Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 25

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 25
minjasafniö einu sinni - fimm stundarfjórðunga - og mér var leyft að taka myndir af öllu. Þarna eru innan um og saman við þau fallegustu listaverk á þessu sviði sem ég hef nokkurn tíma séð, sér- staklega þau í eldri kantinum. - Úr því að þú átt svona mikið af efni og upplýsingum um ísland - reynirðu þá kannski að fá aðra til að koma hingað? Fólk hefur spurt mig um þetta áður. Kannski geri ég það ómeðvitað. Ég sendi pennavinum mínum um allan heim upplýsingar og myndir frá Islandi en ég hef fyrst og fremst ánægju af þessu sjálf. - Þér hlýtur nú að finnast eitthvað nei- kvætt við þetta iand ef þú hugsar þig vel um. Margaret hugsar sig um: Það eru þá helst gangstígar sem eru lagðir á fallegum stööum og spilla umhverfinu. Þetta hefur til dæmis verið gert í Dimmuborgum og á Geysissvæðinu. Ég veit auðvitað að ástæðan fyrir þessum stígum er góð og gild. Þetta er gert til að beina ferðamönn- um frá viðkvæmum stöðum - en mér finnst þetta Ijótt. Ég gæti trúað að þeir náttúrudýrkendur sem ferðast um óbyggðir þessa lands séu mér sam- mála - en auövitað er þetta gert vegna þess að þarna er mikið um vissa ferðamenn sem bera ekki nóga virðingu fyrir náttúru landsins. Annað sem veldur því að fólk leggur ekki í að koma hingað er verðlagið. Ég veit um hjón sem dauð- langar að koma hingað en auðvitað er það tvö- falt dýrara fyrir þau en mig eina. Jafnvel meira en það vegna þess að nú þekki ég svo margt fólk hérna sem hreinlega krefst þess að ég búi hjá því. Og það þýðir ekkert fyrir mig að mót- mæla og segja að ég hafi bókað það allt fyrir- fram. Mér er ekið út og suður og ég fæ ekki einu sinni að taka þátt í bensínkostnaðinum. Auðvit- að færi ég þessu fólki gjafir þegar ég kem hing- að og það kann ekki við annað en að taka við þeim en það er líka allt og sumt. - Hefurðu uppgötvað eitthvað nýtt í þessari ferð? Ég er bara búin að vera eina viku hérna í sumar. Viö fórum til Krýsuvíkur og ég gekk eftir sama stíg og drottningin okkar labbaði á í fyrra. Eftir að hafa farið um Kröflusvæðið og Náma- skarð er Krýsuvík öll minni í sniðum en þótt ég hefði aldrei séð neitt hverasvæði nema þar væri það meira en vel þess virði. Svo er leiðin þangað full af nýjum undrum. Þarna birtist allt í einu leyndardómsfullt stöðuvatn og handan við næsta horn opnast algerlega nýr heimur. Þegar farið er vestur fyrir hverasvæðið birtist blá tjörn og önnur græn. Báðar ber við sjóinn og svo kemur þessi vinalega kirkja. Ég eyddi svona hundrað pundum, um tíu þús- und krónum, í ferðina í Landmannalaugar og á Kirkjubæjarklaustur. Innifalið í verðinu var rútu- ferð báðar leiðir, gisting á Edduhóteli og máltíðir. Ég held að ég komi aldrei á ævinni til með að fá eins mikið fyrir einn hundrað punda seðil og ég fékk í þessari ferð. Ég er farin að kunna svolítið á landið enda skipulagði ég þessa ferð sjálf. Auk þessara ferða hef ég bókað fimmtán tíma ferð í Öskju, tíu tíma ferð að Dettifossi, fjögurra til fimm tíma ferð til Ólafsfjarðar, tíu tima ferð að Snæfelli og ýmsar styttri feröir. Allt þetta kostar aðeins 848 pund og þá er flugfar, tryggingar, flugvallarskattur og allt möguiegt talið með. Sambærilegt ferðalag myndi aldrei kosta undir tólf hundruð pundum á Englandi, hefði ferðin verið skipulögð þar. - Þú virðist vera með öll staðarnöfn hérna á hreinu. Hefurðu lært eitthvað í islensku? Ég hef hræöilega vont eyra fyrir tungumálum. Frú Taylor með Herðubreið í baksýn. Henni finnst fjallið minna á risastóra tertu með skjannhvítu kremi á toppnum. ■ Ég ferðast með manninum mín- um annað hvert ár og þess á milli kem ég hingað. Ég hef selt svolítið af myndum sem ég hef tekið hérna og það auðveldar mér að safna fyrir næstu ferð hingað. Svo vinn ég sextán og hálfan tíma á viku sem ráðgjafi á hjónamiðlun- arskrifstofu sem heitir Relate. All- ir peningarnir sem ég vinn mér inn