Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 27

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 27
sólarlag. Þú nærir anda þinn hvenær sem þú upplifir samræmi - í litum, hljóðum, orðum en einnig meðal fólks. Þér er eðlislægt að reyna að koma á sambandi við aðra, gera tilraunir til að skapa tengsl og skilning. Sál þín er sendi- herra- eða ráðgjafasál. Samkennd - hæfileik- inn til að standa í sporum annarra - er einn helsti styrkur þinn. Gættu þín samt á þeim hæfileika þínum að skapa ímynd samræmis þegar það er ekki til staðar. í einu orði sagt er þér dulin hætta búin í hræsni - ekki þeirri hræsni sem stafar af illkvittni heldur þeirri hvöt að vilja engan móðga. Erfiðustu tilfinninga- lexíur þínar eru þegar þú gerir þér grein fyrir því að þegar blíðu og skilningi er ofgert getur það leitt til ómannúðlegustu tegundar árekstra: þeirra sem frestað hefur verið of lengi. Til þess að þér líði vel þarftu þó að um- kringja þig fólki sem hefur næmi á náð og dýrð lífsins, fólki sem þú getur fagnað lífinu með. Með Vog rísandi geislar af þér þokkinn og vinsemdin. Fólki líður ósjálfrátt vel nálægt þér - sem lýsir upp aðalatriðið í framkomustíl þínum: kurteisi. í þessu samhengi þýðir kurt- eisi ekki að vera pínlega prúður við öll tæki- færi; þess í stað bendir það til leikni í að stuðla að því að fólk sé eðlilegt og finnist það velkom- ið. Þann hæfileika hefur þú í ríkum mæli. Þú ert í bestu jafnvægi þegar þú skapar sátt og samræmi. Að hvetja vini til að slaka á er hluti af því. Þú getur einnig skapað samræmi milli lita, forma og hljóða. Við köllum það „list“ og það er mjög jákvætt fyrir þig að tjá þig á listrænan hátt. Á svipaðan hátt geturðu skapað innra samræmi með því að láta fegurð hellast yfir skilningarvit þín eða með því að sitja einfald- lega hljóður á fáguðum stað. HIÐ ÞUNNA LOFT SANNRAR EINSTAKLINGSHYGGJU Með sól í Vatnsbera er sá reynsluheimur sem nærir sólarorku þína mest heimur sem flestum öðrum finnst furðulegur. Það erenginn andleg- ur dauði falinn í „venjulegheitum", það vill að- eins svo til að þú ert kominn á stig á ferðalagi sálarinnar þar sem leiðin liggur í gegnum menningarlegan og þjóðfélagslegan jaðar. Láttu það ekki halda aftur af þér! Vertu þú sjálfur, jafnvel þó það fari í taugarnar á öllum valdsmönnum í nágrenninu. Þjóðfélagið mun reyna að knýja þig til að lifa lífi sem er borgaralegra en þér hentar. Það mun múta, hóta, skjalla og kúga þig. Eins og það sé ekki nóg mun það senda njósnara inn í virkið þitt: fólk sem þykir vænt um þig og segir: „Gerðu málamiðlun í þessu, gerðu það! Mér finnst hryllilegt að hugsa til þess hvað gerist ef þú ekki gerir það!" Fólkið er einlægt en láttu það ekki hagga þér. Vertu þú sjálfur. Þú siglir í hinu þunna lofti sannrar einstaklingshyggju. Ein afleiðingin af því er sú að þú þarft því mið- ur að særa suma til að halda því áfram. Með tungl í Vatnsbera starfa tilfinningar þín- ar „ekki rétt“ - eða það verður niðurstaða þinna sjálfskipuðu sálfræðinga, ráðningarráð- gjafa og ýmissa lærimeistara. Á stundum verð- ur á þér mikill þrýstingur að vera hamingju- samur - en þú verður dapur. Á öðrum stundum á að þvinga þig til að syrgja - og þú munt finna til léttis. Eða finna til afbrýði - og þú finnur til öryggis. Eða reiði - og þú finnur til samþykkis. Þetta nægir til að gera hvern mann vitlausan. Forðastu það líka; það er ekkert annað en enn eitt þjóðfélagshandritið sem þú ert að læra að brjótast út úr. Þú ert að reyna að vera trúr því Teikning frá miðöldum af stjörnuspekingi að taka sem eðlishvöt þín segir að sé að gerast innra með þér - og að forðast það sem fyrir þig væri deyfandi tómleiki borgaralegs „eðlileika". Fólkið sem þér líður best með eru utan- garðsmenn, fólk sem ekki