Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 52

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 52
TEXTI OG MYNDIR: JÓHANN GUÐNI REYNISSON ALÍS MEÐ BEINT FLUG TIL Enska borgin Newcastle fengi varla verðlaun fyrir frumleika í nafngift. Hún er nefnd eftir kastala nokkrum sem var nýr fyrir rúmlega níu hundruð árum og stendur enn. Borgin heldur nafninu þó að kastalinn verði að teljast nokkuð við aldur. Það verður að viðurkennast að ég vissi ekki mikið um borgina annað en að hið fornfræga knattspyrnulið, sem við hana er kennt, leikur í KR-búningum og var einu sinni eitt af bestu knattspyrnuliðum Englands. Nú leikur liðið reyndar í 2. deild en eins og víðar um landið snýst lífið mikið um boltaleikinn og enn mæta um tuttugu þúsund manns á heima- leiki. Tvö hundruð og áttatíu þúsund manna borgin Newcastle reyndist hins vegar státa af ýmsu fleira en svartröndóttum sparkköppum og kom mér verulega á óvart þegar ég fór þangað í stutta heimsókn fyrir skömmu. „FORELDRAR" JÁRNBRAUTANNA Það er ákaflega vinsælt í Englandi að kenna borgir við ár og fljót sem þær standa við með engilsaxneska orðinu „upon“. Til dæmis er tal- að um Newcastle upon Tyne en borgin er byggð meðfram bökkum árinnar Tyne. Borgin gegndi áður fyrr hlutverki hjartans sem dældi kolaförmum áfram um ána Tynes, þáverandi lífæð Newcastle. Borgarbúar tóku einnig virk- an þátt í iðnbyltingunni á 19. öld og borgin varð miðstöð járnbrautaþróunarinnar, móðir járn- brautanna segja sumir enda var George Stephensson, „faðir" þeirra, búsettur þar. Járniðnaður var einnig mikið stundaður í Newcastle og þar voru einmitt smíðaðar burð- argrindur Ölfusárbrúar. MEÐ VOPNIN Á LOFTI En snúum nú aftur úr fortíðinni og lítum á Newcastle dagsins í dag. Borgin ber enn merki þess að allt daglegt líf hafi snúist um að vera sem næst ánni. Hún er öll byggð meðfram henni, þéttur kjarni rauðra og brúnna múr- steinshúsa í anda enskrar íhaldssemi og auð- vitað er viktoríustíllinn einnig áberandi. Inni á milli hvíla síðan ævafornar byggingar lúinn Frh. á næstu opnu 52 VIKAN 19. TBL 1991 LJÓSM.: NW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.