Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 68

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 68
TEXTl: LÍNEY LAXDAL AÐ FORÐAST TAUGAÁFALL í MIÐJUM JÓLAUNDIRBÚNINGI Barnaaugu eiga aö skína - ekki gluggarnir... Ert þú við það að fá taugaáfall í miðjum jólaundir- búningi? Taktu því rólega. Þú ert alls ekki ein um þetta og það er hjálp að fá. Hér koma nokkur ágæt ráð, um það hvernig best er að lifa af jóla- stressið og halda samt fullu viti. Þú yndislegi jólaundirbún- ingur... eða hvað? Ekki það, nei. Heyrði ég einhvern öskra? Mér fannst ég heyra eitthvað og ykkur sem öskruðuð hæst bið ég að stilla skúringafötunni til hliðar og/eða geyma pipar- kökudeigið til morguns. Fáið ykkur fullt glas af jólaglögg, leggist upp í sófa og lesið þessa grein. Hvernig stendur á þessu hreingerninga- og innkaupa- æði sem grípur þjóðina í des- ember. Tómt rugl, er það ekki? Nei. í desembereru mestu lík- urnar á að fá taugaáfall. Þá er ekki nóg að vera útivinnandi húsmóðir með þrjú til fjögur börn. Þá fer kvenþjóðin í kapp. Við þykjumst vera herra- garðsfrúr frá 1890! Við skúrum, skrúbbum, bónum, bökum, eldum og reynum eftir fremsta megni að aðstoða börnin við lærdóminn og stressið ætlar að keyra okkur niður. Undirbúningur jólanna er að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og æða eins og hvirfil- vindur um húsið ef á að nást að hvítskúra allt fyrir jól. Reynum að líta svolítið raunhæft á málið. Er nokkur skynsemi í því að rífa niður þykku stofugardínurnar og burðast með þær í hreinsun á dimmasta tíma ársins? Eða þvo alla veggi bara svo það sé hreint á jólunum? Það mætti halda að jólasveinninn væri starfsmaður hjá heilbrigðiseft- irlitinu. Allt á að vera þvegið, hreint eins og á sjúkrahúsi. Til- fellið er að við högum okkur nákvæmlega svona. Hvað snertir þessi hrein- gerning jólin? Um hvað snúast jólin? Hvernig hafa börnin það? Spurðu sjálfa þig hvað þau muni helst muna frájólun- um þegar þau verða stór. Ætli þreytt, önug og útkeyrð móðir sé ekki þaö fyrsta sem kemur upp í huga þeirra. Reyndu að rifja upp hvernig þér leið sem barni, hvernig þú vildir hafa jólin og jólaundirbúninginn þá, þegar þú hafðir tíma og „vit" á að hlakka til jólanna. Að hvaða niðurstööu kemst þú? Kannski niðurstaðan verði sú að þú hafir gleymt að þvo hnífaparaskúffuna? Ef svo er mælum við með að þú heim- sækir sála... Á jólunum eiga barnaaugu að skína - ekki gluggarnir. Hættu nú þessu stressi og plataðu alla með ilmandi „hreinu“ húsi og það án mikillar fyrirhafnar. Híbýli okkar eru nú yfirleitt svo hrein að það ætti ekki að vera nokk- ur vandi. Síðan ferð þú í stór- hreingerningu í janúar. Gamla súrlykt, til dæmis reykjarlykt, má losna við með því að hafa skálar með ediki í gluggakist- unum yfir nótt. Ef þú hefur ekki haft tíma til þess að skúra gólfin „almenni- lega“ er ekki stór skaði skeður. Ryksugaðu gólfiö eins vel og þú getur, settu nokkrar skálar - ekki þó matarilát - með klór eða salmíaki á gólfið og hafðu þær þar yfir nótt. Síð- an brosir þú þínu blíðasta þegar tengdó kemur, þefar út í loftið og segir: Mikið ertu dug- leg að vera búin að skúra allt. Reykelsi er líka vel til þess fallið að gera góða lykt í húsið, svo ekki sé minnst á stemmn- inguna. Grenigreinar í stórum vasa eiga líka sinn þátt í „hreinlætislyktinni". Það er samt heillaráð að breiða papp- ír undir vasann svo barrið falli ekki á gólfið. Það þarf enginn á tandur- hreinum gluggum að halda á jólunum. Búðu frekar til jóla- skraut með börnunum og úð- aðu jólasnjó úr dós á glugg- ana. Þá tekur enginn eftir því að þú hefur ekki pússað þá síðan í október. Ef svo illa skyldi fara að þú yrðir veik af áhyggjum yfir að húsið veröi ekki hreint yst sem innst á jólunum ráðlegg ég þér að skrifa á dagatalið fyrir næsta ár „jólahreingerning" í október. Þegar október síðan rennur upp manstu það ör- ugglega sem stendur á daga- talinu! Jæja, þetta var svo sem allt í lagi en hér kemur meira. Það er vel hægt að sleppa því að þrífa eins vel og vant er - en hvað um allt hitt, gjafir, bakstur, jólakort? Ekki hræðast. Það er hægt aö lifa það af líka! Ætlar þú virkilega að baka tíu smákökusortir? Er það satt? Borðið þið virkilega svo mikið, ofan á allan jóla- matinn. Ert þú kannski ein af þeim sem byrja á að henda bakstrinum frá í fyrra áður en baksturinn hefst? Ef svo er skaltu baka minna. Ekki hætta 68 VIKAN 23. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.