Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 22
ÍSLAND! - ÉG FÆ GÆSAHÚÐ
AF SÆLU VH> TILHUGSUNINA
O
g;
LU
o
CD
2
Frú Margaret Taylor býr í Northampton
á Englandi og hefur komið þrisvar til
íslands; bresk kona sem leggur allt
sparifé sitt fyrir til að komast hingað
aftur og aftur. Hún hefur auk margs
annars framleitt trúðadúkkur og selt þær. Svo
kemur hún hingað annað hvert ár og fjölskyldan
hennar botnar ekkert í þessum áhuga hennar.
Og þegar hún snýr heim til Englands aftur heldur
hún svolitla fyrirlestra um ísland og sýnir lit-
skyggnur í leiðinni. Þar að auki hefur hún skrifað
ferðasögumar og sent til pennavina sinna um
víða veröld. Hún hefur meira að segja dásamað
ísland í bresku útvarpi. En hvaðan kemur henni
þessi áhugi? Ég fékk hana í svolítið rabb um
daginn og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Það þurfti ekki að draga svörin upp úr henni og
hér birtist viðtalið.
- Hvernig datt þér fyrst í hug að koma til
íslands?
Mig hefur alltaf langað að koma hingað, alveg
síðan ég var barn. Ég veit ekki hvers vegna.
Kannski hefur mér alltaf fundist þetta vera sá
staður á jörðinni sem kemst næst hugmyndum
mínum um sköpun heimsins. Þetta er í þriðja
skiptið sem ég kem hingað og þessi skoðun mín
hefur ekkert breyst. Hérna eru jöklar, jarðhiti og
eldfjöll sem fá mann til að ímynda sér að heim-
urinn sé nýfæddur. Samt var það ekki fyrsta
ástæðan fyrir komum mínum hingað. Alla tíð
síðan ég var svona átta, níu ára gömul hef ég
verið ákveðin í að (sland væri það land sem mig
langaði mest til að sjá. Svo var það árið 1986 að
ég gekkst undir meiri háttar læknisaðgerð. Ég
var mjög veik og var vart hugað líf. Þá hugsaði
ég með mér: Fjölskyldan er vaxin úr grasi, ég á
fjögur börn, það yngsta er orðið sautján ára og
ég á svolitla peninga í bankanum.'Og þegar ég
útskrifaðist í janúar '87 sagði ég manninum mín-
um að ég ætlaði f ellefu daga ferð til Islands í
júní. Þá var ég búin að bóka far í pakkaferð.
Þetta var allt mjög einkennilegt. Veðrið var
yndislegt allan tímann meðan ég var hérna. Satt
að segja mun betra en heima á Englandi, þó
mér hefði verið sagt að búast við kulda. Ég sá til
dæmis aldrei ský yfir Heklu. Það lá við að þessi
ferð félli niður vegna þess að við vorum aðeins
fimm sem höfðum skráð okkur en venjulega þarf
að minnsta kosti tíu manns. Við fengum því leið-
sögumann í fimm daga og síðan gistum við á
einkaheimilum næstu fimm daga og fengum
annan leiðsögumann. Á ellefta degi fór ég heim
og grét í flugvélinni vegna þess að ég vildi ekki
yfirgefa landið. En ég byrjaði strax að öngla
22 VIKAN 19. TBL 1991