Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 72

Vikan - 14.11.1991, Síða 72
TEXTI OG MYNDIR: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR KEISARALEG HABSBORGARA-TERTA Það er alls ekki sama í hvers konar umhverfi við njótum góðs matar eða annarra kræsinga. Það getur því vel verið að hin keis- aralega - konunglega Habs- borgaraterta frá Gmunden hafi smakkast enn betur en ella þegar ég fékk mér sneið af henni um borð í elsta hjóla- skipi í heimi, sem kynt er meö kolum. Gisela heitir þetta fræga skip og siglir enn með káta ferðamenn á Traunsee í Austria Imperialis i -W Skjaldarmerki keisaraættarinnar. Hin uppruna- lega Habs- borgaraterta frá Gmunden. Uppskriftin er frá dögum keisaranna. Þeir komu gjarnan og nutu hvíldar í Gmunden sem er þekktur ferðamanna- staður fyrr og nú. iiBSáSé Það var um borð í Giselu sem tækifæri gafst til að gæða sér á tertunni sem tileinkuð var Habsborgaraættinni - ætt fyrrum Austurríkiskeisara. Gisela er hjólaskip, knúið áfram af gufu sem myndast þegar kynt er undir vatnskötlunum með kolum. Gisela hélt upp á 120 ára afmæli sitt í september siðastliðnum og er elsta skip sinnar tegundar í heiminum. Hún ber nafn elstu dóttur Franz Jóseps Austurríkiskeisara. Austurríki. Til þess að gefa lesendum kost á að reyna sjálfir tertuna bað ég um uppskriftina og hin- ir keisaralegu bakarar í Gmunden sögðu fátt gleðja sig meira en fá tækifæri til þess að leyfa lesendum Vikunnar að reyna sig við baksturinn. Upp- skriftin er eiginlega svo einföld að undrum sætir. Rétt er þó að taka fram að engar leiðbein- ingar fylgja með um hvernig hana skuli skreyta, líklega vegna þess að það er ekki á færi annarra en keisaralegra bakara að koma merki aust- urrísku keisarafjölskyldunnar almennilega til skila úr súkku- laði ofan á marsipanhúðaða ^ kökuna. -n Hér kemur uppskriftin og nú | er bara að sjá hvernig bakstur- | inn tekst á ósköp venjulegum fj. íslenskum heimilum, þar sem s lítið er um konunglegt blóð í o æðum bakaranna: | □. 150 grömm marsipan — 8 eggjarauður 90 grömm smjör 8 eggjahvítur 200 grömm sykur 150 grömm hveiti 150 grömm saxaðar hnetur 150 grömm saxað súkkulaði 75 grömm saxaðir, sykraðir ávextir (appelsínubörkur, sítrónubörkur, kirsuber og grasker) sítróna, vanillusykur og ögn at salti. Marsipanið og eggjarauðurnar er hrært vandlega saman, smjörið hrært en ekki um of og því síðan bætt út í. Eggjahvít- ur og sykur stífþeytt, öllum aukaefnum bætt út í eggja- hræruna og aö síðustu stíf- þeyttum eggjahvítunum og sykrinum. Kakan er bökuð í einu móti við þann hita sem venjulega er notaður við bakstur á kökum af þessari stærð og þykkt. Kannið hvort kakan er bökuð með því að stinga í hana prjóni. Ef hann hreinsar sig er hún tilbúin. Skreytinguna leggjum við alfarið á herðar hvers og eins en auðvitað gætu menn reynt að teikna upp skjaldarmerki keisarafjölskyldunnar svo tert- an verði ekki bara góð á bragðið heldur líka glæsileg, eftir að marsipanhúð hefur verið sett ofan á hana og súkkulaðihjúpur á hliðarnar, eins og sést á myndinni að gert hefur verið. 72 VIKAN 23. TBL. 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.