Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 41
eöa annan ósóma ef okkur finnst viö ekki líkleg til aö njóta ástar þess sem við þráum og erum kannski orðin örvæntingarfull um aö hafi ekki skilning á hversu rosalega girnileg viö annars erum. AFBRÝÐI OG ANNAR KJALLARAGANGUR Þegar viö síðan eldumst ögn og kemur að því aö viö teljum hyggilegt að stofna til sambúöar gengur oft betur aö láta hlutina gerast nánast í hvelli. Viö teljum okkur fær í allt og njótum þess aö vera ung og ástfangin. Vissulega get- um við tekið út alls kyns tilfinningar í þessu ástandi og ekki allar sérstaklega höfðinglegar og þaöan af síöur stórmannlegar því stutt er í afbrýöi og annan úrvalskjallaragang sem virki- lega getur veriö höfuðverkur út af fyrir sig. Á þessum árum koma oftast börnin og íbúö- arkaupin á sama tíma og myndast getur basl og annað álika vesen. Þaö getur reynt veru- lega á ástina og raunverulegar tilfinningar. Þarna getur mikiö breyst því frá því aö hafa gengið á bleiku ástarskýi í töluveröan tíma og getur veriö ansi hart aö þurfa að taka furðuleg- ustu framkomu mótpólsins sem alls ekki virðist standa í neinu sambandi viö eld þann og hlýju sem ástinni óneitanlega fylgdi, á fyrstu stigum hennar að minnsta kosti. Viö uppgötvum aö í blindu ástareldsins tók- um við ekki eftir hvaö Jói er ömurlega morg- unfúll og Dísa hryllilega Ijót á morgnana, fyrir utan hvaö hún er átakanlega mikill nöldrari. Eitt og annað getur á næstu árum verið full- komlega óþolandi eins og til dæmis nískan í Jóa. Margur hefur nú byggt hús og á sama tíma ekki neitað konunni sinni um Spánarferö, nýtt sófasett eða jafnvel gott jóladress. Það er óhætt aö segja að flest getur orðið rifrildis- og ágreiningsmál. Líklega dettur nánast allt byrjun- ardekur upp fyrir þegar við erum orðin nokkuö örugg um að erfitt sé aö losna viö okkur með góöu móti vegna þess aö börn og bú þurfa á okkur að halda, jafnvel þó fúl séum og niður- brjótandi. GRÁI FIÐRINGURINN OG LAMBAKJÖTIÐ Vissulega veröur aö viöurkennast aö til eru ástarsambönd sem alls ekki taka á sig svona hallærislegar myndir heldur veröi ástin þvert á móti meö vaxandi þroska og auknum skilningi á manngildi mun heitari og elskulegri en á árum áður og varla fari hnífurinn á milli okkar. Þegar viö aftur á móti förum aö finna aö þaö tekur aö halla fremur hratt undan fæti og svo- kallaður grár fiðringur fer að gera vart viö sig getur eitt og annaö furöulegt komið upp á, jafn- vel í ágætustu samböndum. Strákarnir fara allt í einu að klippa sig öðruvísi til aö fela hárlosið og hugsanlega skallamyndun. Þeir verða nán- ast daglegir gestir í hinum ýmsu heilsurækt- armiöstöövum og ganga með sólgleraugu svo sjáist ekki aö þeir eru meö augun límd á ungu gellunum sem veröa á vegi þeirra. Óttinn við aö karlmennskan sé á hröðu undanhaldi verð- ur yfirþyrmandi og veldur náttúrlega feikilegum áhuga á nýju lambakjöti. Ef þaö er á sveimi einhvers staðar í grenndinni viö þessar elskur finnst þeim þeir vera eins og sextán ára aftur og haga sér í samræmi viö það, þó vissulega megi deila um þann árangur sem erfiðinu ó- neitanlega fylgir. Viö stelpurnar veröum aftur á móti mjög viö- kvæmar fyrir því aö hrukkur fara að myndast, mittið aö stækka, gráum hárum aö fjölga og allt í einu sjáum við hvaö sonur hennar Stínu í næsta húsi er rosalega niðurmjór og fullkom- inn að ofan, næstum eins og Tarsan. Við get- um lent í erfiöleikum með eitt og annað, einmitt þegar hann á leið framhjá og kemst ekki hjá að hjálpa okkur. Við fáum nefnilega furðu lík hegðunarvandamál og strákarnir og viö verö- um ekki síður lagnar viö aö sjá út fjallalömbin og augljósa hreyfigetu þeirra. FRAMHJÁHALD OG ÞRÁHYGGJA Á þessum umdeildu árum viröist framhjáhald og smáskot verulega fyrirferðarmikil hvaö sem hver segir því alltaf er passað aö ekkert komist upp. Raunveruleg ást virðist hverfa fyrir alls kyns hégóma og þörfin fyrir ungdóm verður óþolandi og hallærisleg. Vissulega vitum viö og gerum okkur öll grein fyrir að fer hann dvín- andi, þó ykkur dreymi dagdrauma um annað. Ef við höfum haft einhvers konar þráhyggju til- hneigingu má með sanni segja að hún fái í Frh. á bls. 44 2. TBL. 1992 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.