Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 41

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 41
vægt aö átta sig á að viö getum aldrei dregið annað að okkur en það sem er nokkurn veginn í samræmi við okkar eigin hugsanir og framkvæmdir. Séum við í flestum tilvikum elskulegar og sanngjarnar mann- eskjur, sem viljum okkur sjálfum og öðrum allt það besta, er engin ástæða til að ætla að nokkuð veru- lega slæmt hendi okkur sem rekja má til tengsla við krafta eða öfl sem kunna að búa í andrúmslofti hins eðlilega lifs. Efasemdir annarra Hvað varðar það að kærastan þín og hugsanlega aðrir eigi bágt með að skilja og átta sig á þessum sérkennilegu þáttum tilveru þinnar er þetta að segja. Dulræn skynjun er eitthvað sem erfitt er að ætlast til að þeir sem ekki upplifa svipaða reynslu eigi auðvelt með að trúa að eigi sér stoð i raunveruleikanum. Þannig reynsla er alltaf einkaupplifun þess sem hana finnur eða skynjar. Það sem við getum ekki tengt eig- in raunveruleikaskynjun gerir okkur fremur fráhverf og tortryggin á þannig skynjun annarra. Við getum ekki sett okkur fyllilega inn í það sem gerist í hugar- heimi eða tilfinningalífi annarra, jafnvel þó við séum að öðru leyti nátengd viðkomandi. Það er þvi ekki sanngjarnt að áfellast kærustuna þína þó hún efist um þann veruleika sem þú einn upplifir. Hún getur aftur á móti - með auknum skiln- ingi og trúlega ef hún verður þess áskynja að það sem þú upplifir kemur fram - meðal annars lært að umbera og virða þessa sérstöku og áhugaverðu eig- inleika þína. Mundu bara, elskulegur, að góðir hlutir gerast hægt og allri nýrri reynslu þarf að venjast og aðlagast. Kærastan þín er engin undantekning frá þeim gullna sannleik. Ömurlegra væri hins vegar ef þú sjálfur, sem skynj- anirnar upplifir, værir fráhverfur þeim eða hafnaðir þeim hreinlega. Það myndi einfaldlega gera þér mjög erfitt fyrir því þú ert sýnilega sálrænn og verður það hvort sem þér líkar eða ekki. Hins vegar er sennilegt að eftir því sem þú þroskast meira og styrkist sem manneskja verði mun auðveldara fyrir þig að sættast á þessa þætti tilveru þinnar, jafnvel þó þeim fylgi óþægindi á stundum. Líklegt er nefnilega að þeir verði þér fremur til styrktar og blessunar þegar frá liður, sérstaklega ef þú berð gæfu til að efla það sem er jákvæðast og heilbrigðast í eigin sálartetri. Lífshlutverk Þú hefur kosið að starfa sem þjónn og það er vissu- lega jákvætt eigi það hug þinn og áhuga. Hitt er svo annað mál að næmur einstaklingur eins og þú kemur til með að finna meira fyrir mögulegum óþægindum af til dæmis drykkjuskap sem oft tengist skemmtana- lífi fólks og þjónar upplifa öðrum stéttum fremur í meira návígi en þeim kannski að minnsta kosti sum- um getur reynst hollt. Með tilliti til þess að faðir þinn hefur átt við áfeng- isvandamál að stríða í gegnum tíðina eru ákveðnar líkur á að um mögulega erfðaþætti sé að ræða. Sé svo er full ástæða til að benda þér á að umgangast vín með varkárni hvað snertir mögulega neyslu þína. Þú ert líka sálrænn og af þeim ástæðum einum og sér ættir þú einfaldlega aldrei að nota vín. Vínneysla veikir vilja neytandans og opnar oftar en ekki þann sem neytir. Þú ert opinn og næmur fyrir og þess vegna óhent- ugt að skapa sjálfur möguleika á frekari opnun sál- rænna þátta þinna með áfengi. Viljinn er nefnilega mikilvæg vörn dulræns einstaklings sem komast vill hjá áhrifum sem eru óþægileg eöa óæskileg og jafn- vel i eðli sínu neikvæð. Þessar vangaveltur læt ég fljóta með til umhugsunar fyrir þig vegna framtíðar þinnar og kannski annarra sem svipað er ástatt hjá og þér. Manngerð og möguleikar Ef við að lokum íhugum manngerðina og hugsanlega möguleika þína í gegnum innsæi