Vikan


Vikan - 19.09.1991, Síða 47

Vikan - 19.09.1991, Síða 47
PAUL MCCARTNEY KAUPIR LAND GEGN VEIÐIÍÞRÓTTUM O co C/5 CD O Bretar hafa lengi átt sér margar þjóðaríþróttir, svo sem golf (frá Skot- landi), krikket, póló, refaveiðar og fótbolta. Mikill hluti þeirra sem ekki stunda íþróttir sjálfir fylgist með þeim til að veöja á þær. Veðreiðar og kappakstur eru þær greinar sem veðjað hefur verið á hvað lengst en nú á dögum er veöjaö á allan fjandann, ekki síst fótbolta. Hins vegar hefur íþróttaáhugi Breta farið minnkandi á undanförnum misserum ef marka má aðsókn á leiki og hve margir fylgjast með i sjón- varpi. Kannski er aðalástæðan fjölgun slysa á áhorfendum samfara knattspyrnuleikjum, óeirðir áhangenda ákveðinna liða (Hooligans á ensku) og vaxandi gengi bresks félags- skapar sem heitir LACS (League Against Cruel Sports eða Bandalag gegn grimmi- legum íþróttum). Nýlega keypti popp-mógúll- inn Paul McCartney 80 ekrur lands, sem hingað til hefur verið vettvangur hjartaveiða, á 150.000 sterlingspund eða rúmar fimmtán milljónir króna. Það hvíldi mikil leynd yfir kaupunum en nú fá hirtir og önnur dýr að vera þarna í friði þar' sem Paul hefur þegar bannað allar veiðar á þessu annars vinsæla veiðilandi sem er í Exmore-héraði. Veiðimenn eru æfir yfir landakaupunum, ekki síst vegna lágs verðs á miklu landflæmi en Bítillinn fyrrver- andi er himinlifandi og sagði við fréttamenn um daginn: „Ég hef kippt mottunni und- an fótum þessa veiðiskríls." Á PUTTANUM í VINNUNA Wim hefur ekki komið of seint í vinnuna í tuttugu ár. Samt húkkar hann sér far á hverjum degi. Þessi 35 ára gamli kenn- ari notar þumalfingurinn til að komast í vinnuna. Hann býr í Rotterdam í Hollandi og kennir í Utrecht. Hann geymir bílinn sinn heima og nota hvorki strætó né flugvél, bara þumal- fingurinn. - Það er ekki peningaleysi sem fær mig til þess að gera þetta, segir hann, heldur er þetta bara mitt sport. Eftir því sem árin líða á ég auðveldara með að fá far. Fólk er farið að kannast við mig, segir hann og hlær. Til að byrja með fannst sam- kennurum hans þetta ekkert sniðugt en þeir eru farnir að venjast þessu. - Það eru margir forvitnir og vilja vita af hverju ég er að þessu. Sumir halda að ég hafi misst af strætó eða að bíllinn minn hafi bilað. Ég líkist nefni- lega ekki puttaferðalangi. Ég hef líka fengið hótunarbréf í pósti. í þeim stendur eitthvað á þessa leið: Jæja, hr. SMART, þú ættir að skamm- ast þín, maður með þínar tekj- ur getur keyrt sjálfur í vinnuna, SVEI. .. Ég ætla samt að halda þessu áfram því ég hef gaman af að hitta nýtt fólk á hverjum degi. LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.