Vikan - 19.09.1991, Page 6
MIKIÐ MAL
AÐ HALDA
TAKTI í LÍFINU
Rafn Jónsson
trommuleikari
berst við
tauga- og
lömunarsjúk-
dóminn MND
Rafn ásamt tónelskum sonum sínum, þeim Agli Erni níu ára og Ragnari Sólberg fjögurra ára. „Konan og börnin taka þátt í þessu með mér
af heilum hug og það eru styrkustu stoðirnar."
O
2
CJ>
o
Rafn Jónsson trommuleikari sem berst
við tauga- og lömunarsjúkdóminn MND.
Það hefur kallað á breytt lífsviðhorf -
nýja lífsstefnu. Þrátt fyrir mótlætið læt-
ur hann ekki deigan síga og hefur kom-
ið ýmsu í verk sem átti að bíða seinni
tíma - m.a. hljómplötunni ANDARTAKI.
Veganestið er kjarkur, þor og þrjóska.
Sá sem ætlar aö ná ár-
angri í trommuleik þarf
að vera taktviss, tileinka
sér ákveðnar handa- og fóta-
hreyfingar, tvinna þær saman
( eina heild og öðlast tækni
með æfingunni og reynslunni.
Leiftursnögg boð heilans til
vöðva handa og fóta segja svo
til um hugmyndaflugið, hvern-
ig hver og einn vill glæða
hljómlistina lífi og túlka hana
með eigin tilfinningum.
Þetta þekkir Rafn Jónsson
tommuleikari sem á að baki
tuttugu ár við settið og hefur
leikið með mörgum lands-
þekktum hljómsveitum á borð
við Grafík, Bítlavinafélagið,
Sálina hans Jóns míns og
Galíleo. Hann kemur víða við
sögu á íslenskum hljómplötum
enda hæfileikaríkur trommari
sem nýtur álits. En Rafn hefur
þurft að breyta um takt í lífinu,
það hafa orðið straumhvörf í
lífi hans. Hann heyr nú baráttu
við taugafrumusjúkdóm sem
ber heitið MND sem þýðir löm-
un þeirra fruma sem stjórna
hreyfingum og segir fyrst til sín
á liðamótum handa og fóta.
Það sér því fyrir endann á lit-
ríkum ferli eða hvað?
ÞRJÓSKAN HJÁLPAR
„Það má kannski segja það en
maður má ekki festast I þeirri
hugsun. Ég stimpla mig ekki út
einn ákveðinn dag. Það er á
hreinu. Ég held fast í vonina
og berst þetta áfram á þrjósk-
unni. Hún er mér í blóð borin,"
segir Rafn ákveðinn og af
mikilli rósemi. Hann ræðir
þetta áfall eins og hvern ann-
an orðinn hlut.
„Það er mikil lífsins lukka að
þessi sjúkdómur leggst ekki,
enn sem komið er, hart á mig.
Ég hef fengið tíma til að laga
mig að gjörbreyttum aðstæð-
um og er þakklátur fyrír það.
Þetta gerði fyrst vart við sig
fyrir fjórum árum. Ég var að
fara út á land að spila og var
að ganga að bílnum þegar ég
missti fótanna, svona rétt eins
og ég hefði misstigið mig. Ég
hafði verið haltur nokkra daga
á undan en fannst ekkert
undarlegt við það en þarna
kviknuðu grunsemdir um að
eitthvað alvarlegt væri á seyði.
Það kom líka á daginn, eftir
langar og strangar göngur til
lækna. Þá kom dómurinn og
það harður dómur.
Frh. á næstu opnu
6 VÍKAN 19. TBL 1991
\