Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 5

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 5
HVITLAUKUR - ALLRA MEINA BÓT - Þaö hefur löngum veriö trú manna að hvítlauk- ur sé allra meina bót og regluleg neysla hans bæti heilsu og stuðli að langlífi. Á þessari skoðun voru Egyptar til forna og Grikkir og Kínverjar hafa um aldir haft tröllatrú á lækningarmætti hvítlauks. Á okkar dögum er trú manna ekki minni á þessari ágætu jurt, þó svo ótal aðrir hlutir séu í boði og mælt er með til þess að stuðla að daglegri vellíðan. f Þýskalandi er til dæmis ekk- ert jurtalyf selt i jafnmiklum mæli og Bretar eru engir eftir- bátar Þjóðverja. Þeir innbyrða árlega yfir 300 milljónir hvers konar hvítlaukstaflna. Sama er uppi á teningnum í Banda- ríkjunum þar sem hvítlaukur í töfluformi er seldur fyrir yfir 100 milljónir dollara á ári hverju. Hvers vegna skyldu vin- sældir hvítlauksins vera svona miklar? Því má svara með því að hann er talinn koma í veg fyrir kvef og hósta - ekki síður en lýsið okkar góða hér á norðurhjara. Hann mun jafn- framt vinna gegn of miklu kól- esteróli í líkamanum, sem mörgum hefur reynst skeinu- hætt, og er góður gegn hvers konar eitrunum svo eitthvað sé nefnt. Þótt beinn lækningarmáttur hvítlauks só í einhverjum til- vikum umdeildur er trúin á mátt hans ávallt söm. Fæstir gera sér samt grein fyrir því að á síðustu tveimur áratugum hafa verið gefin út yfir hundrað lærð rit um hvítlauk, þar sem ýmist er verið að reyna að sanna gildi hans eða afsanna, eða sem viðleitni til þess að greina kjarnann frá hisminu. KJARNAHVfTLAUKUR f HYLKJUM Aðeins ferskur hvítlaukur hef- ur að geyma öll viðeigandi efni, eins og allicin og aðra mikilvæga þætti. Þegar hans er neytt í því formi hefur það þann galla að hann veldur andremmu. Hún hefst þegar í munninum þegar hann er tugginn. Þegar munninum sleppir tekur maginn við og við meltinguna kemur einnig lykt. Unnt er að minnka hana með þvi að gleypa hvítlaukinn með vatni eða mjólk til dæmis. Lengi hafa verið á markaðn- um hylki og töflur þar sem hvítlaukur er aöeins hluti af innihaldinu. Margir taka hann inn í þessu formi eins og hvern annan lífselexír, helst á hverju um degi. Hvítlaukurinn er í mismiklu magni og þá blandaður með efnum eins og mjólkurdufti í töflum og alk- óhóli í hylkjum til fyllingar og til að minnka lyktina. Nú er komið á markaðinn hér á landi hreint hvítlauksduft í hylkjum. Það er ekki algjör- lega lyktarlaust en af því er nær enginn eftirkeimur. Hverj- um þeim sem neytir hvítlauks í þessu formi ætti að vera óhætt í margmenni sem fámenni á eftir. Hvert gramm kjarnahvít- lauks, eins og hylki þessi eru kölluð, samsvarar 2,5 grömm- um af hreinum hvítlauk. Fram- leiðsluaðferðin er fólgin [ því að hvftlaukurinn er kald-þurrk- aður og það tryggir að helstu þættirnir varðveitast. Þetta mun vera besta leiðin til þess að neyta hvítlauks reglulega - heilsunnar vegna - og vera eftir sem áður samkvæmis- hæfur. Hylki þau sem brátt munu Ifta dagsins Ijós á íslenskum markaði eru seld undir vöru- merkinu KJARNAHVÍTLAUK- UR og eru flutt inn af fyrirtæk- inu Eðalvörum sem hefur sér- hæft sig í heilsuvörum eins og rauðu eðal-ginsengi. □ ILMUR OG HÚÐ- KREM FYRIR HERRA Fyrir tveimur árum kom á markaðinn nýr herrailmur frá Yves Saint Laur- ent, Jazz. Þessi herralína hefur not- ið mikilla vinsælda og nú hafa verið hann- aðarfleiri útgáfursem framleiðandinn kall- ar „Les Actifs" eða „Hinir virku". Þessi lína hefur samverkandi áhrif á húðina og er ætlað að hlífa henni gegn utanaðkomandi áhrifum eins og kulda, vindi og sól, sem geta gert húðina hrjúfa sé ekkert að gert, svo og ertingu undan rakstri. „Les Actifs" er kremlína fyrir andlitið og þessum hópi tilheyra: Active Moisturizer sem er rakakrem, Active Vitality, kælandi gel og Active Face Scrub sem er hreinsi- maski. NÁTTFÖTIN FRÁ SÖNDRU í síðasta tölublaði birtist grein um úrslitakvöldið á Hótel ís- landi vegna keppninnar um ti- tilinn forsíðustúlka Vikunnar og Samúels. Með greininni voru birtar fjölmargar myndir af stúlkunum sem þátt tóku í keppninni. Þar á meðal var ein þar sem þær höfðu stillt sér upp baksviðs ásamt dóm- nefndinni. Þar voru þær klæddar fallegum náttklæðn- aði. í myndatexta var rangt farið með nafn verslunarinnar sem lagði stúlkunum til hinn glæsilega náttfatnað, en hún heitir Sandra og er til húsa að Reykjavíkurvegi 50 í Hafnar- firði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.