Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 40
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA ÁHUGAVERÐ HUGBOD SVAR TIL SIGGA, 1 8 ÁRA Kæra Jóna Rúna! Einhverra hluta vegna finnst mér aö ég verði að skrifa þér. Þannig er mál með vexti að éger 18 ára strákur, er að læra að vera þjónn og finnst það meiri háttar skemmtilegt. Ég er alinn upp fyrir vestan og sakna þess stundum að vera svona langt frá foreldrum mínum og systkinum. Ég á þó ágæta vini hér í Reykjavík og eins er ég mjög ástfanginn af stelpu sem er að læra til þjóns eins ogég- Æska mín var ágæt nema að því leyti að faðir minn er alkóhólisti en hætti að drekka fyrir tveim árum. Það var oft spenna og vandræði sem tengdust drykkjuskap hans á heimilinu. Hann lét mjög ófriðlega og var reyndar svolítið ofbeldishneigður síðustu þrjú ár drykkjunnar. Málið er, elsku Jóna, að þegar ég var átta ára fór ég að taka eftirþví mjög reglulega að ég virtist oftast eins og vita ef hann ætlaði á fyllirí, svona eins og deginum áður. Ég var orðinn svo viss, þegar ég fann þetta eins og á mér, að ég sagði mömmu það og hún fór að trúa á þessi einkennilegu hugboð mín og sagði bara: „Æ, ekki einu sinni enn. “ Oft og iðulega er eins og ég viti fyrirfram hvað muni gerast í mínu lífi og annarra. Ég finn til dæmis oftast á mér hvernig mér kemur til með að ganga á prófum og veit jafnvel hvaða einkunn ég fæ. Einu sinni þegar ég var 13 ára og var í skólanum varð ég að fara heim og samt átti ég tvær kennsiustundir eftir. Mér leið eitthvað svo ömurlega og fannst eitthvað að heima. Þegar ég svo kom heim hafði bróðir minn skömmu áður dottið og höf- uðkúpubrotnað. Þegar ég birtist í dyrunum var verið að flytja hann á sjúkrahús. Mér var rosalega brugðið. Getur verið að þetta séu tilviljanir eða eru þetta hrein og klár hugboð? Eins finnst mér ég finna hvort fólk er að segja mér satt eða ekki þegarþað er að tala við mig. Það hefur ekki brugðist að þar hef ég rétt fyrir mér. Það hefur alltaf komið í Ijós eftir á. Ég er líka frekar myrkfælinn og þætti vænt um ef þú gætir gefið mér góð ráð til að vinna á þeim vanda. Ég get jafnvel orðið ofsalega hræddur í dagsbirtu við eitthvað sem ég finn en veit ekki hvað er. Kærastan mín skilur ekki alveg þennan vanda minn og mér sárnar rosalega þegar hún eins og efast um að það sem ég finn og skynja sé raunverulegt. Það væri gott að fá þínar útskýringar á þessum hugboðum sem gera mig stundum svona ofsa- lega hræddan. Það sakar ekki ef þú nennir að skoða mig á þinn dulræna hátt, svona til góðs fyrir mig. Eins væri sem mest leiðsögn vel þegin. Innilegar þakkir fyrirfram, Siggi. Kæri Siggi! Kærar þakkir fyrir ákaflega áhugavert bréf. Mér er vissulega Ijúft aö íhuga og velta fyrir mér vanda þín- um og áhyggjum. Við notumst eins og alltaf áður við innsæi mitt, reynsluþekkingu og hyggjuvit til glöggv- unar og mögulegrar uppörvunar. Uppvöxtur ýtir undir meðfœtt nœmi Það er einhvern veginn svo að á heimilum þar sem drykkjuskapur er viðloðandi er þensla oft og iðulega mikil á taugakerfi og tilfinningalíf heimilisfastra manna. Börnin fara ekki varhluta af einmitt þannig spennu, eins og þú bendir reyndar á í bréfi þínu. Ef þessi börn eru óvenju næm og í ofanálag gædd sál- rænum hæfileikum eins og þú má næstum fullyrða að erfitt ástand heimilisins ýti undir og óbeint auki það sem fyrir er. Öll taugaspenna gerir okkur mun næm- ari á umhverfi okkar og þá sem eru samvistum við okkur. Það kemur í Ijós þegar þú ert átta ára að þú ert orð- inn óvenjulega næmur á ástand og innri líðan föður þíns. Mögulega má rekja það til þess sem er eðlilegt samband við sína nánustu, fólk sem við erum að jafnaði samvistum við oftar og lengur en annað fólk og kannski óviðkomandi. Eitt og annað í fasi og fram- komu ástvina okkar verður okkur Ijósara vegna áunn- innar þekkingar á hegðun viðkomandi. Ekki þarf í þannig tilvikum að vera neitt dulrænt sem hvílir að baki heldur einungis að við skynjum margþættar breytingar á viðkomandi og lærum smátt og smátt að geta okkur til um hvað að baki býr. Hvað áfengisneyslu ástvina snertir er þannig til- finning fyrir hugsanlegum áföllum mjög algeng. Það er ofur eðlilegt að öðlast sterka vitund eða vissu um hvað framundan er þegar þolendur hafa jafnvel árum saman upplifað svipaða eða áþekka hegðun fyrir neyslu gerandans. Hitt er svo annað mál að auðvitað getur sálræn skynjun búið að baki tilfinningu fyrir vandræðum. Kallast hún þá hugboð og inniheldur nokkurs konar fyrirboða þess sem verða vill eða koma skal. I þínu tilviki getur hvort tveggja verið skýr- ing á tilfinningu þeirri sem gaf þér grun og jafnvel