Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 4
23. JANÚAR 1992 2. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 458 1 áskrift kostar VIKAN kr. 262 eintakið et greitt er með gíró en kr. 224 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á þvi að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í sima 91-813122. ÚTGEFANDI: Samútgáfan Korpus hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Innheimtu- og dreifrngarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Ritstj. og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Höfundar efnis í þessu tölublaði: Helga Ágústsdóttir Gunnar H. Ársælsson Sigrún Sigurðardóttir Jóhann Guðni Reynisson Anna S. Björnsdóttir Hjalti Jón Sveinsson Þórdís Bachmann Jóna Rúna Kvaran Þorsteinn Eggertsson Anders Palm Christof Wehmeier Myndir i þessu tölublaði: Binni Bragi Þ. Jósefsson Magnús Hjörleifsson Hjalti Jón Sveinsson Egill Egilsson Rúnar Þór Björnsson Útlitsteikning: Auglýsingastofa Brynjars Ragnarssonar Setning og umbrot: SAM-setning Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. Forsíðumyndin er af Brynju Vífilsdóttur, sem varð önnur í keppninni um titilinn forsíðustúlka Vikunnar og Samúels 1991. Ljósm.: Binni. Förðun: Kristín Stefánsdóttir með No Name snyrtivörum. Hár: Eyvi í Hárþingi með Joico og Matrix hársnyrtivörum. NÝ KVIKMYND FRUMSÝND IN G A L Ö EFTIR ÁSDÍSI THORODDSEN ann 8. febrúar verður kvikmyndin Ingaló, eftir Ásdísi Thoroddsen frumsýnd bæði í Reykjavík og á ísafirði. Ingaló fjallar um 17 ára stúlku úr litlu sjávarplássi á Ströndum. Hún lendir í úti- stöðum við foreldra sína, fer að heiman og gerist kokkur á Matthildi ÍS 167,100tonna bát úr öðru plássi. Berst sagan síðan víða um Vestfiröi. Myndin var tekin upp síðast- liðið sumar í Drangsnesi, á Hólmavík, Flateyri, Suðureyri og fleiri stöðum á Vestfjarða- kjálkanum. Aðalhlutverkið er í höndum ungrar leikkonu, Sól- veigar Arnarsdóttur, sem leik- ur sjálfa Inguló. Önnur helstu hlutverk eru í höndum reyndra leikara á borð við Bessa Bjarnason, Jón Hjartarson, Þráin Karlsson, Eggert Þor- leifsson, Gísla Halldórsson og Bríeti Héðinsdóttur, svo að- eins fá nöfn séu nefnd. Höfundur myndarinnar, Ásdfs Thoroddsen, fæddist í Reykjavík 1959. Eftir stúd- entspróf vann hún við sjón- varp og kvikmyndir um nokk- urra ára skeið, meðal annars sem skrifta og aðstoðarmaður leikstjóra. Árið 1983 lék Ásdís aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Skilaboð til Söndru" og sama ár hóf hún nám við kvikmynda- skólann í Berlín, sem hún lauk 1989. Ásdís hefur gert fjölda stuttra mynda en Ingaló er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Til kvikmyndagerðarinnar fékk verkið styrk frá Kvik- myndasjóði íslands, Finnska kvikmyndasjóðnum og Euri- mages, kvikmyndasjóði Evr- ópuráðsins. Auk handritsgerð- ar annaðist Ásdís leiktjórnina en aðalkvikmyndatökumaður var Finninn Tahvo Hirvonen. Ingaló er framleidd af fyrirtæk- inu Gjólu hf. í samvinnu við þýska fyrirtækið Trans-Film, Filminor OY og Norræna Kvik- mynda- og sjónvarpssjóðinn. MARBERT-SNYRTIVÖRUR: VERNDA HÚÐINA OG HÆGJAÁ HRUKKUMYNDUN Itvö þúsund ár notaði fólk náttúrulega fitu og olíur til að bera á og vernda and- litshúðina. Því næst gerðu efni á borð við lípósóm það mögu- legt að bera og flytja meira magn en áður af vatns-upp- leysanlegum efnum inn í húð- ina. En vegna þess að einung- is ysta lag lípósómanna getur borið olíu-uppleysanleg efni (eins og A- og B-vítamín) fer aðeins lítill hluti þeirra inn í húðina. Snyrtivöruframleiðendur hafa haldið uppi stanslausum rannsóknum til þess að fram- leiða krem sem stuðla að sí- fellt betri húðvörn. MARBERT- snyrtivöruframleiðandinn í Þýskalandi hefur fyrir nokkru sett á markaðinn krem sem nefnt er PROFUTURA. Það hefur að geyma nýtt flutninga- kerfi, Nanoparts. Það er þeim hæfileikum búið fram yfir lípó- sóm að geta borið 30 sinnum meira af olíu-uppleysanlegum efnum inn í hin dýpri lög húð- þekjunnar. Kostirnir eru aukin umönnun húðarinnar, meiri vörn og aukinn raki fyrir þurra og strekkta húð, auk þess sem hrukkumyndun hægir á sér svo um munar. MARBERT hefur nú einnig komið með á markaðinn raka- krem sem kallast HYDRO- SOME. Fullyrt er að krem þetta gefi einstakan árangur hvað varðar vernd húðarinnar gegn sólarljósinu, sem sagt er eiga stærstan hlut að máli hvað hrukkumyndun varðar. Árangurinn í baráttunni við að halda aftur af hrukkunum mun hafa aukist til muna með til- komu HYDROSOME. Kremið má bera umhverfis augu, á háls, undir farða eða sólkrem. Það veitir góða vörn gegn kulda. □ 4 VIKAN 2. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.