Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 46

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 46
STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. aprfl Þekkingarleit kemur f góöar þarfir núna, hugsanlega varöandi atvinnu þína. Svolítiö átak kemur þér langt áleiöis síö- ar en flýttu þér hægt og ein- beittu þér að nýjum möguleik- um. Kannski lumar haustið á svolítilli rómantík. ífab nautið Yj 20. apríl - 20. maf Starfsframi virðist loks- ins vera f augsýn. Ljúktu því við vanrækt verkefni ef einhver eru. Ýmsir spennandi möguleikar eru í augsýn en þér tekst að taka þeim með yfirveguðu jafn- aðargeði Nautsins og jafnvel hagnýta þór þá bestu. T> TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júnf Yfirmenn þínir eða þér valdameira fólk fer í taugarnar á þér um þessar mundir. Reyndu að þola pressuna því að þetta er ekki langvarandi ástand. Yfir- vegun er lykilorðið og þér tekst með seiglunni það sem þú ætlar þér. KRABBINN 22. júní - 22. júlf Nú er upplagt tækifæri fyrir þig að hafa áhrif í félagslíf- inu og meðal nágranna þinna. Þér tekst að ná ákveðnum áfanga og getur því loksins farið að anda léttar. Þú nýtur þó- nokkurra vinsælda og meiri virð- ingar en þú heldur. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þú gætir haft gott af þvf að hafa gott samband við þína nánustu. Svolítil sjálfsskoðun sakar ekki vegna þess að ást- arævintýri eða mjög náin vin- áttutengsl virðast vera í uppsigl- ingu. Gerðu ekki of miklar kröfur til fólks. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Góðir dagar halda áfram að auka gleði þína. Nú er upp- lagt tækifæri fyrir þig að skipu- leggja svolítið fram í tímann. Fjármálin gætu verið betri en ánægja þín með ástvin(i) og kunningja bætir það upp. Svona eiga haust að vera. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þetta er kannski ekki hefðbundinn tími til ferðalaga en ferðalöngun heltekur margt Vogarfólk um þessar mundir. Hugarfar þitt er að breytast. Undir lok mánaðarins hefurðu allt þitt á hreinu og víðsýni opn- ar þér nýjar leiðir. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Athyglisgáfa þín er óvenju næm þessa dagana. Þú ættir því að vera hress innan um fólk því fátt fer framhjá þér. Það er ekkert því til fyrirstöðu að þú getir verið sjálfstæðari en oft áður og laus við afskipti annarra af þínum málum. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Heiður fellur þér í skaut, annaðhvort vegna framlags þíns til félagslegs málefnis eða vel unninna starfa. Samskipti við þlna nánustu skipta miklu og nú er tækifæri til að gera eitt- hvað sem er bæði skemmtilegt og uppbyggilegt. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Skipuleggðu hugsanir þínar og hugmyndir því að þú þarft að sýna yfirboðurum þín- um lipurð. Mikið annríki safnast á þig um mánaðamótin og kannski ekki allt skemmtilegt. Það er samt áríðandi að vinna sem best úr hlutunum. Hvíldu þig seinna. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Það er einhver ferða- hugur ( þér og þú færð jafnvel tækifæri til að fara í stutta ferð sem verður góð bæði fyrir lík- ama og sál. Mánaðamótin verða hins vegar með rólegasta móti og eirðarleysi gerir vart við sig. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Formlegar ráðstafanir gætu haft í för með sér veruleg- an fjárhagslegan ávinning en þú verður að gæta þess að fá það sem þér ber. Þú nýtur töluverðr- ar athygli um þessar mundir. Þetta er góður tími til ásta og bollalegginga. TOPPMANN ferðina. Nei, nú skal ég fara, sagði stúlkan. Hún rétti fram höndina. Þráinn tók upp veskið sitt og rétti henni. Það er best að sýna henni dálítið traust, það hefur oft virkað. Stúlkan opnaði veskið og augu hennar stækkuðu. Hún leit brosandi á Þráin. Það verð ég að segja að þú ert algjörtoppmaður. Þráinn kyngdi þegar hann horfði á eftir henni fram í salinn. Hann strauk varlega yfir toppinn til að fullvissa sig að allt væri á sínum staö. Hún hlýtur bara að taka svona til orða, hugsaði hann en var ekkert allt of öruggur með sig. Þráinn beið þess aö stúlkan kæmi aftur en ekkert bólaði á henni. Hann svitnaði ótæpilega við það eitt að hugsa um veskið sitt. Hún hefur þó