Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 40

Vikan - 14.11.1991, Page 40
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR JÓNA RÚNA KVARAN Frh. á bls. 39 rými, einmitt í öllum ytri framkvæmdum okkar, ásamt náttúrlega heiðarleika og hófsemi. FORTÍÐIN FÆR EKKI LÍF AFTUR Þú talar um að þér finnist lífið lítils virði og vildir gjarnan lifa aftur upp það liðna og þá á annan og öllu aðhaldssamari máta, ásamt því að gefa líf and- legum þáttum tilveru þinnar. Vissulega væri gott að geta tekið eitt og annað aftur sem tengist fortíðar- framkvæmdum okkar og þú ert örugglega ekki einn um það. Það verður aldrei hægt og í dag ertu betur settur en áður á mjög marga vegu, þó erfitt sé fyrir þig að sjá það vegna þess að um tíma hefur sjálfs- traust þitt beðið hnekki. Þú hefur nefnilega séð að peningar eru alls ekki allt og ekki eina aflið sem gefur lífinu gildi. Það er mjög jákvætt að vilja eftir áfallt það sem gjaldþroti fylgir leggja sig eftir meiri stöðugleika og farsæld manneskjulega með ræktun og eflingu heilbrigðs innra lífs. Þar ertu örugglega upp á framtíðina að stórauka líkur á annars konar og öðruvísi ríkidæmi en því sem þegar hefur hrunið í kringum þig. Af þeim ástæðum eru miklu meiri líkur en ekki á að þér muni takast að efla veraldlega stöðu framtíðar þinnar, stöðu sem byggð er á grunni sem á sér and- legar rætur líka og því líklegt að þér haldist mun betur á framtíðartækifærum sem bíða þín og tengj- ast ytri velgengni ýmiss konar. Þú hefur ennþá sama upplag, auk fyrri hæfileika, ásamt því sem áunnist hefur í reynslu sem þú gast ekki eignast nema þurfa bæði að takast á við vetur og sumar veraldlega séð. Eins ertu giftur góðri konu og hefur bæði atvinnu og allra þokkalegustu heilsu. Frá mér séð er algjört aukaatriði þaö sem hefur hent þig, þó erfitt sé, með tilliti til þessara þátta tilveru þinnar, sem ekki fást fyrir peninga beint. SEKTARKENND OG MÖGU- LEGAR ENDURGREIÐSLUR Sektarkennd er eðlileg innra með þér vegna þess að í gjaldþrotamálum einstaklinga eða fyrirtækja er ekki hægt að komast hjá því að verða beint eða óbeint valdur að tímabundnum vandræðum þeirra sem inn í slík mál fléttast beint eða óbeint og tengj- ast þrotinu á hinum ýmsu stigum og á ólíkum for- sendum. Vissulega væri eðlilegast að reynast sá drengur að koma til skila á endanum öllu því sem af okkar völdum hefur orðið öðrum til skaða. Það eru og hafa verið til einstaklingar í þessu ágæta þjóð- félagi sem hafa orðið gjaidþrota, meira að segja oft- ar en einu sinni, en ávallt ákveðið að endurgreiða skuldunautum sínum til baka það sem tapast hefur í viðkomandi gjaldþroti og gengið það vonum framar, hafi þeir verið svo heppnir að efnast aftur. Þannig hafa þessar perlur peningaskulda áunnið sér áframhaldandi traust samferðafólks síns og að auki orðið öðrum og óábyggilegri einstaklingum holl áminning um að betra er að velja þá leið að endur- greiða áður gjaldfallnar skuldir sé þess nokkur kost- ur þó seint sé, fremur en hafa tilfinningu þess að maður sé minni maður eftir gjaldþrot en áður. Auðvitað verða gjaldþrotaskuldir aldrei auðleyst- ar en ef tekið er tillit til þess að best er að bera gæfu til að taka öllum hugsanlegum afleiðingum fram- kvæmda sinna sjálfur er ákaflega eðlilegt að láta sér detta í