Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 55

Vikan - 14.11.1991, Side 55
fara í stærri brekkur svona í fyrsta skiptið. Nokkrum dögum síðar á- kváðum við að skella okkur aftur á skíði. Ég fór nokkrar ferðir í barnabrekkunni til að hita mig upp fyrir stóru brekk- una sem var nokkuð ógnvæn- leg aö sjá. Ég taldi mig þó fær- an í flestan „snjó“ og að sjálf- sagt yrði ég ekki í vandræðum með að fara hana þessa. í þessari brekku var diskalyfta eins og í barnabrekkunni nema hvað hún var mun stærri. Það var tilkomumikið útsýni úr lyftunni í allar áttir en mikið voðalega fór hún hátt. Þegar í brekkuna kom sá ég að hún var allmiklu brattari og lengri en barnabrekkan. Konan fór á undan mér niður brekkuna sem áöur, svo ætlaði ég að fylgja á eftir í fallegu svigi. Hún kallaði til mín: „Ekki fara þar...“ Þá heyrði ég ekki meira því að þegar ég ætlaði að fara svigið á eftir henni vildu skíðin fara beint niður brekkuna og að sjálfsögðu þar sem hún var bröttust. Ég er ekki frá því að það hefði tekist ef ekki hefði komið til hóll sem þurfti endilega að verða á leið minni niður. Af hólnum flaug ég í stórum en fráleitt fallegum boga og fór svo nokkrar veltur i lendingu. Það get ég sagt þér, lesandi góður, að skíðastökk er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu. Mar og skrámur fékk ég til minja um stökkið og má sjálfsagt teljast nokkuð heppinn að ekki fór verr. Skíðamaður einn, sem átti leið fram hjá þar sem ég lá í brekkunni í einni flækju, á- minnti mig og sagði aö brun væri stranglega bannað í brekkunni. Ekki vissi ég hvort ég átti að hlæja eða gráta en lofaði hátíðlega að hafa það í huga. Eftir þetta fór ég nokkrar ferðir í sömu brekku og gekk allsæmilega. Einhverju siðar vorum við enn í Bláfjöllum. Þá átti ég bara eftir að reyna eina brekku eða öllu heldur fjall, þvílík var stærðin á þeirri brekku sem ég var nú ákveðinn í að prófa. í þessari brekku er sætalyfta sem rúmar tvo í hvert sæti. Með mér i lyftunni var vinur minn sem var litlu reyndari en ég á skíðum. Veður var fremur leiðinlegt þennan dag, hvasst og snjókoma. Meðan á ferð okkar upp fjallið stóð versnaði veðrið um allan helming. Þeg- ar við komum upp var kominn blindbylur svo ekki sá úr aug- um og var þá lyftan stoppuð vegna veðurs. Er við lögðum af stað niður brekkuna ákváðum við að reyna að fara hægt f svigi svo við villtumst ekki út fyrir af- markaða braut sem skíðuö var. Skíðafæri var lélegt, snjórinn haröur, sérstaklega utan brautar, þar var glerhart hjarn. Fljótlega skildu leiðir hjá okkur félögum, skyggni var lít- ið og mér reyndist erfitt að halda hraðanum í skefjum. Hann jókst sífellt og erfiðara varð að fara svigið, vindurinn var líka hjálpsamur við að koma manni áfram. Skyndilega missti ég fót- anna og rann með ógnarhraða út fyrir brautina, þar sem hjarnið var harðast og brekkan bröttust. Ég var íklæddur fis- galla sem gaf svipaða mót- stöðu og snjóþota, ég efast stórlega um að ég hefði komist hraðar þó að ég hefði staðið á skíðunum. Þqg notaði ég nú til að reyna að stoppa mig af, stakk þeim og stöfunum í hjarnið, en það var ekki viðlit. Eftir að hafa runnið nokkur hundruð metra, ýmist með hendur eða fætur á undan, fann ég að snjórinn gerðist aðeins mýkri. Ég náði að kýla skíðin niður í snjóinn og stoppa mig af. Ég reyndi að standa á fætur til að renna mér inn á skíðabrautina en þá rann ég aftur af stað á þessum líka ógnarhraða. Neðarlega ( brekkunni náði ég að stoppa mig aftur, komst á fætur og renndi mér inn á skíðabraut- ina. Þegar ég var kominn niður brekkuna áttaði ég mig fyrst á því að skíðastafirnir voru horfnir, ég var með brunasár á höndum og baki og allur lurk- um laminn. Sá fyrsti sem ég sá, þegar ég kom niður, var félagi minn sem hafði fengið svipaða útreið og ég í þessari ferð. Eftir þessa reynslu mína af flestum greinum skíðaíþróttar- innar verð ég að segja að ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að byrjendanámskeið séu aðeins fyrir börn og þá sem telja sig þurfa á þeim að halda. Sjálfur hef ég lagt svig- skiðin á hilluna í bili - eða því sem eftir er af þeim. Núna er ég búinn að fá mér þessi líka fínu gönguskíði sem ég hlakka mikið til að prófa og ég efast ekki um að ég verð fljótur að ná tökum á þeirri grein skíðaíþróttarinnar sem öðrum. PARFUM pour FEMMES
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.