sjálf, nema það sem ég eyði í jólagjaf ir og svoleiðis, fara beint í bankann og síðan í ferðakostnað til íslands. ■ Flest er tvöfalt dýrara en heima. Máltíð sem kostar um 1500 krónur hérna kostar 700- 800 krónur heima á Englandi. ■ Krökkunum mínum finnst þetta skrýtin árátta í mér og hafa bent á að ég hefði getað keypt mér splunkunýja glæsibifreið fyrir peningana sem ég hef nú þegar eytt í Islandsferðir. Ég er eiginlega nýbúin að læra aö segja Kirkju- bæjarklaustur skammlaust. Fyrst sagði ég bara Kirkju ... og pataði svo út í loftið. Ég fékk mér rándýrt Linguaphone-námskeið í íslensku en ég hef ekki ennþá hlustað á það allt. Fyrsta setning- in er svona: „Má ég fá lánaðan plötuspilarann þinn?“ og stuttu seinna kemur: „Hvar eru bóka- hillurnar?" Ég hugsaöi með mér: Hvað þarf ég að hlusta á mikið af svona löguðu áður en ég fer að læra eitthvað sem kemur mér að gagni? Ég er farin að skilja sumt og get jafnvel fylgt megin- þræðinum í samræðum fólks en ég held að ég verði aldrei fær um að tala málið reiprennandi. - Fyrir utan landslagið, hvað hefur komið þér mest á óvart hér á landi? Hvað fólkið er ótrúlega vingjarnlegt. Ég hafði líka búist við að hér væri kaldara í veðri. En það kemur alltaf þægilega við mig hvað bláókunnugt fólk er vingjarnlegt hérna. Ef maður stendur ein- hvers staðar og er á báðum áttum veit maður ekki fyrr til en manneskja, sem maður hefur aldrei séð, vindur sér að manni og spyr hvort hún geti aðstoðað. Ég verð líka að nefna fiskinn. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að fiskur gæti bragöast svona vel. Ég veit ekki hvernig þið farið að þessu. Ég fæ aldrei svona góðan íslenskan fisk á Englandi. Þið hljótið að halda úrvalinu eftir handa ykkur sjálfum (hlær). Eftir að hafa veriö á íslandi get ég ekki bragðað fisk heima í heila þrjá mánuði - og vil það ekki vegna þess að það spillir minningunni um bragðið. Ég gæti haldið áfram að tala um ýmislegt vegna þess að hér tekur bókstaflega allt villtustu draumum manns fram. - Ertu ekki hreinlega uppgefin þegar þú ferð heim til Englands eftir þessi ferðalög? Nei, nei. Þótt ég fari sjaldan að sofa hérna fyrr en eftir miönætti og geti stundum setið og skraf- að við vinkonur mínar til klukkan fjögur eða fimm á morgnana get ég alltaf farið snemma að sofa þegar ég kem heim. Svo, þegar ég hef komið tímanum í samt lag aftur, taka minningarnar við. - Þú hefur talað um ísland í bresku út- varpi og haldið fyrirlestra um það. Já. Á helstu útvarpsstöðinni okkar í North- ampton er vinsæll ferðamálaþáttur einu sinni í viku, um helgar. Fólk sem hefur feröast til áhugaverðra staða getur skrifað bréf til þáttarins og spurt hvort stjórnendurnir hafi áhuga á ferða- sögunni. Ég skrifaði og hef fengið tvö tíu mín- útna viðtöl. Þá talaði ég um Island og tók með mér íslenskar hljómplötur; þjóðlög og vinsæla alþýðusöngva. Ég hafði heyrt lagið Hver á sér fegra föðurland? i Bessastaðakirkju og fannst það svo fallegt. Hér byrja ég aftur. Sjáðu! (Hún sýnir mér á sér handlegginn sem er að hlaupa upp í gæsahúö.) Þetta var svo hrífandi og ég hætti ekki fyrr en ég fann snældu með þessu lagi og önnur falleg á hljómplötum. Það var ekkert áhlaupaverk en mér tókst það. Ég fékk þessi lög spiluð og nota þau líka þegar ég held fyrirlestra um ferðir mínar, ásamt íslenskri poppmúsík við hæfi. Ég hef talað í safnaðarheimilum, á kven- félagsfundum, góðgerðarstofnunum og víðar. Þetta eru engir meiri háttar fyrirlestrar og ég fæ ekki mikið borgað fyrir þá - kannski fimm eða tíu pund - en þeir peningar fara í næstu íslands- ferð. Krökkunum mínum finnst þetta skrýtin árátta í mér og hafa bent á að ég hefði getað keypt mér splunkunýja glæsibifreið fyrir peningana sem ég hef nú þegar eytt í íslandsferðir. En ég læt ekki segjast. Bíllinn verður horfinn eftir fimm ár en Is- landsferðirnar verða að dásamlegum minning- um sem hverfa aldrei. □ 19. TBL1991 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.