Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 47

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 47
PAUL MCCARTNEY KAUPIR LAND GEGN VEIÐIÍÞRÓTTUM O co C/5 CD O Bretar hafa lengi átt sér margar þjóðaríþróttir, svo sem golf (frá Skot- landi), krikket, póló, refaveiðar og fótbolta. Mikill hluti þeirra sem ekki stunda íþróttir sjálfir fylgist með þeim til að veöja á þær. Veðreiðar og kappakstur eru þær greinar sem veðjað hefur verið á hvað lengst en nú á dögum er veöjaö á allan fjandann, ekki síst fótbolta. Hins vegar hefur íþróttaáhugi Breta farið minnkandi á undanförnum misserum ef marka má aðsókn á leiki og hve margir fylgjast með i sjón- varpi. Kannski er aðalástæðan fjölgun slysa á áhorfendum samfara knattspyrnuleikjum, óeirðir áhangenda ákveðinna liða (Hooligans á ensku) og vaxandi gengi bresks félags- skapar sem heitir LACS (League Against Cruel Sports eða Bandalag gegn grimmi- legum íþróttum). Nýlega keypti popp-mógúll- inn Paul McCartney 80 ekrur lands, sem hingað til hefur verið vettvangur hjartaveiða, á 150.000 sterlingspund eða rúmar fimmtán milljónir króna. Það hvíldi mikil leynd yfir kaupunum en nú fá hirtir og önnur dýr að vera þarna í friði þar' sem Paul hefur þegar bannað allar veiðar á þessu annars vinsæla veiðilandi sem er í Exmore-héraði. Veiðimenn eru æfir yfir landakaupunum, ekki síst vegna lágs verðs á miklu landflæmi en Bítillinn fyrrver- andi er himinlifandi og sagði við fréttamenn um daginn: „Ég hef kippt mottunni und- an fótum þessa veiðiskríls." Á PUTTANUM í VINNUNA Wim hefur ekki komið of seint í vinnuna í tuttugu ár. Samt húkkar hann sér far á hverjum degi. Þessi 35 ára gamli kenn- ari notar þumalfingurinn til að komast í vinnuna. Hann býr í Rotterdam í Hollandi og kennir í Utrecht. Hann geymir bílinn sinn heima og nota hvorki strætó né flugvél, bara þumal- fingurinn. - Það er ekki peningaleysi sem fær mig til þess að gera þetta, segir hann, heldur er þetta bara mitt sport. Eftir því sem árin líða á ég auðveldara með að fá far. Fólk er farið að kannast við mig, segir hann og hlær. Til að byrja með fannst sam- kennurum hans þetta ekkert sniðugt en þeir eru farnir að venjast þessu. - Það eru margir forvitnir og vilja vita af hverju ég er að þessu. Sumir halda að ég hafi misst af strætó eða að bíllinn minn hafi bilað. Ég líkist nefni- lega ekki puttaferðalangi. Ég hef líka fengið hótunarbréf í pósti. í þeim stendur eitthvað á þessa leið: Jæja, hr. SMART, þú ættir að skamm- ast þín, maður með þínar tekj- ur getur keyrt sjálfur í vinnuna, SVEI. .. Ég ætla samt að halda þessu áfram því ég hef gaman af að hitta nýtt fólk á hverjum degi. LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.