Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 80

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 80
an sig upp, flutti yfir götuna og inn í nýja húsiö. Þar með varö Sacherhótelið til - framtíðar- heimili Sachertertunnar. Enn liðu fjögur ár en þá kvæntist Eduard Önnu Fuchs. Sjálfur veiktist hann af ólækn- andi sjúkdómi sem leiddi hann fljótlega til dauða. Það kom því í hlut Önnu að treysta framtíð Sacherhótelsins. Hótelið varð vinsælt meðal heldra fólks og aðalsins í Vín og margur þekktur maðurinn átti eftir að njóta veitinga í Chambres Separées - sérherbergjunum. í byrjun var veitingastaðurinn þar sem nú er aðalinngangur hótelsins en sérherbergin tólf, sem voru svo vinsæl, voru þar sem veitingastaðurinn er nú. RÆKTAÐI HUNDA Anna Sacher hafði mörg áhugamál. Hún ræktaði meðal annars hunda - litla bolabíta, safnaði styttum, árituðum myndum, matseðlum og mörgu öðru sem minnti á þá frægu gesti sem sóttu hótelið og veitingastaðinn. Hún aflaði sér líka vinsælda meðal gest- anna þótt hún gætti þess vel að þeir yrðu ekki of vinsamleg- ir og sýndu henni ævinlega til- hlýðilega virðingu. Þannig varð jafnvel erkihertogi að kyssa lotningarfullur á hönd hennar þegar hann heilsaði henni. Hún vissi líka hvað hún söng þegar hún leyfði hinum svokölluðu Sacherdrengjum - 16-17 ára gömlum piltum af aðalsættum, sem sóttu veit- ingastaðinn - að vera „í reikn- ingi“. Þeir höfðu ekki alltaf ráð á að fá sér hressingu og greiða fyrir hana en Anna vissi sem var, að sú stund myndi renna upp að þeir hefðu gnægð fjár undir höndum og þá yrði gott að hafa þá meðal gesta Sacherhótelsins. SKRIFUÐU NÖFN SÍN Á BORÐDÚKINN Margt átíi eftir að breytast í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinn- ar, þegar keisarinn var rekinn frá völdum, aðdáun fólks á aðlinum minnkaði og fjármunir aðalsmanna sömuleiöis. Anna Sacher var orðin öldruð. Hún fylgdist ekki lengur með eins og áður og vegur hótelsins minnkaði þótt það ætti aftur eftir að rísa upp á stjörnuhimin hótelanna. Anna dó í febrúar árið 1930. í Sachersafninu er enn margt til sem minnir á daga Önnu og þar er ýmislegt af því sem hún safnaði til sýnis fyrir gesti. Eitt af því er damask- Matseöill Sacher- hótelsins. borðdúkur með fjöldamörgum nöfnum. Forsagan er sú að dag einn, þegar erkihertoginn sat að snæðingi í einu af Chambres Separées, skipaði Anna yfirþjóninum Wagner að sækja vandaðan damaskdúk, leggja hann fyrir framan erki- hertogann og biðja hann að rita á hann nafn sitt. Erkiher- toginn Franz-Ferdinand fitjaði upp á nefið og neitaði. Anna lét það ekki á sig fá og þegar Ottó bróðir hans kom nokkru síðar skrifaði hann nafn sitt fúslega á hvítan dúkinn. Marg- ir áttu eftir að fylgja fordæmi hans, konungar, prinsar, lista- menn og yfirstéttarfólk og dúk- urinn góði er meðal helstu dýr- gripa hótelsins. (Það var al- gengur siður hér á landi í eina tíð að láta gesti og gangandi skrifa nöfn sína á dúka. Heimasæta eða húsmóðir saumaði síðan nöfnin með kontórsting. Vel getur verið að við höfum lært þennan sið af Önnu Sacher.) NÝIR EIGENDUR - GAMLIR SIÐIR Hótelið varð gjaldþrota arið 1933 og þá keyptu Anna og Josef Siller það í félagi við Hans og Poldi Gurtler en öll vildu þau bjarga hinu fræga Sacherhóteli. Árið 1938 var Þaö fer ekki fram hjá neinum að hér má fá sér Sacher- tertu. Austurríki innlimað í Þýska- land og skömmu síðar hófst síðari heimsstyrjöldin. Margir fyrrum viðskiptavinir hótelsins skipuðu sér í andstæðar sveit- ir - vinir urðu óvinir. Árið 1945 héldu herir Sovétmanna inn í Vín og hestar hernámsliðsins stóðu nú í marmarasalnum þar sem fínasta fólk heims hafði áður setið