mitt kann eitthvað það að koma fram í þeirri úttekt sem hugsanlega get- ur auðveldað þér frekari skilning á eigin ágæti. Þú ert skemmtilega opinn og sveigjanleg manngerð félags- lega og átt örugglega eftir að verða vinsæll í leik sem Getur verið að þetta séu tilviljanir eða eru þetta hrein og klár hugboð, spyr bréfritari, sem sættir sig ekki fyllilega við næmleika sinn og segir hann á stundum gera sig ofsalega hræddan! starfi. Hugarflug og framkvæmdaþrá eiga eftir að efl- ast með þér, trúlega þegar þú kemst á fertugsaldur. I framhaldi af því er mjög sennilegt að þú kunnir að framkvæma einhvers konar þrekvirki sem gæti borið ríkulegan ávöxt. Þú ert fremur lokuð manngerð tilfinningalega og átt sennilega nokkuð erfitt með að standa í útskýringum á dýpri þáttum tilfinningalífs þíns. Þessum veikleika væri gott að reyna rækta sig frá og snúa smátt og smátt upp í andhverfu sína, sérstaklega með tilliti til einkalífs. Þú virðist ekki beint hneigður til verklegra þátta tilverunnar og gætir komist í verulega klípu við það eitt að skipta um dekk á bíl. Það sem þú gætir fengið áhuga á hverju sinni grípur sennilega hug þinn allan þannig að lítið svigrúm kynni að finnast i hug- skoti þínu fyrir annað á meðan. Best er sennilega fyr- ir þig að afmarka athafnasvið þitt og varast að ætla þér of marga hluti í framkvæmd á svipuðum tíma. Þú ert trúlega óþarflega þrjóskur á stundum og átt senni- lega býsna erfitt með að horfast í augu við eigin mistök. Þetta gæti valdið tímabundnum erfiðleikum í samskiptum, sérstaklega í einkalífi. Tónlist gæti verið þér hugleikin og ekki ósennilegt að á þvf sviöi hafir þú einhverja hæfileika. Dulargáfur eru augljósar i upplagi þínu og af þeim ástæðum er hyggilegt að rækta innra líf sitt jafnhliða ytri tilveru þinni. Eftir þvi sem þú eldist meira verður þú fast- heldnari á form og hefðir og kemur til með að vilja virka stöðugur og traustur einstaklingur, sem aðrir bæði virða og taka mark á. Þú þarft sennilega að gæta vel að mjóhryggnum og forðast það sem gæti mögulega valdið erfiðleikum í baki. Dýr og sjór eru sennilega ofarlega í huga þinum og þú sækir trúlega félagsskap og frið í hvort tveggja af og til. Tækifæri verða mörg í lifi þínu og sennilega flest þess eðlis að þau krefjast skjótra ákvarðana sem þú ættir að eiga sérlega auðvelt með að fram- fylgja. Þú ert sterkur í bland við nokkuð heppilega viðkvæmni sem mun gera þig annars vegar úthalds- góðan og hins vegar næman á mannleg samskipti. Eins og þú sérð, elskulegur, er eitt og annað býsna áhugavert í manngerð þinni og möguleikum. Það er því full ástæða fyrir þig að líta björtum augum til fram- tíðarinnar og óttalaust sýnist mér. Eða eins og gamli hásetinn sagði eitt sinn af gefnu tilefni í góðra vina hópi: „Elskurnar mfnar, það kom nú fyrir að mað- ur varð bæði sjóhræddur og myrkfælinn hér á árum áður og ekkert við það að athuga. Verra var þó þegar maður gleymdi að byggja upp sjálfs- traustið og trúarþelið. Á þessum árum hafði mað- ur áhuga fyrir góðu ytra Iffi og vann eins og þræll en láðist að reikna með innra lífinu, af því að maður fékk ekki krónu í vasann f þannig vinnu- púli. Hér sit ég því nfræður og kenni mér guðsótta og góða siði og hefur reyndar aldrei lið- ið betur. Þó verður að segjast elns og er að held- ur svitnar maður oft mikið, nokkuð sem ekki hefði gerst ef maður hefði gert sér nógu snemma grein fyrir þvf að hamingja og sálarró fást ekki fyrir andvirði þorskhausa heldur f gegnum góða breytnl." Guö styrki þig í staðfastri trú á tilgangsrlkt Iff og gefi þér vilja til að efla það sem best er og jákvæðast í eigin fari. Með vinsemd, Jóna Rúna. 19. TBL 1991 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.