Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 42
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON
........
........
ÉMk<k
Þráinn hafði oft hugleitt að fá sér hártopp
eða mottu ofan á hvirfilinn en ekki þorað
að láta verða af því — fyrr en einn góðan
veðurdag...
rjátíu og fimm ára, hugsaði Þráinn
með hryllingi. Hann færði andlitið
alveg upp að speglinum og setti
stút á munninn. Ómögulegt, gjör-
samlega ómögulegt, sagði hann
upphátt við sjálfan sig um leið og hann færði
andlitið snarlega frá aftur. Há kollvikin og
þunnt hárið stakk illa í stúf við annars unglegt
andlitið. Hann setti hendurnarað höfðinu og lét
þær nema saman uppi á kollinum. Ég yrði
gjörsamlega hræðilegur ef ég missti allt hárið,
hugsaði hann dapur. Hér á árum áður hafði
honum aldrei komið til hugar að það ætti fyrir
honum að liggja að missa hárið. Hann - Þráinn
Sveinsson - hefði þá sennilega hugsað sig
dálítið um áður en hann lét háðsyrðin fjúka til
þeirra sem við slík vandamál áttu að stríða.
Skondnu vísurnar og skallabrandarana, sem
hann hafði átt drjúgan þátt í að búa til, mátti nú
ef vildi nota gegn honum sjálfum. Hann roðn-
aði örlítið við tilhugsunina. Þannig vildi það
einmitt oft verða. Þegar allt loft var þrotið úr
manni sjálfum gat minnsta vindhviða feykt
manni um koll.
Þráinn hafði oft hugleitt að fá sér hártopp
eða mottu ofan á hvirfilinn en ekki þorað að
taka af skarið og láta verða af því. Ef einhver
minntist á að hár hans væri tekið að þynnast
varðist hann með þvi að slá fram kenningunni
um að kyntröll væru sköllóttust allra skalla.
Þangað sigldi hann hraðbyri. Hann fylgdist
samt í laumi með þeim sem hann vissi að
skörtuðu viðbótarhári en síðastur allra var
hann til þess að samgleðjast viðkomandi væri
hann spurður álits. Það fór lika dálítið í skapið
á honum þegar hann horfði upp á það að þess-
ir fírar, sem hann á árum áður hafði skotið sem
mest á, voru í framgangi til yngri kvenna miklu
harðari naglar en hann hafði nokkurn tíma ver-
ið með allan lubbann. Það var engu líkara en
bleðillinn á hausnum á þeim drægi að sér
kvenfólk. Þráinn Sveinsson færði andlitið enn
einu sinni upp að speglinum og horfði í glamp-
andi augu sín. Hann hafði tekið ákvörðun. Á
morgun ætlaði hann að tala við Gilla rakara.
Rakarastofan hans Gilla var stór og fallega
búin húsgögnum úr dýrasta leðri. Þráinn gekk
inn og skimaði vandræðalega í kringum sig.
Ung og fönguleg stúlka gekk til móts við hann.
Átt þú pantaðan tíma? Já, svaraði Þráinn hálf-
utangátta. Stúlkan fletti upp í bók og leit á
Þráin. Hjá hverjum? Þráinn sá að augu hennar
staðnæmdust á þunnu hárinu. Hann ætlaði að
svara en stúlkan tók af honum orðið. Hjá Gilla,
er það ekki? Jú-ú, stundi Þráinn. Hvert er
nafnið? Þráinn reyndi að ræskja sig. Práinn
Sveinsson - ég meina. Hann þurfti ekki að
leiðrétta sig, það gerði hún fyrir hann. Hann
fann að bolurinn var farinn að límast við hrygg-
lengjuna. Gjörðu svo vel að fá þér sæti, sagði
stúlkan og benti honum á dýrindis leðursófa.
Gilli verður laus rétt bráðum. Má ekki bjóða þér
kaffisopa. Jú, þakka þér fyrir.
Þráinn reyndi að herða upp hugann. Hann
settist í sófann og lét augun hvarfla um stof-
una. Hann sá beint aftan á þrjá stóla og rakar-
ar fóru léttum höndum um jafnmarga hárprúða
hausa. Hann sá í speglinum að viðskiptavinir
þeirra störðu glottandi á hann. Glottið bara,
sköllóttu skrattar, ég sé í gegnum þetta hjá
ykkur. Það er bara verið að klippa í kringum
bieðilinn á ykkur, minna má nú sjá - ahaa.
Þráinn reif stólpakjaft í huganum. Hver af
þessum rakaratittum skyldi nú vera Gilli? Þrá-
inn reyndi að geta sér til um það en gat engan
veginn greint rödd mannsins sem hann hafði
talað við í símann.
Kaffið, gjörðu svo vel. Þráinn brosti stirðlega
til stúlkunnar þar sem hann náði ekki hörkunni
af andlitinu. Það fer alveg að koma að þér,
sagði hún eins og í tilraun til að laga svipinn á
honum. Þráinn saup á kaffinu og lagði bollann
hægt frá sér á sófaborðið. Hann hafði vart
taugar til að kyngja, var hálft í hvoru að hugsa
um að hætta við allt saman og hlaupa út. Þá
opnuðust dyr til hliðar við speglana og tveir
menn kvöddust þar með handabandi. Annar
þeirra gekk að afgreiðslukassanum og tók upp
veskið. Þráinn fylgdist grannt með honum og
skoðaði höfuð hans vandlega. Nei, þessi er
meö ekta, hugsaði hann. Hann varð þess ekki
var aö hinn maðurinn gekk til hans.
Þráinn Sveinsson! Hjartað í Þráni tók kipp.
Já, það er ég. Hann stóð snöggt upp. Maður-
inn rétti fram höndina. Komdu sæll, Þráinn. Ég
er Gilli. Þráinn þurrkaði svitann úr lófanum
utan í buxurnar sínar og heilsaði. Hann fann
að handtakið var traust og maöurinn allur hinn
góðlegasti. Þráni létti. Komdu nú hérna inn
fyrir meö mér og hafðu bara kaffibollann með
þér. Við skulum spjalla saman. Þegar inn kom
fann Þráinn að þarna var allt annað andrúms-
loft. Það var ekki ólíkt því að ganga beint úr
stórri verslunarmiðstöð inn í búö kaupmanns-
ins á horninu. Þarna var skrifborð og stóll
höndlarans annars vegar og eins konar
smækkuð útgáfa af rakarastofu hins vegar.
Gilli bauð Þráni sæti við skrifborðið og settist
andspænis honum. Jæja vinur, þú er að hugsa
um að gera eitthvað í málinu? Þráinn varð svo-
lítið vandræðalegur. Já, það var víst meiningin
að láta teppaleggja - ehee. Gilli leit föðurlega
á hann. Þetta er nú ekkert til að hafa í flimting-
um, síður en svo. Hann rétti Þráni nokkra
bæklinga yfir borðið. Skoðaðu þetta, vinur
minn. Sjáðu muninn á þessum mönnum fyrir
42 VIKAN 19. TBL 1991