aö snæðingi. Tveimur mánuðum síðar kom breski herinn og Bretar gerðu hótelið að liðsforingjaklúbbi og hélst það svo fram til ársins 1951. Þegar hér var komið sögu þurfti hótelið svo sannarlega á andlitslyftingu að halda. Að- eins átján herbergi voru með baði en fljótlega var sú tala komin í fjörutíu. Stöðugar breytingar og endurbætur hafa staðið yfir síðan. Gurtler var mikill listaverkasafnari og í hverju einasta herbergi hótels- ins er að finna máiverk eftir þekktan listamann. Árið 1971 tók Peter Gurtler við hótel- stjórninni aðeins tuttugu og fimm ára gamall og hefur hann stjórnaði því síðan. Gúrtler hefur viðhaldið gömlum siðum og bætt við nýj- um í hótelrekstrinum. Sacher- tertan lifir enn góðu lífi og vin- sældirnar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Hundruð terta eru sendar úr landi á hverjum degi fyrir utan allan þann fjölda sem borðaður er á Sacherhótelinu sjálfu. Þangað koma menn þó ekki sé nema bara til þess að fá sér Sachertertu og kaffi- bolla. Tertan og hótelið hafa verið gerð ódauðleg því söngvar eru sungnir um Sacher. Má þar nefna „Yðar hátign, þér hafið þekkt Frau Sacher per- sónulega", „Smásneið af Sachertertu er smásneið af Vín“ og Peter Kreuders samdi valsinn „Sacher Torte" og Rudi Gfaller óperettuna „Sacher Pepi“. Til er ballett sem nefnist „Hotel Sacher" og leikrit sem heitir „Morðið á Sacher". SACHERTERTAN Um sjötíu þúsund tertur, rúmlega helmingur þess sem bakað er, eru á hverju ári seld- ar úr landi. Um jólaleytið, þeg- ar eftirspurnin er hvað mest, hafa menn ekki undan við baksturinn, þótt hægt sé að baka fimmtán hundruð tertur á dag. í þau nær 160 ársem lið- in eru frá því fyrsta Sachertert- an var bökuð hafa verið bakaðar milljónir terta í fjórum aðalstærðum. Og hvað skyldi svo fara mikið í ársfram- leiðsluna af Original Sacher- torte samkvæmt upplýsingum framleiöendanna sjálfra? Ótrúlega mikið - 600 þúsund egg, 40 tonn af súkkulaði og 30 tonn af sykri auk annars. Stærsta Sachertertan, sem bökuð hefur verið, var í fimmtán lögum og ætluð fimm hundruð manns. UPPSKRIFTIN Uppskrift Sachertertunnar hef- ur ævinleg verið algjört hern- aðarleyndarmál. Hvað sem því líður hafa ýmsir talið sig geta sagt til um úr hverju tert- an er bökuð. Við birtum hér uppskrift sem sögð er vera sú rétta. Við ábyrgjumst það þó engan veginn en vonum að tertan smakkist engu að síður vel. Þið getið því að minnsta kosti haft íslenska Sachertorte á borðum um þessi jól. Tertubotn: 150 g ósalt smjör 150 g sykur 5 eggjarauður 150 g suðusúkkulaði 5 eggjahvítur 150 g hveiti 2 teskeiðar lyftiduft í fyllinguna: 250 g smjör 1 eggjarauða 125 g sykur 100 g suðusúkkulaði 3 dl apríkósusulta Kremið: 100 g suðusúkkulaði 60 g sykur 3/4 dl vatn 1 teskeið smjör Hrærið smjörið og sykurinn létt. Bætið út í einni eggja- rauðu í einu og haldið áfram að hræra. Bræðið suðusúkku- laðið yfir vatni og hrærið það út í. Þeytið hvíturnar. Hrærið hveiti og lyftiduft út í og bætið svo eggjahvítunum varlega saman við. Hellið deiginu í vel smurt mót. Bakið kökuna í 200 stiga heitum ofni í um það bil 35 mínútur. Látið kökuna kólna dálítið áður en þið takið hana úr mótinu. Skerið hana i þrjá botna. Setjið apríkósu- sultuna á botnana. Fylling: Hrærið smjörið, setjið eggja- rauðu, sykur og bráðið súkku- laði út í. Setjið nú tertuna sam- an með þessari fyllingu milli botnanna. Krem: Bræðið súkkulaðið. Sjóðið vatn og sykur þar til sykurinn myndar þræði ef hann er tek- inn upp með skeið. Blandið súkkulaði og smjöri út í. Smyrjið kreminu yfir tertuna. Berið hana fram með þeyttum rjóma. 80 VIKAN 23. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.