Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 56

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 56
‘ Á‘ Virwí UTAN U R HEIMI Frumsýning nýjustu myndar Madonnu Drottningin sjálf í góðra vina hópi. Luis Camacho, einn dansara Madonnu, og Niki Harris bakraddasöngkona léku stór hlutverk í myndinni. Stórstirnið Madonna gerir þaö ekki endasleppt og það er ekki verið að ýkja þegar talaö er um eina þekkt- ustu konu heims. Madonna er reyndar dálítið sérstök kona, öðruvísi en allar aðrar stjörnur. Henni finnst það ekki skipta neinu máli hvort fólk veit hvernig hún borðar, sefur, vinnur, talar um aðra, hugsar, klæðist og þar fram eftir götun- um. Flestar stórstjörnur vilja vera alveg út af fyrir sig. Tök- um Michael Jackson sem dæmi. Hann hefur ekki veitt blaðamanni eða fjölmiðla- manni yfirleitt viðtal í bráöum tíu ár. Madonna hefur gaman af slíku og það sést glöggt í nýjustu kvikmyndinni hennar sem heitir Truth or Dare í Bandarikjunum. í Evrópu heit- ir hún In Bed with Madonna. Titli kvikmynda er oft breytt eft- ir álfum en Truth or Dare í Bandaríkjunum þýðir það sama og sannleikurinn eða konto, leikurinn sem allir ættu að þekkja. í þessari kvikmynd, sem sýnd verður í Laugarásbíói, er fylgst með Madonnu á tón- leikaferöalagi sem hún kallaði Blond Ambition. Hún hélt í það Vanilla lce lét sig ekki vanta. Það er væntan- leg frá hon- um ný brelðskífa sem hann kallar Extremely Live. Að hans sögn er það fyrsta rapp- platan sem tekin er upp „live“. Leikarinn ungi Christian Slater mætti ásamt sinni heittelskuðu sem heitir Nina Huang. Tvær kvikmyndir koma út með honum á árinu. Hann leikur stórt hlutverk í Robin Hood ásamt Kevin Costner og í mafíumyndinni Mobsters. ► Mathew Modine lét sjá sig í fylgd Cari eiginkonu sinnar. Hann er mikill aðdáandi Madonnu og sagði eftir frum- sýninguna að þetta væri ein besta myndin sem hann hefði séð. fyrir bráöum tveimur árum en því lauk á síðasta ári. Þetta er nokkurs konar heimildarmynd sem mætti líkja við Rattle and Hum, mynd þeirra U2 manna. Margt forvitnilegt kemur í Ijós í þessari mynd sem varð mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Það er ekkert skrítið, Madonna er þar á heimaslóðum. Þegar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum var auðvitað margt frægra manna eins og gjarnan þegar kvikmyndir eru frumsýndar. Frumsýning var samtímis í New York og Los Angeles og Madonna hélt smáhóf að lokinni sýningu myndarinnar í Los Angeles. Það voru þó ekki mjög full- orðnir leikarar og popparar sem mættu enda kannski Madonna ekki í uppáhaldi hjá þeim eldri. Margir af yngri kyn- slóðinni létu sjá sig eins og meðfylgjandi myndir sýna. □ C£. < Glæsilegar konur á ferd og flugi Iheimi kvikmyndanna er það gjarnan svo að karl- menn fá bitastæðustu hlutverkin. Að sögn leikkvenna er ekki mikið skrifað af kvik- myndahandritum þar sem konur eru í aðalhlutverki. En þetta fer vonandi að breytast. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ridley Scott fjallar um konur. Það eru þær Geena Davis og Susan Sarandon sem fara Geena Davis og Susan Sarandon við frumsýningu myndarinnar Thelma & Louise. Sjá má suður-amerískt yfirbragð á fatnaði þeirra. með aðalhlutverkin og myndin heitir Thelma & Louise. Tvær vinkonur hyggjast slappa af í fjallakofa yfir helgi. Friið tekur óvænta stefnu þegar reynt er að nauðga Thelmu. Þetta er töffaramynd og þær stöllur gefa harðsnúnustu töffurum hvíta tjaldsins ekkert eftir. Christy Turlington í grænbláu draktinni og Naomi Campell í vestispilsinu með kögrinu. Þær hafa ekkl undan að afþakka stefnumót karlmanna, að elgin sögn. Þó svo að bitastæðustu kvikmyndahlutverkin fari frem- ur til karla en kvenna er þaö ekki svo í öllum starfsgreinum. Þegar fyrirsætur eru annars vegar hafa konurnar oftast betur. Þaö er Ijóst að þegar vel gengur hjá fyrirsætu getur hún haft mikla peninga upp úr krafsinu. Það er líka draumur margra stúlkna að verða Ijósmyndafyrirsæta. En hvað er svona eftirsóknarvert viö það? Margar af þekktustu og hæst launuðu fyrirsætum heimsins segja að starf fyrir- sætu sé ekkert annað en þrældómur og aftur þrældóm- ur. Það er samt hægt aö hafa gott upp úr þessu og það er sennilega það sem laðar. Þetta getur líka verið stökk- pallur fyrir eitthvað annað, margar fyrirsætur hafa seinna meir slegið í gegn' sem leikkonur eða söngkonur. Tvær af þekktustu fyrirsætum heims, Christy Turlington og Naomi Campell, létu sjá sig i mikilli veislu um daginn á Man- hattan í New York. Veislan var haldin vegna frumsýningar nýs söngleiks þar sem stór- stjarnan Liza Minelli er í aöal- hlutverki. Christy og Naomi eru mjög eftirsóttar fyrirsætur og þær léku báðar í mynd- bandi við lag George Michael, Freedom 90, á nýjustu sóló- plötunni hans. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.