Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 15

Vikan - 14.11.1991, Side 15
voru á hinn bóginn kallaðir „spenamenn“. Málalyktir urðu þær að enginn styrkur fékkst og menn borguðu fargjöld sín sjálfir. ELLEFU SINNUM KOMIÐ TIL ÍSLANDS Tveir stórir hópar Vestur-íslendinga, á fimmta hundrað manns, komu til Islands og voru við- staddir Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930. Þetta voru fyrstu skipulögðu hópferðirn- ar til Islands frá Kanada og jafnframt fyrsta ferð Sigurðar til gamla landsins. „Við fórum með lest til Montreal og síðan með skipi þaðan til íslands og tók ferðin sex daga," segir Sigurður. „Ég ferðaðist mikið um landið og fór meðal annars til Hornafjarðar, þaðan sem móðir mín er ættuð. Það sem ég undraðist mest í þessari fyrstu ferð var hve fáir áttu dráttarvél og hve hand- og hestafl var ennþá mikið notað við landbúnaðarstörf á ís- landi. I Kanada voru vélar búnar að leysa hesta af hólmi við heyskap og hirðingu á þess- um árum. Mér hefur alltaf fundist fallegt á Islandi enda hef ég komið þangað tíu sinnum síðan árið 1930. Síðast kom ég til Islands í fyrra og ég hef auðvitað séð miklar breytingar á landinu á þeim sextíu árum sem liðin eru síðan ég kom fyrst. Heilsa mín verður að ráða hvort ég á eftir að fara tólftu ferðina yfir hafið.“ ÞJÓÐERNISKENND í BLÓD BORIN Þegar litast er um í íbúð Sigurðar gefur bókum hlaðið skrifborð hans til kynna að hann situr ekki auðum höndum þótt æviárin fylli brátt níu tugi. „Ég fæst töluvert við þýðingar á Ijóðum og textum. Núna hef ég nýlokið við að snúa nokkrum Ijóða Guttorms J. Guttormssonar yfir á ensku, að ósk dóttur hans. Um þessar mund- ir er aldarfjórðungur síðan Guttormur lést og af því tilefni ætlar dóttir hans að gefa út hluta af verkum hans á ensku. Guttormur bjó á bökk- um Islendingafljóts í Nýja-íslandi og Ijóð hans voru mikið lesin af íslendingum sem þar bjuggu. Guttormur J. og Stephan G. Stephansson Klettafjallaskáld eru tvímælalaust virtustu skáld Vestur-lslendinga og ég hef safnað Ijóðabókum þeirra beggja. Mörgum Vestur-ls- lendingum fannst erfitt að skilja Ijóðin hans Stephans en hann hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Eitt af mínum eftirlætisljóðum er Fósturland- ið eftir Stephan G. Það er þrungið þjóðernis- kennd og ást til gamla landsins, eins og mér er í blóð borin.“ Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna! Ég hef fellt í lag og línu Ijóðið mitt í grasi þínu - yfir höfuð yrkir mitt aftur seinna grasið þitt! Hjarta og hugur er heima-bundið þér. Met ei við milljón dali mætur, sem á þér ég hef,... ... Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin niðja minna! Sigurður Wopnfjörð er verðugur fulltrúi Vestur- Islendinga og sýnir þann hlýhug sem þeir bera til gamla landsins í norðri. □ GEGNUMGLERIÐ SÍMI 688081 • SKIPHOLTI 50 B • KT. 510387-1479 • VSK. 10900 23. TBL. 1991 VIKAN 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.