Vikan


Vikan - 19.09.1991, Page 20

Vikan - 19.09.1991, Page 20
Þannig sperrir Sebastian sig á forsíðu nýjasta tölublaðs hins virta tónlistarblaðs Rolling Stone. raunveruleg áhrif koma en hitt var mér Ijóst í Laugardalshöllinni, aö hér var á ferðinni hljóm- sveit sem töluvert sópar aö. Skid Row (nafniö þýöir Rónatröð eða eitt- hvaö svoleiöis) er ættuö frá New Jersey í Bandaríkjunum. Þaðan kom Frank Sinatra á sínum tíma, en þegar Rachel Bolan úr Skid Row var spurður að því um daginn hvort hann hlustaði nokkurn tíma á Frank Sinatra varö hann aumur á svipinn, fiktaði við nefkeðjuna sína, dæsti og svaraði eins og í sjálfsvörn: „Lít ég út eins og ég hlusti á Frank Sinatra?" Rachel er að vísu kvenmannsnafn og þýðir Rakel en drengurinn heitir þetta í alvöru; Rachel Bolan. Hann er af portúgölskum ættum og það er víst allt í lagi fyrir karlmenn að heita Rakel í Portúgal, eftir því sem mér skilst. Eftir- nafnið, Bolan, er hins vegar hans eigin viðbót, til heiðurs Marc heitnum Bolan sem söng með hljómsveitinni Tyrannous Rex meðan hann lifði. Rachel semur megnið af efni Skid Row enda er hann einn af tveim stofnendum hljómsveitarinnar. Hinn er Dave Sabo, kallaður snákurinn. Hann ólst upp í nágrenni við Jon Bon Jovi og hefur alltaf haldið góðum kunn- ingsskap við hann, þótt hljómsveitirnar hafi allt að því eldað saman grátt silfur um tima. SÖNGVARINN „SKÍTHÆLL“ FRÁ BAHAMAEYJUM Rachel og Dave stofnuðu Skid Row árið 1986 og Rachel átti hugmyndina að nafninu. Þeir voru á leiðinni á æfingu, báðir að hugsa um gott nafn á hljómsveit þegar Dave sá för eftir dekk á götunni. „Skid marks“ (skrensför) sagði Rachel þá og nafnið var ákveðið. Þá voru þeir búnir að fá gítarleikarann Scotti Hill og háskólastúdent frá New York, Rob Affuso að nafni, til að spila á trommur. Þeir voru búnir að koma sér uþp umboðs- manni, Scott McGhee að nafni. Hann er bróðir Doc McGhee, sem er umboðsmaður Bon Jovi, en hvernig sem þeir leituðu fundu þeir engan 20 VIKAN 19. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.