er auðvelt að setja í visst þjóðfélagsmót. Verðu tíma með því; það nærir anda þinn. Með Vatnsbera rísandi geislar af þér sjálf- stæði og einstaklingseðli. Fólki er fullljóst frá því að það hittir þig að þú ætlar þér að vera þú sjálfur. Þú kannt að meta það ef fólk viður- kennir þig en þú verður ekki dansandi api til að öðlast viðurkenningu. Þannig lítur það alla vega út þegar þú ert heilbrigður. Það er önnur hlið á málinu. Látir þú undan þjóðfélagsþrýst- ingi og takir upp hefðbundnara hátterni en þér er eðlilegt mun stíll þinn breytast: í staö dá- samlegs fágætis gerist þú fálátur, eins og þú haldir aftur af þér. Og vissulega ertu að því - þú ert að halda sjálfum þér aftur. Til þess að halda jafnvægi og gera þér skýra grein fyrir sjálfum þér þarftu að næra þig á reynslu sem liggur utan ríkjandi stefnu þjóð- félagsins. Það þýðir í rauninni að ýmislegt sem þér hentar vel virðist furðulegt í augum meðal- jónsins. SKRÆLNAR EF ALLT ER FYRIRSJÁANLEGT Með sól í Tvíbura hefurðu líkamlega og hug- læga orku á háu stigi. Notaðu hana! Þú ert kvikur, lifir í andartakinu. Fólk álítur þig líklega yngri en þú ert. Innsta eðli þitt er knúið áfram af einu afli öðrum fremur: forvitni. Þú ert ánægð- astur þegar eitthvað óvænt hendir. Þú þrífst á hinu óvænta. Og þú skrælnar standirðu frammi fyrir því að allt sé fyrirsjáanlegt. Andlega ertu að læra að halda huganum galopnum. Nærðu lífsþróttinn með nýjum sam- böndum - eða gömlum samböndum við fólk sem alltaf er nýtt. Örvaðu sjálfan þig með þók- um og ferðalögum. Líttu í stjörnukíki þegar þú efast. Farðu á námskeið í sögu Etrúra! Gerðu hvað það sem þú aldrei hefur gert áður. á móti viðskiptavini. Með tungl í Tvíbura er þér eðlislægt að vera eirðarlaus og orkumikill, eins og þú sért á þús- und snúningum á mínútu í heimi sem er á tíu. f þér er djúp þörf fyrir fjölbreytni - og eigir þú að vera hjarta þínu trúr verður þú að svala þeirri þörf. Þegar það gerist álítur fólk þig máski ósamkvæman sjálfum þér eða ábyrgð- arlausan. í rauninni ertu aðeins að fylgja leið sem hentar þínum innri manni. Þó er galli á gjöf Njarðar: þú þarft að vera pínlega heiðar- legur við sjálfan þig þegar þú hættir við eitt- hvað sem enn er hægt að mjólka, einungis af því að það er orðið erfitt. Ein hættan hjá þér er sú að þú sökkvir þér aldrei niður í neitt en verð- ir þess í stað eilífðarviðvaningur. Sérstaklega er sú hætta áberandi í nánum samböndum. Til að þér líði vel i þannig sambandi verður maki þinn að vera áhugaverður, eiga auðvelt með tjáskipti, forvitinn og með opinn huga. Það er bjargföst undirstaða en þá þarft þú líka að sýna trúfestu á óhjákvæmilegum erfiðum stundum. Það er ekki auðvelt en tilraunarinnar virði og ekki bara af heimspekilegum ástæð- um: samband sem hlotið hefur eldskírn og komist heilt út úr því verður líklega auðugra fyrir bragðið. Með Tvíbura rísandi er framkoma þín snaggaraleg og vakandi. Þú hefur skarpa greind og huga sem slær við hverri tölvu. Fólk mun telja þig yngri en þú ert allt lífið á enda. Ástæðan er sú að við tengjum forvitni og orku yfirleitt við æsku! Þú hefur hvort tveggja í rík- um mæli og það mun enn eiga við á 97 ára af- mælinu þínu. Til að halda andlegu jafnvægi þarftu að láta nýjar upplýsingar rigna yfir skiln- ingarvit þín. Það geturðu gert með því að ferðast, með því að lesa eða mennta þig. Ein uppáhaldsaðferðin þín er sú að tala við áhuga- vert fólk. Mundu bara eftir því að hlusta líka. Ræktaðu með þér þolinmæði; heimurinn er fullur af fólki sem er fullt af hrífandi innsæi og reynslu en hjá flestum fer líf - og hugur - ívið hægar en hjá þér. Þú verður að hægja aðeins á þér til að upplýsingamiðlunin nái að eiga sér stað. 2. TBL. 1992 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.