Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 30
ÉG BORGAÐIHVERJA EINUSTU KRÓNU Frh. af bls 9. ræna húsinu." Sýningin fylltist og ég seldi allt. Þá var mér auðvitað sagt að ég væri com- mercial málari! Eitthvað varð það að heita.“ Nú finnur blaðamaðurinn sér til skelfingar að langt er liðið frá spurningum um pósthúsmálið fræga og ekki svo mikið sem vottur af frímerki í sjónmáli. En allir hlutir hafa sinn tíma, ugg- laust líka póstviðburðirnir. „Það var svo á þessum árum að ég beitti mér fyrir stofnun myndlistarfélags hér á Akur- eyri, varð fyrsti formaður þess og við settum upp nokkuð sem nefndist Myndsmiðjan. Upp úr henni varð síðar til Myndlistarskólinn. Þegar þetta var að gerast voru ýmsir ágætir menn að koma aftur í bæinn, menn sem höfðu verið í myndlistarnámi, þar á meðal þeir Guðmundur Ármann, Helgi Vilberg og fleiri og þeir tóku við þessum vaxtarbroddum. Þá bakkaði ég út, orðinn hundleiður á öllu fólki sem kom nálægt myndlist. Get bara ekki verið í því sem logn- mollast áfram af vana.“ Hann þagnar snögg- lega og virðist hugsa sig um. „Ég bara skil ekki þennan tíma á pósthúsinu - tuttugu ár!“ Enn ein sígarettan, aðeins meira te. „ÞÚ ERT ÞÁ HÚNVETNINGUR" „Ég hækkaði í stöðu, varð yfirmaöur yfir gjald- kerastúkunni og þar með peningavafstrinu. Þegar harðna fór á dalnum hjá mér peninga- lega greip ég til þess að „fá lánað", rétt til að redda hlutunum. Þetta átti auðvitað að greiðast til baka en aldrei sköpuðust aðstæður sem gerðu það kleift. Og þetta var ekki lengi að vinda upp á sig. Ég náði aldrei að slétta þetta út. Það var svo 12. júní 1986 að ég stóð allt í einu úti á götu eftir mjög snöggt bað hjá al- mættinu og aðalendurskoðandanum. ( raun var það léttir. Það var ýmislegt komið í óefni hjá mér, til dæmis var ég orðinn vanur aö drekka mig arfafullan á hverjum föstudegi til að ráða við kvíðann og vanlíðanina svo eitthvað sé nefnt. Já, þetta var erfiður tími. En konan mín vissi aldrei af þessum gjörðum mínum.“ - Hvernig var þá að fara heim og segja henni frá fjárdrættinum?" „Snúið, það var alveg djöfull snúið að fara heim og segja Lilju þetta. Það hefur samt verið þannig i gegnum tíðina að mér hefur alltaf tek- ist að róa mig niður og gera mig ískaldan. Mál- ið var rætt innan fjölskyldunnar af ró og skyn- semi. Það sem íþyngdi mér þó almest var að láta börnin ganga í gegnum þetta - og svo auðvitað afa. Ég fór til hans og sagði honum frá hversu komið væri. Hann hlustaði hljóður en sagði svo: - Þú ert þá Húnvetningur." Meira te, tómlegt augnaráð, sennilega áunnið í þessu sambandi, og svo ein Kent. „Svo gerðust hlutirnir bara í rólegheitum því ég vissi alveg hvernig málið stóð og gat greint frá því á þremur tímum. En næst var auðvitað að borga til baka. Ég átti eigur. Húsið fór og hrossin, allt var selt; ég borgaði hverja einustu krónu aftur. Að vísu er ég ekki frá því að eitt- hvað af hrossunum hafi einmitt týnst á fjalli um þetta leyti en komið fram síðar. Það er eins og mig minni það. En ég fór strax að mála aftur, nokkrar myndir. Síðan tók við löng hestaferð með vini mínum. Við riðum í Skagafjörð með 56 hross og inn á öræfi. Við