Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 6

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 6
TEXTI OG MYND: HJALTIJÓN SVEINSSON SKYNDIDAUÐI UNGBARNA - FYRIRBÆRI SEM ENGINN GETUR SKÝRT BYRJAÐI AÐ GANGA KVÖLDIÐ ÁÐUR EN HANN DÓ aö er nokkuö algengt aö fréttir ber- ist af þjakandi sorg á heimilum hér á landi, þar sem ungbarn hefur lát- ist í vöggu sinni fyrirvaralaust. Margir þekkja dæmi þessa á meðal kunningja eða ættingja eöa hafa haft fregnir af slíku í gegnum þá. Leiða má að því líkur að álíka mikið áfall sé fyrir foreldra að missa barn sitt á þennan hátt og í slysi af einhverju tagi - slíkt gerist fyrirvaralaust. Fram að þessu hafa læknar ekki getað gefið nákvæmar skýringar á orsökum skyndidauða ungbarna, Sudden Infant Death Syndrom, vegna þess að við krufningu kemur í raun ekk- ert jrað í Ijós sem varpað gæti Ijósi á orsakirn- ar. - Og verri er sú staðreynd að skyndidauði ungbarna er nú talinn ein algengasta dánaror- sök barna á aldrinum eins mánaöar til eins árs. Margir foreldrar hér á landi hafa orðið fyrir þungbærri sorg af þessum sökum en sjaldnast hafa atburðir af þessu tagi farið hátt. Stundum er ekki einu sinni um eiginlega jarðarför að ræða og algengt er að litlu börnin séu lögð í kistu hjá einhverjum fullorðnum sem dáið hefur um sama leyti. Margir foreldrar kenna jafnvel sjálfum sér um hvernig komið er þegar ung- barn þeirra hefur látist í svefni og hugsa sem svo: „Við hefðum átt að halda vöku okkar og fylgjast betur með barninu." En það er ekki ástæðan og enginn getur í raun útskýrt þetta. Steinvör I. Gísladóttir er ein þeirra mæðra sem komið hafa að barni sínu látnu í rúmi sínu að morgni. Hún bjó þá á (safirði þar sem hún hefur alið mestan aldur sinn. Hún býr nú í Hafnarfirði og síöan þessi atburður átti sér stað er liðið tæpt ár. Hún hefur valið þá leiö að ræða opnum huga um reynslu sína við aðra. Hún segir það hafa hjálpað sér mikið að geta opnað sig og rætt um sorg sína. Hún kveðst hafa áhuga á að miðla öðrum foreldrum af reynslu sinni, foreldrum sem hafa staöið í sömu sporum og hún. Við skulum gefa henni orðið. „Sonur minn var orðinn eins árs og níu vikna þegar ég missti hann. Fyrst í stað datt engum í hug að um vöggudauða hefði verið að ræða þar eð barnið var orðið þetta stálpað. Það var ekki falleg sjón sem mætti mér í rúminu hans þegar ég vitjaði hans um morguninn. Hann var orðinn svolítið blár í framan og sængin var vaf- in um höfuð honum þar sem hann lá á magan- um. Því skaut þeirri hugsun strax upp í höfði mér að hann hefði kafnað - en svo reyndist ekki hafa verið. Þetta gerðist aðfaranótt annars jóladags og hafði ég litið á hann síðast um þrjúleytið um nóttina. Þá var allt með felldu. Að vísu þótti mér hann sofa óvenju vært og var ég bara ánægð með það. Sem betur fór var ég ekki ein heima með börnin þegar ég komst að þessari voðalegu staðreynd. Kunningi minn, sem kom í heimsókn, hafði vakið mig upp. ■ Ég var farin að halda að þegar ég kœmi í heimsókn til hans um kvöldið yrðu lœknarnir örugglega búnir að lœkna hann, - hann hefði bara verið veikur... Um leið og ég sá drenginn varð mér Ijóst að eitthvaö væri að. Ég tók hann strax upp - og mér fannst hann allt í einu vera orðinn svo