Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 32

Vikan - 23.01.1992, Page 32
HÆTTI I CLANNAD EN SLÓ í GEGN SJÁLF Margir kannast viö írsku hljómsveitina Clann- ad og tónlist hennar. Færri vita kannski aö innan- borös i þeirri sveit var stúlkan sem hér um ræöir og heitir Enya, ásamt fleiri ættingjum. Hún hætti i sveitinni vegna listræns ágreinings og hóf sólóferil, sem hún ætti ekki aö sjá eftir því önnur sólóplata hennar, Watermark, sem kom út áriö 1988, hefur selst í yfir fjórum milljónum eintaka. Tón- listin á þeirri plötu er einstök að mörgu leyti. Þetta eru eins konar stemmningar, oft mjög Ijóðrænar og hafa yfir sér dul- úö sem fáum tekst aö ná fram. Stúlkan er líka firnagóö söng- kona enda var ein ástæöan fyrir því aö hún hætti í Clann- ad sú aö henni fannst hún vanmetin. BÝR í SAMA HVERFI OG BONO Upptökum á Watermark stjórnaöi fyrrum upptökustjóri Clannad, Nick Ryan, en það var hann sem hvatti Enyu (framb. „Enju") hvaö mest til þess aö hefja sólóferil. Einnig vinnur eiginkona hans, Roma, meö þeim, semur textana. Hér er því um eins konar tónlistar- þrenningu aö ræöa enda vill Enya hin írska lítur ekki bara glæsilega ut heldurer tónlistin hennar líka mjög falleg og sérstök. Enya láta þaö heita svo. Þau hafa nýlokið viö aö taka upp þriðju breiðskífuna og sú ber heitið Shepherd Moon. Hún er rökrétt framhald af Watermark en helst af öllu vill Enya ekki hlusta á plötuna. „Ég neyddist til þess aö hlusta á nokkur laganna eftir lokahljóðblöndun, þegar viö geröum myndbönd viö þau, en yfirleitt reyni ég aö finna allar mögulegar afsakanir til þess aö hlusta ekki á þau. Og mér leið í rauninni alveg ömurlega þegar ég var búin meö plöt- una. Ég set svo mikla vinnu og tilfinningar í þaö sen ég er aö gera hverju sinni aö þegar ég er búin finnst mér verkið ekki standa undir þeim væntingum sem ég geri til þess,“ segir Enya. Hún verður þrítug á næsta ári, er frá Dublin og býr í suðurhluta borgarinnar. Ekki langt frá henni býr sjálfur Bono sem ekki er ókunnugur fyrrum hljómsveit Enyu, Clannad, en hann söng einmitt í hinu geysi- vinsæla lagi In a Lifetime á sínum tíma. 20 MÁNUÐIR FÓRU í NÝJU PLÖTUNA Alls fór tuttugu mánaöa vinna í aö gera nýjustu plötuna og þaö merkilega er aö Enya not- 32 VIKAN 2 TBL 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.