Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 78

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 78
TEXTI OG MYNDIR: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR - EIN FR/íGASTA TERTA HEIMS Það var fyrir algjöra tilvilj- un að fyrsta Sachertert- an var bökuð árið 1832. Síðan hafa verið bakaðar millj- ónir Sacherterta á Sacher- hótelinu í Vín. Sacherhótelið og Sachertertan hafa verið gerð „ódauðleg" með því að um hvort tveggja hefur verið ort, leikrit skrifuð og söngleikir samdir. Meira að segja hafa verið gerðar kvikmyndir þar sem hótelið og tertan eru í sviðsljósinu. Það er áreiðan- legt að Franz litla Sacher, sem aðeins var sextán ára þegar hann bakaði fyrstu tertuna, hefur ekki dreymt um hve fræg hún átti eftir að verða um alla heimsbyggðina. Það var árið 1832 að Wenz- el Clemens Metternich prins skipaði svo fyrir að búa skyldi til almennilegan eftirrétt fyrir virðulega gesti sem hann átti von á. „Ég vil ekki að fólk kvarti yfir eftirmatnum í kvöld," sagði hann, rétt eins og hann hefði verið vanur að fá kvart- anir frá gestum sínum. Skipunin kom á versta tíma. Yfirmatreiðslumaðurinn lá veikur í rúminu. Sextán ára gamall drengur, matreiðslu- lærlingur sem aðeins var á öðru ári í náminu, varð að leysa vandann. Og hann dó ekki ráðalaus, hann Franz Sacher. ALLIR KUNNU AÐ META KÖKUNA Enginn veit nákvæmlega hvernig hann fór að en víst er að ekki kvörtuðu gestirnir um kvöldið. Sacher varð Ijóst að hann hafði bakað köku sem fólki líkaði. Hann átti eftir að hljóta lof fyrir kökuna bæði hjá Esterhazy greifa í Pressburg, sem nú heitir Bratisalva, og síðar í Búdapest. Frægð Sachertertunnar barst út og alls staðar vildu menn fá að bragða hana, meira að segja aðallinn í Vínarborg. Árið 1848 rann upp og Sacher var orðinn þrítugur og vel stæður. Hann sneri aftur til Vínarborgar með konu sinni, Rósu, og þau eignuðust brátt þrjá syni og eina dóttur. Þau opnuðu bakarí og kaffihús skammt frá dómkirkju heilags Stefáns í miðborg Vínar. Allir Hótel Sach- er stendur við götuna bakvið Vín- aróperuna í miðborg Vinar. sem þangað komu fengu tæki- færi til að smakka Sachertert- una góðu. SACHERHÓTELIÐ STOFNAÐ Tíminn leið. Árið 1857 fór Edu- ard, miðsonur þeirra Franz og Rósu, að læra bakaraiðn hjá föður sínum, aöeins fjórtán ára gamall. Að námi loknu fór hann til Lundúna og Parísar til þess að öðlast meiri reynslu og opnaði síðan krá i Doebl- ing, úthverfi Vínar. Árið 1866 seldi hann krána og ákvað að opna veitingahús í Kárntner- strasse í Vín. Þar tók hann upp þá nýbreytni að bjóða gestum upp á að snæða einir sér eða fáir saman í sérher- bergjum að frönskum sið. í Vín gengu herbergin undir nafninu Separées. Árið 1869 var nýja óperuhúsið opnaði í borginni en handan við það skammt frá veitingastað Edu- ards reis bygging sem stóð lengi auð því að enginn hafði ráð á að taka húsið á leigu. Árið 1876 tók Sacherfjölskyld- 78 VIKAN 23. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.