Lilja vorum búin aö ná öllu okkar í milli niður á plan og sama var gagnvart börnunum. Hún Lilja er svo vel gerð manneskja að aldrei hefur nokkur maður skilið af hverju hún er gift mér. Ég hellti mér sem sagt á fullt í málverkið, hestana og tamningarnar, um leið og ég var laus við frímerkjalímið og peningana. Ég tók strax þá stefnu að hopa hvergi þó ýmsir ráð- legðu mér að flytja burt úr bænum. Viö fluttum heim til mömmu um stundarsakir en þá var hún orðin ekkja, ein í einbýlishúsi. Og aldrei þurfti ég að hafa áhyggjur af börnunum vegna aðkasts. Þau urðu aldrei fyrir slíku. Síðan þró- aðist þetta nokkuð vel eins og gengur þegar al- mættið er með manni. Við fengum stóra og góða íbúð í verkamannabústöðunum úti í þorpi og ég leigði mér vinnustofu. Á þessu tímabili fór ég mikið með sjálfum mér á milli málverksins og hestanna, hugsaði um afbrot- ið. Dóm fékk ég strax í héraði upp á 16 mánuði og honum var áfrýjað sjálfkrafa til Hæstarétt- ar.“ SÖLUTÚR OG SJÓMENNSKA - Lifibrauð? „Ég hélt sýningu og seldi hana út. Það bjarg- aði miklu peningalega en þarna var ég orðinn hundleiður á sjálfum mér og fór í sölutúr fyrir Kristján í DNG, seldi hitavakttæki í hlöður. Sýningin fór upp á veggi góðra samborgara en ég hélt út í vornóttina í söluferð og var að í tvo mánuði fyrir slátt. Þarna náði ég helvíti vel í skottið á sjálfum mér. Seldi eins og bestía á daginn, gisti hjá góðvinum og reið út um nætur. Vornóttin er hvergi fegurri en norðan heiða." - Og allt búið? „Nei, nei. Heim kom ég, fann ekki málverkið, fann ekki sjálfan mig og hugsaði með mér - mikið djöfull væri gaman að fara á sjó. - Á leið- inni niður á bryggju ók strætó yfir bílinn minn svo ég gekk síðasta spölinn. Ég hitti skipstjór- ann á Kaldbaki í landganginum og falaðist eftir plássi. Hann hló og hélt sér yrði lítið gagn að mér, 41 árs gömlum, sem hafði eytt ævinni sitj- andi á pósthúsinu eða framan við trönurnar: Heldurðu að þú getir eitthvað nýst mér úti í Ballarhafi? Ég sagðist eiga frændur sem hefðu verið togarajaxlar. - Komdu þá. Svo ég keypti mér sjógalla, hringdi í Lilju og sagðist ætla að prófa að fara á sjó. Þetta var átta daga túr og við fengum 330 tonn af karfa, fylltum skipið - og helvíti voru þeir erfiðir fyrstu dagarnir. Þá féllu margir svitadropar. En það er gott fyrir sálina að vinna svona erfiðisvinnu. Gott að fara í lest, moka ís og henda til fiskkössum. Og á innstíminu sagði Sveinn Hjálmarsson skip- stjóri: Þú kemur þá næsta túr. Það gekk eftir og aftur fiskaðist fullfermi. Ég léttist um tólf kíló á tuttugu dögum en varð fastur háseti á Kaldbak. Þetta var ágætur peningur. Eftir átján túra fór ég í frí og fyrsta kvöldið bankaði skipstjóri upp á og rétti mér vískiflösku sem hann bað mig vel aö njóta. Hins vegar var ég kominn aftur á sjó eftir níu daga. Já, mikill aflamaður, Sveinn." HEYRÐI DÓMINN í ÚTVARPINU - Enginn dómur frá Hæstarétti, ekki neitt? „Ja, svona gekk þetta á þriðja ár. Svo var það á innstíminu inn Eyjafjörðinn að ég heyrði í útvarpinu að búið væri að dæma mig. Aldrei fékk ég nein bréf upp á það. Þessi framgangs- máti þykir mér einkennandi fyrir dómkerfið í landinu og þau vinnubrögð sem þartíðkast. En ég nýtti mér frest sem ég gat orðið mér úti um, komst á grálúðuvertíðina og náði svo þorskin- um áður en ég þurfti að sinna þeim vistaskipt- um sem mín biðu. Þrjú ár voru liðin frá afbrot- inu og ég átti enga undankomuleið; varð að sitja af mér minn dóm.