Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 28

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 28
Frh. af bls. 27 sé atvinnumanneskja fram í fingurgóma. EKKERT LEIKNÁM Jodie Foster hefur aldrei lagt stund á leiknám. Þá staðreynd að hún stígur inn í hlutverk sín án þess, að því er virðist, að hafa nokkuð fyrir því má kannski skrifa á það að hún er búin að þjappa listinni að leika saman í eitt einfalt atriöi: að ◄ Þrettán ára lék Jodie Foster í kvikmyndinni Taxi Driver, en sú mynd átti einna stærstan þátt I að breyta imynd hennar frá því að vera barnastjarna í hugum kvikmyndahúsa- gesta i það að vera álitin fullgild leikkona. - og í kjölfarið fylgdi morðtil- ræði við Banda- ríkjaforseta framið af geðsjúkum aðdáanda leikkonunnar... látast. Ráðið sem hún gaf sjö ára dreng, sem leikur son hennar í Little Man Tate, var að þykjast eins vel og hann gæti. „Það er hrikalegt að kenna leiklist á þennan hátt en á einhvern furðulegan hátt held ég þó að látalætin séu leiklistin í hnotskurn." Þó hún reyni að afhjúpa leyndardóm leiklistarinnar ger- ir hún sér grein fyrir því að hann inniber meira en látaiæti. Hún viðurkennir að hún þurfi að hlaða sig andlega og lík- amlega milli hlutverka og önn- ur ástæða þess að hún reynir að halda sig við eina kvikmynd á ári er sú að hún hefur ein- ungis áhuga á „stórbrotnum dramastykkjum". HVUNNDAGSHETJA Little Man Tate fjallar um Fred Tate, sjö ára gamalt undra- barn, móður hans, Dede Tate, barþjón sem lítur á son sinn sem besta vin sinn, og Jane Grierson, taugaveiklaðan sál- fræðing sem vill koma Fred í menntaskóla og taka hann á brott frá móður sinni til að örva hann andlega á máta sem móðir hans hefur ekki getað. „Myndin fjallar um einstætt foreldri og einnig um hvunn- dagshetju," segir Jodie. „Hvunndagshetjan er líka eins og rauður þráður í gegnum margt af því sem ég hef gert. Ég fæ oft að túlka fólk sem yfirlifir siðferðislega í heimi sem er verulega grimmur. Svo er myndin einnig mynd af lista- manni, hvaða listamanni sem er. Mynd af aðila sem á í stöðugri baráttu. Höfuð hans og hjarta eru á algerlega and- stæðum meiði. Hvernig á að sameina það? Hvernig er hægt að þola að vera með svo stórt hjarta og svo snjallan heila? Hann er svo vel að sér og svo vitur að hann gerir sér grein fyrir sársaukanum í líf- inu.“ Finnur hún til skyldleika með þessu undrabarni? „Ekki sem undrabarni en sem manneskju sem hefur lent í því að vera öðruvísi,“ segir leikstjórinn Jodie Foster. „Og að því leyti að vera næm. Leikarar eru næmir. Þegar ég var barn var ég þegar farin að starfa í myndum um raunveru- leg mál. Og ég kem frá næmu heimili. Og ég kem frá harm- leikjum. Ekki bara frá Malibu ▲ Móðir Jodie Foster, Brandy, er umboðsmaður hennar og saman velja þær af vandfýsni á miili kvikmyndatilboða. < Með Óskarinn eftirsótta. Þakkarávarp hennar við það tækifæri eru mönnum afar eftirminnileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.