Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 43

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 43
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON og eftir. Þráinn fletti bæklingunum og kinkaöi kolli til samþykkis. Þaö var ekki annað að sjá en örgustu gamalmenni yröu sem unglömb að nýju. Þráinn beið þess eins að setjast í stólinn og fá toppinn. Það sem við gerum núna, Þráinn, er að þú sest þarna í stólinn og ég tek af þér smálokk til að fá grunnlitinn á hárinu. Síðan sendi ég beiðni til útlanda og fæ fyrir þig rétta toppinn. Þráinn svitnaði. Nú - hvað tekur það langan tíma? Svona þrjár vikur, svaraði Gilli hæglát- lega og stóð upp. Hann benti Þráni að setjast í rakarastólinn. Þráinn var annars hugar þegar hann settist. Þurfti hann virkilega að bíða svona lengi eftir þessum bleðli sem ekkert var? Hann hreyfði samt engum mótbárum, vildi ekki eiga þaö á hættu að verða af toppnum. Hann yrði bara að sætta sig við þetta. Á meðan Gilli skoöaði hárið og tók pruf- ur skimaði Þráinn forvitinn um stofuna. Þarna voru alls konar andlitslausir gervihausar sem skörtuðu flottu toppunum hans Gilla. Þráinn setti andlit á hvern og einn, allt eftir því hvernig kollurnar litu út. Hann sá Dabba, Denna og Óla Gríms eins og sigurtákn í einni hillunni. Gilli skellti skyndilega kollu á höfuðið á Þráni. Þessi er svona til að sýna þér hvernig þetta kemur til með aö virka. Þráinn starði I spegilinn. Hann þekkti ekki sjálfan sig - gjör- samlega allt annar maður. Það var engu líkara en kolsvörtu lambi hefði verið skellt á hausinn á honum. Á þetta að vera svona? stamaði hann forviða. Ég er alveg eins og Jimi Hendrix. Gilli gat ekki varist hlátri. Hann klappaði Þráni hughreystandi á öxlina. Ég er bara að sýna þér hvernig þetta lítur út áður en ég klippi það saman við þitt eigið hár. Þráinn hló vandræða- lega. Jæja vinur, þá er þessu lokið í þetta sinn - og þó. Gilli teygði sig í málband. Ég var nærri búinn aö gleyma að mæla á þér skallann. Skallann? endurtók Þráinn. Er þetta svo slæmt? Blessaður vertu, þetta er ekkert sem eftir er á þér. Hann dró málbandið frá enni og langt aftur á hnakkann. Ætli hann fái visst á fermetrann, hugsaði Þráinn, enn á fullu aö af- neita hárleysinu. Fínt er, fínt er, sagði Gilli eins og hann væri að svara hugsunum Þráins. Þú þarft alveg stærstu gerð. Ég hringi svo bara I þig þegar þetta kemur að utan. Það er best að ég taki líka niður hjá þér símanúmerið I vinnunni. Hann fylgdi Þráni til dyra og þeir kvöddust með handabandi. Þráinn hraðaði sér út og dró djúpt að sér andann, feginn að hafa stigið skrefið til fulls. Hann ákvað að minnast ekki á þetta við nokkurn mann. Nóg yrði víst umtalið þegar að því kæmi. Dagarnir liðu og Þráinn vann stöðugt í sjálf- um sér. Hann leitaðist við að efla með sér kjark og þor til að mæta öllu sem hugsanlega gæti hent hann þegar að því kæmi að mæta fólki eftir að herlegheitin væru lent á höfðinu á honum. Engu að síður gat hann ekki á sér set- ið að plægja örlítið akurinn og gerðist eins kon- ar postuli í að auglýsa ágæti hártoppa. Hann laumaði þessu með hægð inn í umræður þeg- ar tækifæri gafst. Loks kom svo kallið. Á borði verkstjórans lágu skilaboð til Þráins um að hann ætti að hringja í Gilla rakara. Þráinn gat ekki séð á verkstjóranum að hann grunaöi hvað til stæði, þótt flestir sem vakandi tórðu vissu hver Gilli hártoppafrömuður var. Hann hringdi því ófeiminn úr verkstjórakompunni. Jú, Gilli rakari óskaði eftir að fá hann samdæg- urs ef hann ætti möguleika á að koma svona fyrirvaralaust. Ekkert var því til fyrirstöðu og Þráinn fékk frí það sem eftir var dagsins. Eftir að Þráinn var búinn að fara heim I gott baö og skipta um föt stóð hann á gólfinu hjá Gilla rakara. Brosið á Gilla var sneisafullt af gleði, eins og hann hefði fundið líffæri sem bjarga myndi lífi Þráins. Þráinn settist I stólinn og reyndi að slaka örlítið á. Spennan og undanfari þessarar stundar kostuðu það að hann var rennandi sveittur á höfðinu. Þegar hann horfði á spegilmynd sína vissi hann ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta. Hvað I ósköpunum er ég að láta þig ganga í gegnum núna, Þráinn Sveinsson? Rosalega ertu sveittur, drengur! Hljópstu hingað, eða hvað? Þráinn svaraöi engu, hann var staðráðinn í að nefna ekki viö Gilla hversu mjög þetta tók á taugarnar. Gilli byrjaði að klippa lauslega yfir hárið. Ég ætla að laga að- eins þessar rýjur áður en þú mátar gripinn. Þráinn veitti því litla athygli hvað Gilli rakari sagði, augun voru föst á hártoppi sem sat virðulegur á gervihaus undir hárþurrku. Þráinn var umsvifalaust búinn að setja sitt eigið andlit á gervihausinn. Þetta gæti bara komiö vel út, hugsaði hann. Frh. á næstu opnu z' / Í4AT 7omi{ OKftSi TRE&- u/7 TLA/Vfl /Í&Ð Ei TR- TEáLjA RÓLK.T lA'fi X 5 KlutJtJfiK ({EiÐ 3 A f > e SKEL DKOPi DR'IKK 'orrÁSr > > \/ AK'iNU- WAJUAA HZ&ÐiST ToLU > Ei AJfJ R bftrO'Q 1 > KETjftfi To Mu ÍSL- STAF^ 5*2- b'Tifi SÖMCf z e;a/í Snu'Ru > z / z 3 H 5 fo T 8 ST/ffiF- R&ktí Lausnarorð í síðasta blaði 1-7: GRÍMSEY 19. TBL. 1991 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.