vissu um að faðir þinn myndi fara á fyllirí i framhaldi af því sem þú varðst áskynja eða fannst hreinlega á þér. Raunveruleg hugboð Eins og þú segir frá virtist þú fá eins konar hugboð um eitt og annað ótengt áfengissýki föður þíns. Ef um raunveruleg hugboð er að ræða geta þau til dæmis lýst sér í því að okkur finnist við þurfa að fara á ein- hvern ákveðinn stað, eins og þú þegar þú fannst þig knúinn til að fara heim úr skólanum án þess að vita í raun og veru hvers vegna. Síðan kemur í Ijós að bróðir þinn er mikið slasaður og verið er að bera hann burt. Þarna var um að ræða raunverulegt hugboð sem tengist tímabundnum erfiðleikum náins ættingja. Hyggilegt er, ef við finnum svona ákveðið á okkur að við eigum að fara eitthvað eða hitta ákveðna per- sónu, að gera það. Venjulega kemur í Ijós eftir á að tilfinningin reynist geta sannað gildi sitt. Hugboð eða ímyndun Munurinn á hugboði og ímyndun er að hugboðinu, meðan það varir, fylgir algjör vissa en ímyndun alltaf efasemdir sem blandast við það sem við upplifum. Oftar en ekki hafa hugboð þeirra sem sálrænir eru getað komið í veg fyrir áföll og önnur yfirstíganleg vandræði. Eins hafa þau haft í för með sér ávinning og lukku þeim til handa sem þessum eiginleikum eru búnir. Margir kaupsýslumenn hafa viðurkennt að engu sé líkara en þeir finni á sér eða fái hugboð um hvar gróða sé að finna. Hugboðum þarf þannig ekki endilega að fylgja hætta. Þeim getur alveg eins fylgt gæfa eða velgengni. Eitt er þó alveg víst. Hugboð eru aldrei úthugsuð eða tengjast á annan hátt rökhugsun eða skynsemi. Þau eru fyrst og fremst tengd innsæishugsun sem venjulegast kemur í upphafi sem afleiðing af ein- hvers konar tilfinningalegri vissu en tekur síðan á sig rökrænan búning eftir atvikum eða skýrist eftir á eins og hjá þér. Myrkfœlni Ekki er óeðlilegt að þú kunnir að finna til einhvers konar óþæginda vegna sálrænna hæfileika þinna. Svokölluð myrkfælni er afar algengt fyrirbæri í hugum þeirra sem sálrænir eru og jafnvel þeirra sem einung- is verða að teljast sérlega næmir en þurfa ekki beint að búa yfir dulrænum hæfileikum. I andrúmslofti venjulegs lífs eru margþættir straumar og sveiflur hinna ýmsu orkukrafta. Ekki þarf endilega að vera um látna að ræða þegar við eins og finnum eitthvað í kringum okkur. I mjög mörgum tilvikum er einungis um að ræða samansafn hinna ólíklegustu áhrifa eða andlegrar orku sem getur verið tilkomið af ólíkum á- stæðum og á fátt skylt við möguleg áhrif úr hinum heiminum. Við vitum það flest, sem talið höfum okkur myrkfælin, að þannig óþægindatilfinning getur allt eins komið yfir okkur í dagsbirtu. Eigið orkusvið Við höfum í kringum líkama okkar andlegt orkusvið sem byggt er upp í litum og hreyfist á ýmsa vegu. Þetta orkusvið er kallað ára og vísindamenn hafa í seinni tíð auðveldlega getað myndað blikið sem um- lykur likama okkar. Þetta orkusvið virðist mismunandi þétt eða gisið, allt eftir hver áruna á. Þeir sem hafa það sem kalla má létt blik verða mun meira fyrir ým- iss konar áreitni ólíkra strauma umhverfisins en þeir sem hafa þétt kraftsvið, auk þess sem þeir geta verið ótrúlega næmir á annað fólk. Þú segist finna hvort fólk segir satt eða ekki. Það getur verið rétt ályktað hjá þér vegna þess að ef manneskja segir ósatt stafar annars konar krafti eða útgeislun frá henni en þegar hún segir satt. Ósann- indaútgeisluninni fylgja einhvers konar misvíxlanir orkustreymis sem valda okkur sem skynjum slíkt óþægindum sem auðveldlega má ná þjálfun í að túlka eins og tilefni er gefið til eða við finnum fyrir. Það sem við sennilega finnum fyrir er eitthvað óheillt og varhugavert og einmitt þess vegna liður okkur illa í nálægð við viðkomandi. Til samanburðar finnum við allt önnur og betri áhrif ef frá orkusviði manneskju stafar hlýju og kærleika. Við fyllumst í nálægð við viðkomandi einhvers konar vellíðan og fáum traust á viðkomandi. Þess vegna er oft svo að sálrænt fólk þarf ekki endilega að heyra aðra tala um tilfinningar sínar eða vilja til hlutanna, það einfaldlega finnur hvað inni fyrir er og bregst við í samræmi við þessa sálrænu skynjun. Mögulegar varnir Til að losna við það sem þú kallar myrkfælni er ágætt að fara með bænir sem innihalda ósk um vernd og guðlega forsjá, bera kross um hálsinn og nota viljann til að ýta óþægindunum burt á ákveðinn hátt með hugsunum sem erum fráhverfar ástandinu og í eðli sínu jákvæðar. Ótti veldur venjulegast auknu næmi og þá að sjálfsögðu frekari óþægindum sem afleið- ingu af skynjuninni sem fælninni veldur. Það er mikil- 40 VIKAN 19. TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.