Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 19
Brúöur desembermán- aðar er Jónína Waag- fjörö. Hún er kennari í sjúkraþjálfun viö háskóla í borginni Mobile í Alabama- fylki í Bandaríkjunum. Þar er eiginmaöur hennar einnig í framhaldsnámi í hagfræði, en hann heitir Gunnar Sigurðs- son. Jónína hefur búið í Mobile síöan í febrúar á síðasta ári en Gunnar nokkru lengur. Jón- ína bjó áöur í Boston þar sem hún var í framhaldsnámi og lauk mastersgráöu eftir aö hafa sérhæft sig í taugasjúk- dómum. Jónína reiknar meö því aö þau muni búa þarna næstu fjögur árin aö minnsta kosti en þá ætla þau heim til íslands. Aðspurð um það hversu lengi samband þeirra hefur staðið segir Jónína að þau séu búin aö vera saman í þrjú ár. Sambandið var fyrstu miss- erin erfitt að því leyti að Gunn- ar var á íslandi en Jónina í Boston. Það var ekki fyrr en í febrúar á síðasta ári sem þau gátu loks farið að búa saman. „Við höfum aftur á móti þekkst í fjölmörg ár. Við erum bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og vor- um vel kunnug hvort öðru á þeim vettvangi en Gunnar er einn af betri golfleikurum GR. Hann fór í háskólann hér vegna þess að hann leikur með golfliði skólans. Hann hefði getað fundið betri skóla en þessi er ágætur og golfið hjálpar honum að fjármagna námið. Hér er svo milt loftslag og hér fellur aldrei snjór. Hita- stigið á þessum árstíma er 15-20 gráður og því er unnt að spila golf árið um kring. Þau giftu sig 28. desember í Bústaðakirkju og voru gefin saman af séra Pálma Matthí- assyni. „Hann er meiri háttar góður prestur og á vinsældir sínar svo sannarlega skilið. Hann talar við mann eins og hann hafi þekkt mann lengi og ósjálfrátt talar maður þannig við hann líka. Vinkona mín, Ásdís Kristmundsdóttir, söng við athöfnina. Hún tekur þátt í uppfærslunni á La Boheme í Borgarleikhúsinu í vetur, syngur þar eitt aðalhlutverk- anna." Veisluna héldu þau í veit- ingahúsinu Ártúni og þangaö komu hundrað og sextíu manns. „Þetta var ofsalega skemmtilegur dagur og veisl- an tókst mjög vel. Mór fannst verst hvað tíminn var fljótur að líða.“ □ JOHANNES LONG VINNUR í ÞRIÐJA SINN Sá sem heiðurinn á af myndinni af brúði des- embermánaðar er Jó- hannes Long sem rekur Ijós- myndastofuna Ljósmyndarann í Mjóddinni í Reykjavík. Hann vinnur nú keppnina í þriðja sinn sem er glæsilegur árang- ur. Jóhannes hefur haft Ijós- myndun að aðalatvinnu í fjór- tán ár en hefur stundað grein- ina miklu lengur. Hann er þekktur fyrir mikla vandvirkni og smekkvísi við tökur og frá- gang mynda. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa eins og raun ber vitni. Jóhann- es kveðst hafa lagt sérstak- lega mikla vinnu í þær myndir sem hann hefur sent í keppn- ina enda hafi hann tekið þátt í henni af fullri alvöru - sam- keppnin á þessu sviði sé mikil og því sé nauösynlegt aö leggja sig fram. Starfsmenn Ijósmyndastof- unnar, sem annast hvers kon- ar Ijósmyndun bæði í stúdíói og á vettvangi, eru sex að tölu. Þar á meðal er eiginkona Jó- hannesar, Ása Finnsdóttir, sem er hans hægri hönd og aðstoðar hann meðal annars við brúðarmyndatökurnar. Annar Ijósmyndari starfar einnig á stofunni, Gunnar Kristinn, fyrrum nemandi Jó- hannesar. Allar myndir eru fullunnar á stofunni og því er það fagleg hönd meistarans sem fylgir myndunum alla leið, allt frá sjálfri tökunni og þar til gengið er frá þeim í möppu eða á annan hátt. Vikan óskar Jóhannesi Long og starfsfólki hans til hamingju með sigurinn að þessu sinni og vonast til þess að fá tækifæri í framtíðinni til að birta myndir hans á síðum blaðsins. □ Jóhannes Long Ijós- myndari. 2. TBL. 1992 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.