Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 34
TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON / LJÓSM.: IÁRUS KARL Gudsgræn náttúran líka góð á bragðið Matreiðslumeistararnir Óskar og Ingvar sœkja bragð- bœtiefnin í íslenskar jurtir sem vaxa villt út um allartrissur Leitaðu ekki langt yfir skammt. Krydd- ið í tilveruna er nær en þú heldur. Þetta gætu verið þýddar setningar úr einhverju heimspekiriti en hér er átt við matargerðarlist. Ef grannt er skoð- að eru fjölmargar jurtir eða hlutar plantna úti í garði sem nota má til bragðbætis með steiktum fiski eða kjöti. Með þetta að leiðarljósi hafa þeir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistarar verið fastagestir í þætti Þorgeirs Ástvaldssonar, Helgar- útgáfunni, á laugardögum á Rás 2 í sumar og uppskriftirnar vakið athygli. Óskar og Ingvar starfa báðir sem matreiðslumenn á veitingahúsinu Arg- entinu og háfa lengi haft það áhuga- mál að sækja bragðbætiefnin í ís- lenskar jurtir sem vaxa villt út um allar trissur. Þeir nota þau í sósur, salöt og kryddlög við margvíslega matargerð. Vikan leitaði til þeirra félaga og þeir urðu góðfúslega við þeirri beiðni að fá að birta nokkrar uppskriftir þar sem ís- lenskar villijurtir gegna mikilvægu hlutverki. Ennfremur segja þeir af lystilegum áhugamálum sem nýtast vel í starfi. Á BEIT í ALLT SUMAR „Við höfum leitað fanga þar sem við höfum verið hverju sinni, svo einfalt er það. I görðum, uppi í sveit, hvar sem er,“ segir Ingvar og bendir á bing af kunnuglegum jurtum sem nýbúið er að safna. „Það má segja að við höfum verið á beit í allt sumar og smakkað á öllum þeim jurtum sem við höfum náð í. Sumt hefur maður sett út úr sér jafn- harðan og annað kitlað bragðlaukana og gefist vel í sósur og annað meðlæti með grillsteikinni." „Þar sem við erum ekki útlærðir grasafræðing- ar höfum við einnig aflað okkur upplýsinga og þekkingar í ýmsum bókum eins og Flóru íslands eftir Ágúst Bjarnason, íslenskum lækninga- og drykkjarjurtum eftir Björn L. Jónsson, Sveppa- kverinu eftir Helga Hallgrímsson og svo mætti áfram telja. Hafsteinn Hafliðason hefur einnig lagt okkur lið og miðlað af viskubrunni sínum," bætir Óskar við. „Við höfum báðir unnið á sumarhótelum, Ingv- ar á Bifröst og ég á Þingvöllum. Þaö var nálægðin við guðsgræna náttúruna sem kveikti áhugann. Hvor í sínu lagi fiktuðum við okkur áfram og fund- um að við áttum þetta sameiginlega áhugamál þegar við byrjuðum að vinna saman á Argentínu. Hvorugur vissi af áhugamáli hins fyrr en þá. Síð- an hefur þetta þróast ánægjulega. Það er alltaf gaman að fást við eitthvað nýtt, þótt lítið sé, í matargerðarlist." KÓNGAFÓLK TILRAUNADÝR „Það hefur líka verið ánægjulegt að fá að reyna nýjungarnar í starfi þótt fjölskyldan og aðrir ná- komnir hafi oftast orðið fyrir barðinu á okkur,“ segir Óskar og brosir. „Ánægjulegastar hafa til- raunirnar verið þegar við höfum prófað þetta á kóngafólki og öðrum fyrirmönnum í veislum þar sem við höfum komið við sögu í matargerðinni. Ég man vel eftir máltíð sem á borð var borin fyrir Spánarkonung og drottningu hans á Þingvöllum. Skreytingin og kryddið í þeim kóngaréttum voru hreinræktaðar íslenskar jurtir og var látið vel af því.“ Það hlýtur að vera spennandi að hafa kónga, drottningar og ráðherra sem tilraunadýr en heilla- vænlegast hlýtur að vera að byrja á sjálfum sér vilji maður ekki taka of mikla áhættu í vanda- sömu starfi. „Við leyfum okkur að grínast með þetta okkar í milli en auðvitað er þetta háalvarlegt mál og til að komast upp á lagið með þetta þarf maður góð- an tíma og það gefur manni heilmikið að bæta smám saman við þekkinguna í þessu eins og öðru,“ segir Ingvar og tekur ofan kokkahúfuna. ÓTÆMANDI BRAGÐBRUNNUR „Þarna úti er ótæmandi bragðbrunnur og það er ótrúlega margt sem er við höndina og gott krydd með steikinni ef vel er skoðað. Fyrst þarf maður að ná góöu valdi á grillsteikingu og siðan að þreifa sig áfram með kryddið, sósurnar og annað sem gefur máltíðinni góðan keim og hið „eina sanna bragð“. Góðar undirtektir og ánægjusvipur borðfélaga er svo kryddið í tilveruna fyrir okkur sem búum til og berum á borð.“ Lambalæri, reyksteikt með krækiberjalyngi, marinerað berjalæri, rifsberjaleginn léttgrillaður humar, grillaður lambahryggur og lúðubitar með hundasúrusósu eru nokkrir réttir sem Óskar og Ingvar hafa reynt í sumar. „Og gefist vel,“ segir Óskar. „Það er annars í þessari grein sem öðrum að það er erfiðast að sameina þetta tvennt, ein- faldleikann og góða bragðið. Það má ekki grauta of miklu saman ef uppskriftir eiga að vera að- gengilegar og fyrir hvern sem er að spreyta sig á. Við höfum haft þetta að leiðarljósi í útvarpinu í sumar og undirtektir verið góðar. Hér á Argentínu Frh. á bls. 57 34 VIKAN 19.TBL1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.