hug að gera að minnsta kosti heiðarlega tilraun til endurgjalds. Síðar kann það að vera hægt, eins og áður sagði, jafnvel þó Ijóst sé í augnablikinu að engar séu eignirnar að ráðstafa og því fáir eða engir möguleikar á endurgreiðslu þessa stundina. Gjaldþrot á ekki endilega að þýða útþurrkun vandamála sem maður kom sér sjálfur í en gat ekki í öllum tilvikum séð fyrir endann á þó feginn hefði viljað. Kerfið spilar nokkuð inn í þannig mál, hugs- anlega ekkert síður, jafnvel óhönduglega að auki, ekkert síður en viðkomandi gjaldþrota einstaklingur er talinn gera. Ef staðreyndirnar eru orðaðar þröngt er þannig um samspil margra ólíkra og miserfiðra þátta að ræða. ÓÖRYGGI OG ÓTTI Eins og andlegri Itðan þinni er háttað er greinilegt að þú verður að leggja þig eftir aö styrkja sjálfs- traustið. Það gerir þú best með því að ætla þér ekki of stóra hluti í einu en kynna þér allt það efni sem mögulega getur verið sjálfstyrkjandi, til dæmis i bókum. Ákaflega margar Ijómandi góðar og uppörv- andi bækur hafa verið gefnar út á íslensku í seinni tíð, hugsaðar til sjálfstyrkingar. Bækur þessar eru skrifaðar af fagfólki, svo sem sálfræðingum og félagsráðgjöfum, sem hefur langa og merkilega reynslu að baki í mannlegum samskiptum og kann góð skil á vanda sem þessum. Hvatning sú og leið- sögn, sem má fá með lestri þannig bóka, getur verið ómetanleg ef fólk kýs að notfæra sér augljósa kosti þeirra til sjálfstyrkingar. Það kann að vera að þannig sjálfshjálp ein og sér dugi ekki og þá er um að gera að nota sér stuðning sérfróðra, svo sem sálfræð- inga, félagsráðgjafa og geðlækna, í einkaviðtölum eða á námskeiðum. Eins er athugandi að efla styrk trúarinnar í innra lífi þínu og ýmsir prestar landsins bjóða auk al- mennrar guðsþjónustu upp á alls kyns kirkjulega starfsemi sem örugglega er bæði gagnleg og hent- ug á einmitt þeim augnablikum í lífi okkar og tilveru þar sem okkur finnst fokið í flest skjól. Við ættum þó flest að sinna kirkjunni meira en við gerum. Hún er það skjól sem flestum hentar og ekki bara þegar illa gengur, líka og ekki síður á stundum velgengni. Kristileg siðfræði er kærleiksrík og hent- ar öllum. Ef hún væri það afl sem notað væri til að efla heilbrigð sjónarmið tengd mannlegum sam- skiptum í þessu ágæta þjóðfélagi er ekki vafi á að íslenskt samfélag væri á margan hátt mun betur búið undir ólgusjó mótlætis ýmiss konar. [ raunveru- leika venjulegs fólks ber mun meira á græðgi ýmiss konar en hollt er þeim börnum að kynnast sem bera í barmi sínum vaxtarbrodda framtíðarinnar. Kær- leikur ( hvers kyns myndum er það afl sem öllu öðru afli er og verður sterkara og gæfuríkara. Færi betur á ef það innra afl fengi meira rúm í hug okkar og hjarta. Eða eins og fátæki maðurinn sagði einu sinni á kirkjutröppunum eftir háttðlega guðþjónustu: „Elskurnar mínar, ef ég ætti ekkl guðstrúna í huga mínum og hjarta væri fátt sem fengi mig til að trúa á gæfuríkt líf. Sá kærleikur sem kemur fram í siðfræði Krists og stendur öllum opinn er eini raunverulegi aflgjafi lífsins. Hann tapast aldrei og er jafnframt það grundvallarafl sem skapað getur fólki mesta og besta hamingju, ráði hann ríkjum í sem flestum framkvæmdum þess og samskiptum hvert við annað. Svo eru þeir líka ríkastir sem nóg eiga af óskilyrtum kærleika