ekki rænt mig, bannsett tæfan? Þaö væri nú eftir öðru sem á undan var gengið. Hann stóð upp og slagaði um salinn í örvæntingarfullri leit að stúlkunni. Hann skeytti því engu þótt fólk formælti honum fyrir ruðninginn og skeytingar- leysið, hann varð bara að finna hana. Skyndi- lega rifu fjórar sterklegar hendur hann upp af gólfinu. Hann átti sér engrar undankomu auðið - viðnámslausir fæturnir tróðu marvaða út ( loftið. Þráinn Sveinsson sigldi hraðbyri út um aðaldyrnar. Úti var rigningarsuddi og hávaðarok, allt það versta sem nokkur toppmann gat hugsaö sér. Vonlaust dæmi, hugsaöi Þráinn. Ég verð aö reyna að komast klakklaust heim. Það er ekki á hvers manns færi að berjast um á brauðfót- um (hávaðaroki með hendurnar uppi á hvirflin- um. Þráinn Sveinsson var ekki öörum fremri á því sviði, það fékk hann strax að reyna þegar vindstrengur skellti honum um koll við fyrsta horn. Hann bar fyrir sig hendurnar til aö verja andlitið fyrir móður jörð. Hann lá endilangur á gangstígnum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Af vilja fremur en mætti tókst honum að brölta á fætur og skimaði vandræðalega í kringum sig eins og til að fullvissa sig um að enginn áhorf- andi væri að slysinu. Vindurinn gnauðaði og regnið buldi á skallanum. Skallanum! Þráinn uppgötvaði að æskunni hafði verið svipt af honum í veðurhamnum. Eftir stóð hann eldri en nokkru sinni fyrr, aleinn og yfirgefinn. Þráni var öllum lokið þegar hann steytti hnefann mót vindinum og formælti veðurguðinum. Hann hataði allt og alla, Gilla rakara samt mest. Sá djöfull hefur eflaust samið við sótsvartan skrattann um að blása á mig. Þráinn linnti ekki látunum heldur bölsótaðist alla leiðina heim. Það var blautur og blankur, þreyttur og sköllótt- ur Þráinn Sveinsson sem lagðist einsamall til hvílu. Næsta dag vaknaði Þráinn við að síminn hringdi látlaust. Atburðir liðinnar nætur voru honum enn i fersku minni og hann tók upp tólið. Hvernig er það með þig, Þráinn, ætlar þú ekki að fara að mæta? Rödd verkstjórans var ekki beint vingjarnleg. Þráinn lét það ekkert á sig fá, vinnan og vinnustaöurinn voru honum ekki beinlínis hugleikin þessa stundina. Hann skellti tólinu hranalega á aftur. Hann hafði ekki fyrir því að klæðast heldur hélt áfram drykkj- unni, ákveðinn í að láta ekki nokkurn mann sjá sig fyrr en gömlu góöu rýjurnar hefðu sprottið aftur. Þráinn Sveinsson var þess nú fullviss að gamli góði Þráinn hefði áreiðanlega ekki litið sem verst út eftir allt saman, hann skyldi bíða þess að hann yrði fullskapaður að nýju. Skömmu eftir hádegi var barið laust á dyrnar. Þráinn var aftur orðinn fær (flestan sjó, skellti sér í slopp og opnaði óhikað dyrnar. Úti stóð feimnislega stúlkan sem hann hafði kynnst kvöldið áður. Hún hélt á veskinu hans í útréttri hendinni og horfði forviða á hann. Ég kom meö veskið þitt, ég gat hvergi fundið þig aftur í gær svo ég leitaði eftir heimilisfanginu í veskinu. Ég var ekki einu sinni viss um að þetta væri mynd af þér í ökuskírteininu, samt gat ég ekki alveg gert mér grein fyrir hvað var ööruvísi. Hvað kom eiginlega fyrir höfuðið á þér? Þráinn benti stúlkunni aö koma inn án þess að segja orð. Hann settist í sófann og bauð henni sæti. Tilfinningar hans voru enn blendnar, hann trúði varla eigin augum - aö hún væri þarna hjá honum. Hún hafði þá eftir allt saman verið traustsins verð en ekki ótíndur ræningi eins og hann hafði haldið hana. Þráni fannst gott aö fá tækifæri til að létta svolítið á spennunni sem hafði þjakað hann. Hann sagði feimnislegu ungu stúlkunni alla sólarsöguna. Hún var orðinn léttkennd þegar hann lauk frásögninni. Gvöð hvaö þú hefur verið vitlaus að láta hafa þig út í þennan kjána- skap. Mér finnst þú miklu sætari svona. Þráinn roðnaði. Stúlkan hélt áfram. Ég hef verið tals- vert í sveit og ef ég má segja mitt álit á svona toppum þá lítur þetta oft þannig út að það er engu líkara en belja hafi skitið á hausinn á þessum mönnum. Þráinn starði stundarkorn dolfallinn á hana, síðan braust út hömlulaus hlátur þeirra beggja. Þráinn Sveinsson tók skútuna sína í fangið og sökkti henni í dýnuna með manni og mús. 46 VIKAN 19. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.