Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 6

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 6
MIKIÐ MAL AÐ HALDA TAKTI í LÍFINU Rafn Jónsson trommuleikari berst við tauga- og lömunarsjúk- dóminn MND Rafn ásamt tónelskum sonum sínum, þeim Agli Erni níu ára og Ragnari Sólberg fjögurra ára. „Konan og börnin taka þátt í þessu með mér af heilum hug og það eru styrkustu stoðirnar." O 2 CJ> o Rafn Jónsson trommuleikari sem berst við tauga- og lömunarsjúkdóminn MND. Það hefur kallað á breytt lífsviðhorf - nýja lífsstefnu. Þrátt fyrir mótlætið læt- ur hann ekki deigan síga og hefur kom- ið ýmsu í verk sem átti að bíða seinni tíma - m.a. hljómplötunni ANDARTAKI. Veganestið er kjarkur, þor og þrjóska. Sá sem ætlar aö ná ár- angri í trommuleik þarf að vera taktviss, tileinka sér ákveðnar handa- og fóta- hreyfingar, tvinna þær saman ( eina heild og öðlast tækni með æfingunni og reynslunni. Leiftursnögg boð heilans til vöðva handa og fóta segja svo til um hugmyndaflugið, hvern- ig hver og einn vill glæða hljómlistina lífi og túlka hana með eigin tilfinningum. Þetta þekkir Rafn Jónsson tommuleikari sem á að baki tuttugu ár við settið og hefur leikið með mörgum lands- þekktum hljómsveitum á borð við Grafík, Bítlavinafélagið, Sálina hans Jóns míns og Galíleo. Hann kemur víða við sögu á íslenskum hljómplötum enda hæfileikaríkur trommari sem nýtur álits. En Rafn hefur þurft að breyta um takt í lífinu, það hafa orðið straumhvörf í lífi hans. Hann heyr nú baráttu við taugafrumusjúkdóm sem ber heitið MND sem þýðir löm- un þeirra fruma sem stjórna hreyfingum og segir fyrst til sín á liðamótum handa og fóta. Það sér því fyrir endann á lit- ríkum ferli eða hvað? ÞRJÓSKAN HJÁLPAR „Það má kannski segja það en maður má ekki festast I þeirri hugsun. Ég stimpla mig ekki út einn ákveðinn dag. Það er á hreinu. Ég held fast í vonina og berst þetta áfram á þrjósk- unni. Hún er mér í blóð borin," segir Rafn ákveðinn og af mikilli rósemi. Hann ræðir þetta áfall eins og hvern ann- an orðinn hlut. „Það er mikil lífsins lukka að þessi sjúkdómur leggst ekki, enn sem komið er, hart á mig. Ég hef fengið tíma til að laga mig að gjörbreyttum aðstæð- um og er þakklátur fyrír það. Þetta gerði fyrst vart við sig fyrir fjórum árum. Ég var að fara út á land að spila og var að ganga að bílnum þegar ég missti fótanna, svona rétt eins og ég hefði misstigið mig. Ég hafði verið haltur nokkra daga á undan en fannst ekkert undarlegt við það en þarna kviknuðu grunsemdir um að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Það kom líka á daginn, eftir langar og strangar göngur til lækna. Þá kom dómurinn og það harður dómur. Frh. á næstu opnu 6 VÍKAN 19. TBL 1991 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.