
litirnir... Ég bara sat í rútunni og trúöi ekki mín-
um eigin augum. Hér á landi er þaö þannig að í
hvert skipti sem ég fer eitthvað og sé nýja fegurð
þá hugsa ég með mér: „Það er gersamlega
ómögulegt að slá þetta út. Ekkert getur verið fal-
legra en þetta." En í hvert skipti sem ég fer fyrir
næsta horn verður það betra og betra. Þú verður
að fyrirgefa að það liggur við að ég gráti þegar
ég tala um þetta, vegna þess að það er allt svo
yndislegt.
Þingvellir hafa sérstaka þýöingu fyrir mig.
Fyrst fór ég þangað í skipulagða ferð með leið-
sögumanni. Ég steig út úr rútunni - sjáðu, ég
steypist öll út í gæsahúö við það eitt að segja frá
þessu - og ég fölnaði upp. Hárin á höfðinu á
mér risu í allar áttir og fólk hélt að ég væri veik.
En mér leið alveg stórkostlega. Mér fannst ég
hafa verið þarna áður og ég vissi hvað var hand-
an við næsta horn áður en ég kom þangað. Ég
gjörþekkti staðinn. Ég hef auðvitað séð myndir
af Þingvöllum og ég á alla þætti Magnúsar
Magnússonar um ísland á myndböndum - en
það sem ég þekkti þarna kemur hvergi fram í
þessum þáttum eða á myndunum sem ég hef
séð. Ég sagði: „Það á að vera foss þarna. Get
ég séð hann?" En það sást hvorki tangur né tet-
ur af Öxarárfossi þann daginn vegna þess að
árfarvegurinn hafði verið þurr í sex vikur. Þegar
ég kom þangað tveim árum seinna sá ég foss-
inn á sínum stað og hann var stórkostlegur. En
í þetta sinn fórum við upp á toppinn þ'ar sem fán-
inn er á stöng og ég sagði: „Á ekki að vera meiri
háttar bóndabær hér?“ Því var strax neitað - en
svo fundust rústir af ævagömlu bæjarstæði
þarna.
- Geturðu útskýrt þetta?
Nei. Ég hef aldrei trúað á endurholdgun og
get sagt að ég geri það ekki enn. Svoleiðis nokk-
uð er ekki hluti af trúarsannfæringu minni en -
▲
▲
▲
Á Eyjafjallajökli 1987.
▲
Á
Margaret Taylor hefur þegar
heimsótt að minnsta kosti
annan hvern kaupstað landsins
og helstu ferðamannastaði í
byggð og óbyggðum. Hér er
hún á Námafjalli 1987.
Á
„Á íslandi fæst heimsins besti
fiskur og það liggur við að hann
vaxi á trjánum.“
19. TBL1991 VIKAN 23