ofsalega léttur, það var eins og hann væri tóm- ur að innan. Ég hef oft hugleitt þetta síðan. Hann var ískaldur viðkomu og ég hringdi undir eins á sjúkrabíl og sagði hvers kyns var. Ég hringdi líka í föður minn og stjúpmóður sem bjuggu í nágrenninu - ég gat reitt mig á þau í þessu tilviki eins og endranær. Þau voru mér ómetanleg hjálp, ég veit ekki hvar ég væri núna ef þeirra hefði ekki notið við. Ef ég heföi búið hér syðra þegar þetta kom fyrir hefði ég örugglega ekki komist svona vel í gegnum þessa reynslu. Áni ÉG SÖK Á DAUÐA BARNSINS? Mér fannst líöa heil eilífð þangað til lögreglan kom en hún kom nokkru á undan sjúkrabíln- um. Rannsóknarlögreglan bættist í hópinn, presturinn og læknir. Ég hafði borið drenginn innan úr svefnherbergi og lagt hann í stofusóf- ann. Ég gat samt ekki verið þar, ég þorði það ekki, ég var hálfhrædd. Ég vildi heldur ekki horfa upp á hann svona, ég ætlaði að muna hann eins og hann var á meðan hann lifði. Mér fannst hver mínúta eins og dagur og þegar rannsóknarlögreglan kom fékk ég allt í einu á tilfinninguna að þetta væri allt mér að kenna. Tekin var nákvæm skýrsla af mér og ég síðan beðin leyfis að drengurinn yrði krufinn í Reykjavík. Fyrst í stað leist mér ekkert á hug- myndina. Mér fannst það hálfkaldhæðnislegt af yfirvöldum að biðja mig um krufningu á barninu - eins og ég ætti sök að dauða þess, hefði byrlað því eitthvað til dæmis. Læknirinn spurði mig strax hvort drengurinn hefði borðað eitthvað sérstakt daginn áður en svo var ekki. Mér flaug þá allt í einu í hug að faðir hans hafði verið flogaveikur og læknirinn gat sér þess þá til að ef til vill hefði barnið feng- ið flogaveikikrampa um nóttina og kafnað af þeim sökum. Þá vaknaöi reiði í brjósti mér gagnvart föðurnum - á þessum augnablikum réð ég ekkert við tilfinningar mínar sem brutust út, þetta var ótrúlegt. Ég átti heima í tveggja hæða húsi. Á neðri hæðinni bjó eldri kona og ég gat farið með dótturina til hennar á meðan sjúkrabíllinn var á leiðinni. Ég gat ekki hugsað mér að láta barnið, sem var tveggja ára, verða vitni að því sem þarna fór fram. HÉLT AÐ HANN GÆTI LIFNAÐ VIÐ Þennan sama dag var farið með hann á sjúkra- húsið heima á ísafirði. Presturinn tjáði mér að ég gæti komið þangað um kvöldið og séð hann áður en farið yrði með hann til Reykjavíkur. í millitíðinni var hugur minn mjög á reiki og ég vissi varla lengur hvaö ég hét. Ég var farin að halda að þegar ég kæmi í heimsókn til hans um kvöldið yrðu læknarnir örugglega búnir að lækna hann, hann hefði bara verið veikur - meðvitundarlaus, i losti eða eitthvað því um líkt. Um kvöldið fór ég ásamt stjúpmóður minni á sjúkrahúsið. Þar stóðum við hjá honum og grétum. Presturinn sagði að ég mætti klippa lokk úr hári hans til minningar og það gerði ég. Ég er með hann inni í rammanum utan um síð- ustu myndina sem tekin var af honum - á að- fangadagskvöld við jólatréð. Ég reyndi að nudda hann og hlýja honum, hann var ennþá svo kaldur. Það var samt mikill friður yfir hon- um og hann var mjög fallegur. JARÐAÐUR HJÁ LANGÖMMU SINNI Daginn eftir var farið með hann til Reykjavíkur. Mér var sagt að hann ætti að koma aftur vestur 6 VIKAN 23. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.