Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 9
mér bera það með sér að
þetta er fólk sem hefur víða
farið og séð lífið í ýmsum
myndum ofan af sviði eða
kringum bransann. Þessari út-
gerð fylgir mikil nálægð við
fólk og gang lífsins hér og þar.
Þetta er svolítið skrítin tilhugs-
un en engu að síður satt. Það
ríkir líka miklu meiri friður
meðal hljóðfæraleikara og
söngvara en maður átti að
venjast hér áður fyrr þegar ill-
indi, úlfúö og baktal var alls-
ráðandi eða miklu meira áber-
andi.“
HLJÓMPLATAN
ANDARTAK
„Eins og velflestir sem um
langan aldur hafa haft lífsvið-
urværi sitt af hljóðfæraleik átti
ég mér draum að taka upp eig-
iö efni og gefa út á plötu. Ég
flýtti þeim draumi þegar sjúk-
dómurinn sótti mig heim og
hef unnið í því verkefni allt
þetta ár. Draumurinn er orðinn
að veruleika, hljómplata sem
kemur út eftir nokkrar vikur og
ég hef valið heitið ANDARTAK
Mér telst svo til að alls komi
um fjörutíu manns við sögu á
plötunni. Þetta eru allt lög eftir
mig og velflestir textarnir líka.
Yfirbragðið er melódískt og
stilbrigðin mörg. Segja má að
fjölbreytileikinn sitji í fyrirrúmi.
Þarna bregður meira að segja
fyrir kvikmyndastemmningu.
Annars verða aðrir en ég að
dæma þegar þar að kemur.
Þetta eru alls tólf lög - tólf litlar
myndir í tónlistarbúningi sem
mér þykir eðlilega vænt um.
Þar sem ég hef nú aldrei
verið rómaður fyrir góðan
söng fékk ég lánaða nokkra af
bestu börkunum úr bransan-
um til að koma þessu til skila.
Má þar nefna Andreu Gylfa-
dóttur, Helga Björnsson,
Bubba Morthens, Reyni
Guðmundsson, Daníel Har-
aldsson og Sævar Sverrisson.
Þau gefa þessu skemmtilegan
lit eins og þeirra var von og
vísa. Hinir fjölmörgu hljóð-
færaleikarar, sem lögðu mér
lið, eru meira og minna sam-
ferðamenn mínir í spila-
mennskunni og þeir Sævar,
Helgi og Bubbi lögðu til orð í
texta nokkurra laga og þeir
versnuðu ekki við það - það
get ég fullyrt.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra gefur plötuna út ásamt
mér og vona ég sannarlega að
dæmið gangi upp - ekki til að
fylla mínar pyngjur heldur á
ágóðinn að renna til líknar-
mála. Helmingur ágóðans fer
til byggingar sundlaugar fyrir
Þannig var ísfirska hljómsveitin Yr fyrst skipuð. Þessi mynd var tekin árið 1974.
fötluð og lömuð börn, hinn
helmingurinn til rannsókna á
þeim sjúkdómi sem ég er
haldinn, taugalömunarsjúk-
dómnum MND.“
TÓNLISTIN STERK
LÍFTAUG
Þótt ég hafi þurft að breyta um
farveg í lífinu, taka upp nýja
siði í stóru og smáu, verður
tónlistin aldrei frá mér tekin
svo lengi sem ég held skýrri
hugsun. Við spilamennskuna
nota ég rafmagnstrommur en
það skal skýrt tekið fram að
þær leika ekki eitt eða neitt fyr-
ir mig, ég leik á þær rétt eins
og ég hef alltaf gert en stíllinn
hefur breyst. Ég hef breytt
hreyfingum og bý mig andlega
og líkamlega undir hvert spila-
kvöld."
Nú skellir Rafn höndunum á
eldhúsborðið og segir: Sjáðu,
hér milli þumals og vísifingurs
hefur vöðvi rýrnað og fingurnir
eru mismunandi hreyfanlegir.
Ég held öðruvísi á kjuðanum
fyrir bragðið og þessar snöggu
hreyfingar hérna - sjáðu -
verða öðruvísi bæöi með
höndum og fótum. Líðan mín
frá degi til dags veltur á því
hvernig ég hef hagað mér í
það og það skiptið. Öll snögg
geðbrigði, þreytta eða svefn-
leysi geta framkallað stjórnleysi
hreyfinga eða máttleysi.
Það er því ekki að undra að
ég vandi mig hverja einustu
stund. Það er mitt stóra og
mikla mál að halda takti í líf-
inu. Ef ég geri þaö fylgir kraftur
og áræði í kjölfarið, að
ógleymdri lífsgleðinni."
DAGURINN í DAG ER
ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
„Maður hugar einhvern veginn
betur að því sem er í kringum
mann. Með sama breytta hug-
arfarinu, sem fylgdi hljómplöt-
unni, dreif ég mig í skóla. Það
veitir ekki af að rækta svolítið
andann. Ég er nú á öðru ári í
Kennaraháskólanum og það
gengur bara bærilega. Það
þýðir ekki að sitja aðgerðalaus
og bíða eftir að eitthvaö gerist.
Það hleypir hugsunum á flakk
og ruglar mann í ríminu í bar-
áttunni. Blákalda staðreyndin í
þessu öllu saman er þessi:
Þrátt fyrir kærkomna hlutdeild,
hjálpsemi og væntumþykju
þeirra sem næstir standa,
þrátt fyrir þá gæfu að eiga
góða vini sem hjálpa og að-
stoða má ég aldrei gleyma því
að það er ég sjálfur sem hey
mína lífsbaráttu - ég stend og
fell með henni rétt eins og hver
annar.
Hvort ég sé að standa í síð-
asta sinn upp frá trommusett-
inu, brautskráður og útskrifað-
ur eða hvort ég sé á leiðinni í
hjólastólinn eru spurningar
sem ég leiði hjá mér. Svörin
viö þeim mega liggja kyrr þar
til tíminn leiðir þau í Ijós. Það
er dagurinn í dag sem skiptir
máli, fullur af áhugaverðum
viðfangsefnum sem spenn-
andi er að fást við. Ég nýti tim-
ann vel, helst hvert einasta
andartak.
Einhverjum kann kannski að
finnast skrýtið að heyra mann
eins og mig tala svona en fyrst
ég Ijáði máls á því að ræða
mín persónulegu mál við Vik-
una vildi ég hafa söguna
sanna-engu logið, engu leynt.
Ýkjur og gróusögur fylgja alltaf
þegar umræðuefnið er við-
kvæmt og persónulegt svo
það er best að valda ekki nein-
um misskilningi." □
Þessi mynd var tekin 1988 er
Rafn var að spila með Bitlavina-
félaginu í beinni útsendingu
Rásar 2 fyrir utan útvarpshúsið
við Efstaleiti.
19. TBL. 1991 VIKAN 9