Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 20

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 20
TEXTI: HJALTI JON SVEINSSON myndir: binni RÓMEÓ OG JÚLÍA í NÝJUM BÚNINGI SEGIR GUÐJON PEDERSEN LEIKSTJÓRI í VIKUVIÐTALI Aundanförnum vikum hefur leikrit öndvegishöfundarins Williams Shakespeares, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, verið sýnt í Þjóðleikhúsinu við góða aösókn. Sýning þessi hefur vakið mikla athygli, ekki einungis fyrir snilldarleik aðalleikaranna, þeirra Baltasars Kormáks og Halldóru Björnsdóttur, sem leika Rómeó og Júlíu. Sjálf uppfærslan hefur ekki vakið minni eftirtekt, þó ekki séu leikhúsgestir á eitt sáttir um ágæti hennar. Guðjón Pedersen leikstjóri og samstarfsfólk hans hafa ekki farið hefðbundnar leiðir í svið- setningunni. Má einkum nefna tvö höfuðatriði í því sambandi, annars vegar að verkiö er flutt fram í tíma og gæti allt eins átt aö gerast á okkar dögum. Hins vegar er sviðsmyndin gerö eins einföld og hugsast getur og finnst ýmsum skrítið að viðhafnartjöldin vanti, en þar trónir stór múr sem setur sterkastan svip á umhverf- ið. Skrautklæði aðalsfólks til forna hafa verið látin vikja fyrir einföldum búningum sem eiga sinn þátt í því að færa verkiö til I tímanum. í þriðja lagi má nefna að hljóðfæraleikarar og leikkonan Edda Heiðrún Backman sjá um tón- listina í sýningunni sem sumum hefur af fyrr- töldum ástæöum þótt láta hálfundarlega i eyr- um. Ekki stóö heldur á viðbrögöum leiklistar- gagnrýnenda dagblaðanna sem birtu misjafna dóma strax að' lokinni frumsýningu. Yfirleitt voru þeir þó nokkuð ánægðir en þótti ýmislegt svolítið óvenjulegt. Einn var þó ekki hrifnari en svo af hinni nýstárlegu uppfærslu aö hann tók svo til orða að texti Helga Hálfdanarsonar hefði borið af eins og „rós upp af ruslahaug“. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að áhorfendur hafa ekki látið sig vanta á sýning- arnar á Rómeó og Júlíu. Umræðan hefur vakið forvitni þeirra og viöbrögöin hafa verið jákvæð. ALDREI AUSTUR FYRIR SNORRABRAUT Blaðamaður Vikunnar átti þess kost einn dimman morgun skömmu eftir áramótin að drekka kaffibolla með Guðjóni Pedersen leik- stjóra. Fundum þeirra haföi fyrst borið saman á kaffihúsi í Köln fyrir rúmu ári og þá var leiklistin einnig aðalumræðuefnið. Guðjón var á þeim tíma í nokkurra vikna fríi frá brauðstritinu heima á Fróni og starfaði sem húsmaöur og reyndi hvað hann gat að standa sig I stykkinu sem faðir lítils sonar, Franks Fannars, sem dormaði í barnavagninum á meðan Guðjón drakk kaffið. Kona Guðjóns, Katrín Hall ballett- dansari, starfar í Köln og hann hefur reynt að skjótast til hennar og sonarins á milli verkefna hér heima. Hann er ekki margmáll né hávaðasamur, íhugull og stundum eins og hann sé svolítið utan viö sig. Sjálfur viðurkennir hann að verst- Ég er mest hrifinn sem sérhver hóp- ur stendur saman á bak við það sem hann er að gera. Stjörnuleikhús á ekki við mig. 20 VIKAN 2. TBL 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.