“ - Kom þetta illa við þig þegar til kast- anna var loks komið? „Ekki mig sjálfan en ég hafði áhyggjur af fjöl- skyldunni og fjárhagnum. Allir bankamenn, sem ég þurfti að ræða við, voru þó mjög þægi- legir og skilningsríkir og fjölskylduna reyndi ég að kveðja sem best ég kunni. Mér var hins vegar meinilla við þá tilhugsun að þurfa að afplána annars staðar en á Kvíabryggju. Ég taldi mig nefnilega hafa sannspurt að þar væri hvað manneskjulegast fangelsi á fslandi. Fangelismálastofnun tjáði mér að aðsetur mitt yrði í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ég vissi raunar að tvö pláss voru laus hér í fangelsinu á Akureyri en fékk hvorugt. Ugglaust hefði það ekki heldur verið heppilegt fjölskyldunnar vegna, svona eftir á að hyggja." ILL VIST Á SKÓLAVÖRÐUSTÍGNUM „Leiðin lá sem sagt á Skólavörðustíginn, í tveggja manna klefa sem hafður var þriggja manna um þessar mundir; klefa tólf. Ég var svo opinn og forvitinn að það fleytti mér býsna langt en þarna voru fyrir tveir menn, annar illa farinn af lyfjaneyslu og annarri sambærilegri óáran, hinn sennilega góðborgari sem sat inni fyrir ölvun við akstur og vorkenndi sér þau reið- innar býsn að þarna komst ég strax í það hlut- verk sem fylgdi mér innan fangelsisveggjanna - hlutverk sálusorgarans. Mikið skelfing var maðurinn annars upptekinn af sjálfum sér. Fangelsið á Skólavörðustíg var aldeilis for- kastanlegt „betrunarhús". Ekkert loftræstikerfi, skokk í garðinum fór fram fyrir augum starfs- fólks SPRON og úr klóökum flæddi alls kyns ófögnuður um garðinn, saur og þvag. Inni í klefunum varð svo ill-líft af flóabiti. Á fjórða degi þarna fór ég svo í þá furðuleg- ustu læknisskoðun sem ég hef nokkru sinni lent í. Læknirinn hafði af því mestar áhyggjur hvort ég hefði verið með gleðikonum ellegar væri ef til vill samkynhneigður - og svo var tek- in blóðprufa. Þarna var líka mjög í umferð rauðleitur vökvi sem mér bauðst rétt eins og hinum en ég gerði grín að. Mér sýndust hinir fangarnir þó bíða eins og hross eftir töðu, eftir að fá að dreypa á þessu seint og snemma. Lánið var nú samt með mér á einn veg. Ég fékk strax pensla, léreft og liti og teiknaði og skissaði mikið. Auk þess Ijóðaði ég eitthvað líka. En skordýraflóran á veggjum fangelsisins um nætur var ótrúleg og flóabitin vond; svo vond að ég varð að þiggja pensillín hjá dokt- ornum því illt kom í bitin. En ég naut svo sann- arlega góðra vina í dómsmálaráðuneytinu og innan kirkjunnar því á áttunda degi var mér sagt að nú væri ég að fara á Kvíabryggju. Og þá var ég bara laus við þetta.“ GÓÐUR MATUR Á KVÍABRYGGJU „Á áfangastað tók elskulegur, rauðbirkinn maður á móti mér og ók mér að fangelsinu. Um fangelsið að Kvíabryggju þarf [ sjálfu sér ekki að hafa mörg orð. Fangelsisstjórinn var 30 VIKAN 2. TBL, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.