í sinni kristilegu sál og verða aldrei að eilífu gjaldþrota ef þeir halda vörð um og vökva uppsprettuna með jákvæðri og einlægri guðstrú. Hún ætti að vera til staðar í hverjum manni ef betur er að gáð. Guð gefi þér hugrekki til að takast á við þann tímabundna vanda sem þú ert að taka á í augna- blikinu. Vissulega er ekki vandalaust að vera til und- ir þessum viðkvæmu kringumstæðum en mundu bara að öll él birtir upp um síðir. Með vinsemd, Jóna Rúna. INNSÆISNEISTAR Flest viljum við vera álitin falslaus og ekki að á- stæðulausu. Það er mjög auðvelt að temja sér þannig afstöðu til flestra mála, ef betur er að gáð. Ef við temj- um okkur öllum stundum í samskiptum hvert við annað að segja alltaf satt og rétt frá erum við vissulega vel sett hvað heiðarleik snertir. Sann- leikur hvers máls er ekki alltaf augljós og það kemur fyrir að við metum hann ekki sem skyldi. Ef við aftur á móti ósk- um fremur að fólk treysti okkur en ekki er ágæt þumalputta- regla að ígrunda vel einmitt hvort það sem við bjóðum öðr- um upp á sé af einhverjum sannleikstoga spunnið. Þeir sem það leggja á sig ávinna sér traust og virðingu annarra og gefa með þeim hætti kost á manngildi sínu á mjög já- kvæðan og heilbrigðan hátt. Auðvitað getur verið erfitt að vera öllum stundum frómlynd- ur og ekki slst i viðskiptum ýmiss konar, sem byggjast til dæmis á kaupum og sölu hluta eða eigna. Auðvelt er að missa af sölu ef bent er á ann- marka vörunnar um leið og tíndir eru til kostir hennar. Þannig heiðarleiki getur hrein- lega komið I veg fyrir sölu varnings og einhver óprúttnari og ósannsögulli hreppt hnossið. í sjálfu sér getur það virst galli I fljótu bragði hugsað en þegar til lengri tíma er litið ávinnur sá sem venur sig á að greina bæði frá kostum og göllum þess sem selja á sér traust, virðingu og áhuga kaupenda. Þeir gera sér nefni- lega grein fyrir að það sem sagt er er sannleikur og vilja fremur heyra þannig upplýs- ingar en að uppgötva kannski eftir dúk og disk að þeir hafi keypt köttinn I sekknum. Þvl fer það oftast svo að sá sem velur heiðaleik fremur en ósannsögli í viðskiptum al- mennt verður sá sem hefur mest umfang að lokum, þó hægt og bítandi hafi gengið I byrjun, einmitt vegna fróm- lyndis viðkomandi. I öllu sam- starfi, sem samið er um milli fólks, er mikilvægt aö geta treyst fyllilega því sem ákveð- ið er I upphafi varðandi sam- starf og ódrengileg öll svik sem kunna að koma síðar varðandi umsamda samninga, reyndar óafsakanleg. Ef svo viðkomandi verður jafnvel ber að lygum að auki, sjálfum sér til framdráttar, er framferðið óréttlætanlegt. Slíkar aðferðir eru vitanlega brot við persónu hins aðilans og gagnstæðar þeirri trúmennsku sem ætíð á að fylgja gefnum loforðum, ekki slst í samstarfi. Fram- gangur fólks sem byggir á þannig athöfnum og aðferðum við saklausa hittir fyrr eða síð- ar fyrir höfund sinn, því skyldi enginn gleyma. Sá sem gefur kost á einlæg- um og heiðarlegum tengslum I leik sem starfi af ýmsum toga ávinnur sér venjulega virðingu samferðafólks síns, auk trausts og áhuga og er því lík- legur til að eiga kost á góðum tengslum við flesta. Sann- leikurinn er sagna bestur því hann styrkir heiðarleg sam- skipti og hana nú. 40 VIKAN 23. TBL. 1991
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.