Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 70

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 70
TEXTI OG UPPSKRIFTIR: LÍNEY LAXDAL M W BORNIN ÞATnAKENDUR í JÓIAUNDIRBÚNINGNUM Það er gaman að velta fyrir sér hvaðan þessi og hinn jólasiðurinn er kominn og hvernig jól hafi ver- ið í gamla daga. Börnin spyrja og foreldrarnir svara eftir bestu getu. Undrun barnanna verður oft mikil. Gömul spýta sem jólatré, skreytt marglitum pappír. Sokkar og vettlingar í jólagjöf. Þetta finnst þeim óhugsandi, það eru ekki jól. Nú til dags eru jólin keypt í búð og allir keppast við að gefa sem dýrastar og bestar gjafir. Samt eru margir ó- ánægðir eftir jólin. Áhyggjur af krítarkortareikningum magn- ast og börnin eru kannski ekki of sæl með dýru jólagjöfina sína og vilja meira. Hvernig væri að hafa þetta öðruvísi um þessi jól, gefa ódýrar, jafnvel heimatilbúnar, gjafir og vera meira saman, spara krítarkort- ið og baka piparkökur með börnunum? Sá siður að gefa jólagjafir er gamall en var áður langt frá núverandi mynd eins og gefur að skilja. Á tíð Rómverja tíðk- aðist að gefa nýársgjafir. Síð- an er það nokkur hundruð árum eftir fæðingu Jesú sem jóladegi er komið á og þá einn- ig jólagjöfum. í sumum lönd- um var þó haldið áfram að gefa nýársgjafir allt fram til ársins 1800. Á miðöldum gáfu margir af stórkörlunum, herragarðs- bændurnir, leiguliðum sínum jólagjafir, oftast í formi pen- inga eða matar. Jólagjafasið- urinn í núverandi mynd er kominn frá Þýskalandi eins og svo margt annað tengt jólun- um. Til að byrja með var það aðeins fólk úr yfirstétt sem skiptist á gjöfum. Almúginn hafði ekki efni á slíkum mun- aði, þótti gott meðan hann hafði í sig og á. Síðan breiddist þetta út en gjafirnar voru yfirleitt ekki dýr- ar nema hjá yfirstéttinni. Nytjahlutir á borð við vettlinga, húfur, sokka, sjöl og trefla, 70 VIKAN 23. TBL. 1991 sem voru prjónaðir löngu fyrir jól, voru algengustu jólagjaf- irnar. Kaupmenn gáfu epli, appelsínur, rúsínur og jafnvel kökur. Sá siður að halda Lúsíudag er einnig kominn frá Þýska- landi. Lúsíudagurinn er 13. desember og er haldinn til minningar um heilaga Lúsíu, góða og fróma konu sem var brennd á báli í Syrakus á Sik- iley árið 304. Þjóðsagnir herma að eldurinn hafi ekki unnið á henni og þegar bálið var útbrunnið hafi hún staðið alheil í öskunni. í hönd sinni bar Lúsía lampa sem engill Guðs hafði fært henni og með hann í hendinni gekk hún, ódauðleg manneskja, út í heim til að lýsa upp skamm- degismyrkrið í desember. Það var ekki fyrr en um síð- ustu aldamót að jólatré varð algengt. Áður fyrr var þetta fyrirbæri búið til úr gömlum spýtum og skreytt marglitum ► Sá siður að halda Lús- íudag er kominn frá Þýskalandi. Hann er hald- inn til minningar um heilaga Lúsiu, sem sagt er frá hér á síð- unni. pappírsræmum. Sumir höfðu aldrei jólatré. Nú horfir þetta öðruvísi við. Desembermánuður er mesti gróðatími kaupmanna, allir arka út í búð og kaupa allt til- búið. Það er sök sér þótt mað- ur kaupi jólamatinn og efnið [ jólabaksturinn í búðinni en flest annað má dunda við heima. Hvernig væri að kaupa efni í jólaskraut og eyða einum degi með fjölskyldunni við að búa það til? Persónulegt jóla- skraut eykur jólagleðina og samveran við fjölskylduna er nauðsynleg. Kannski kynnist þið hvert öðru á meðan. Það er líka gaman að búa til sitt eigið jólasælgæti. Börnin hafa gaman af því og ég er viss um að fullorðna fólkið skemmtir sér einnig vel. Það er bara svo erfitt að byrja og enn erfiðara að vera öðruvísi en aðrir. Lofið nú börnunum einu sinni að búa til jólaskraut og skreyta húsið og jólatréð (ekki Ijósaseríuna). Setjið rauðan borða utan um epli eða app- elsínu, stingið í negulnöglum og hengið upp. Það gefur af- skaplega góða lykt í húsið. Hér fylgja líka uppskriftir að góðgæti sem þið getið hjálpast að HUNANGSKARAMELLUR 2 dl rjómi 2 dl síróp 2 dl sykur Vfe dl hunang, 1/2 dl fínt saxaðar möndlur. Setjið allt í pott nema möndl- urnar. Sjóðið, hrærið annað slagið í pottinum og passið að brenni ekki við. Þegar hægt er að móta massann í vatni er hann tilbúinn. (Setjið eina teskeið af massanum á disk með köldu vatni og reynið að móta hann.) Bætið möndlun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.